Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 113

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 113
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2010 81 Leikkonan Michelle Williams segir að henni finnist eins og Marilyn Monroe sé að taka völdin í lífi hennar en Williams er þessa dagana við tökur á kvikmyndinni My Week with Marilyn, þar sem hún bregður sér í spor leikkon- unnar frægu. „Mér líður undar- lega og eins og ég sé ekki lengur ég sjálf. Marilyn Monroe er búin að hertaka mig,“ segir Williams. Hún þurfti að fara í sérstaka kennslutíma til að ná hegðun og framkomu Monroe sem best. Myndin er væntanleg í bíóhús á næsta ári. Monroe tekur yfir HERTEKIN Michelle Williams lifir sig inn í hlutverk Marilyn Monroe. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Bandarískir fjölmiðlar hafa aldeilis tekið við sér eftir að söngdívan Mariah Carey talaði um barnið sem hún ber undir belti í fleirtölu. Velta þeir nú fyrir sér hvort Carey eigi von á tvíburum eða hafi hreinlega mismælt sig. Ekki er langt síðan Carey opinberaði að hún væri kona eigi einsömul og verður hún léttari með vorinu. Eiginmaður söngkonunnar er útvarps- og sjónvarpsstjarnan Nick Cannon. Á Carey von á tveimur? EITT EÐA TVÖ? Mariah Carey talaði um barnið sitt í fleirtölu í viðtali á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikkonan og vandræðapésinn Lindsay Lohan fékk dagsleyfi frá meðferðarstofnuninni þar sem hún dvelur þessa dagana til að eyða þakkargjörðarhátíðinni með föður sínum. Lohan hefur lengi verið ósátt við föður sinn og meðal annars úthúðað honum á Twitter-síðu sinni þar sem hún kallaði hann lygara og glæpamann. „Hún keyrði heim til sín þar sem hún fagnaði hátíðinni ásamt vinum sínum og föður. En hún þurfti að vera komin aftur á meðferð- arstofnunina fyrir miðnætti þannig að þetta var tæpt.“ Pabbi tekinn í sátt SÁTT VIÐ PABBA Lindsay Lohan virðist hafa tekið föður sinn í sátt því þau snæddu saman á þakkargjörðar- hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Róbert Þórhallsson, starfsmaður Valitor, hefur síðustu fimm ár staðið fyrir sölu á jóla- kortum til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna (SKB) á aðventunni. Hann telur sig hafa safnað um tveimur milljónum króna á þessum árum. Salan hefst í Kringlunni um helgina. Hann verður svo með hóp í Kolaportinu um næstu helgi og loks í Smáralind þá þarnæstu. Umfang sölunnar eykst með hverju árinu og Róbert áætlar að selja fyrir eina, til eina og hálfa milljón króna í ár. „Fyrir mér snúast jólin um kærleik og að gefa af sér. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa, eitthvað óeigingjarnt og jafn- vel krefjandi,“ segir Róbert spurður um upp- haf sölunnar. Hann byrjaði smátt, með því að kaupa 20 pakka af jólakortum frá SKB og selja. „Næsta ár keypti ég samt 50 pakka og ætlaði að neyða mig út í þetta að losna við þessi kort á einhvern hátt og skapa pening fyrir þetta góða málefni,“ segir Róbert, sem seldi kortin í Kolaportinu það ár. Með auknu umfangi þarf fólk til að selja öll ósköpin og Róbert er kominn með sextíu sjálfboðaliða í ár. Á meðal þeirra eru borgar- stjórinn Jón Gnarr, Tobba Marinós, Hauk- ur Heiðar úr Diktu og Edda Björgvins. „Mér líður rosalega vel yfir að hafa stofnað þenn- an árlega viðburð þar sem ég fæ tækifæri til að gefa af mér til góðs,“ segir Róbert. „ Þetta gerir jólin hjá okkur hátíðleg og skemmtileg. Ég skora á þig að vera með okkur, þetta mun breyta lífi þínu.“ - afb Styrkir SKB fimmta árið í röð DUGLEGUR Róbert telur sig hafa safnað um tveimur milljónum króna fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANNI ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 2 5 3 2 1 1 /1 0Ráðgjafarþjónusta í skuldamálum einstaklinga — fyrir einstaklinga í greiðsluvanda? Hefur þú kynnt þér sérhæfða ráðgjafarþjónustu Ráðgjafarþjónusta Arion banka í skuldamálum einstaklinga er opin alla virka daga kl. 9:00–16:00. Viðskiptavinir geta komið í heimsókn, hringt í 444 7000 eða sent okkur tölvupóst á netfangið radgjafathjonusta@arionbanki.is Opið virka daga kl. 9:00-16:00. — Verið velkomin Á fyrstu vikunum sem ráðgjafarþjónustan hefur starfað hefur starfsfólk haft samband við fjölmarga viðskiptavini og 80% þeirra eru ánægð með þjónustuna og hafa hug á að nýta sér lausnir bankans. Við munum halda áfram að hringja í þá viðskiptavini sem eiga í verulegum greiðslu vanda vegna húsnæðislána og vinna að lausn þeirra mála með Ráðgjafarþjónustu Arion banka í Garðabæ. Þegar hefur starfsfólk Arion banka aðstoðað um 14.000 viðskiptavini í greiðsluvanda. Ráðgjafarþjónusta Arion banka í skuldamálum einstaklinga er á 2. hæð við útibú bankans við Garðatorg 5 í Garðabæ. Hver viðskiptavinur fær sinn eigin ráðgjafa sem vinnur með honum allt ferlið og fylgir málum hans eftir. Við ætlum að leggja okkur fram við að finna lausn sem hentar hverjum og einum og hrinda henni í framkvæmd. Okkar markmið er að allir, sem við getum hjálpað, hafi fengið lausn sinna mála innan nokkurra mánaða. Viðskiptavinir geta eftir sem áður einnig farið í útibú bankans og fengið ráðgjöf um þær lausnir sem í boði eru. Ráðgjafarþjónusta Arion banka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.