Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 116

Fréttablaðið - 27.11.2010, Page 116
84 27. nóvember 2010 LAUGARDAGUR84 menning@frettabladid.is Runukrossar nefnist nýj- asta skáldsaga Helga Ing- ólfssonar, þar sem glæpa- sögu er fléttað saman við hugleiðingar um umhverfis- mál og trúarbrögð. Sagan gerist í framtíðinni þar sem Ísland er orðið fámennt jaðarríki í ríkjasambandinu EMIR og flestir íbúarnir eru múslimar. „Við getum séð fyrir okkur þúsund möguleika um hvernig framtíðin verður og þetta er einn af þeim,“ segir Helgi Ingólfsson um bók sína Runukrossa sem kom út hjá Orms- tungu á dögunum. Síðasta bók Helga, Þegar kóng- ur kom, sló óvænt í gegn þegar hún kom út í fyrra. Það fór lítið fyrir henni í jólabókaflóðinu en hún spurðist vel út og eftir áramót náði hún talsverðu flugi og seldist vel. Þegar kóngur kom er söguleg skáldsaga, glæpasaga sem gerist árið 1874 þegar Kristján IX. kom til Reykjavíkur. Það kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að Helgi er sagnfræðingur og kennir sögu við Menntaskólann í Reykjavík. Í Runukrossum er Helgi aftur á móti á slóðum sem sagnfræð- ingar hætta sér sjaldan á, það er að segja í framtíðinni. Bókin ger- ist árið 2141, eða öllu heldur 1566 eftir hirjah, þegar Ísland er orðið fjörutíu þúsund manna jaðarbyggð innan ríkjasambandsins EMIR. Íbú- arnir eru flestir múslimar og þorri þeirra býr undir hvelfdu glerþaki í höfuðborginni Hellu, enda Reykja- vík löngu farin í eyði. Váleg tíðindi berast menningarverðinum Umar ibn-Yusef sem leiða til þess að hann aðstoðar lögreglufulltrúann Hasan Rahman við að upplýsa sakamál. Íslam í mestri útbreiðslu Helgi segir að Runukrossar sé í raun tvíburabók Þegar kóngur kom. „Ég skrifaði þær jafnhliða, reynd- ar byrjaði ég á Runukrossum á undan Þegar kóngur kom, þótt ég kláraði þá síðarnefndu fyrr.“ Þótt bókin gerist í framtíðinni felur hún í sér harða ádeilu á atburði líðandi stundar, til dæmis sýpur mannkynið seyðið af skeytingar- leysi fyrri kynslóða í umhverfismál- um. Hryggjarstykkið í framtíðarsýn bókarinnar er hins vegar útbreiðsla íslam á Vesturlöndum. „Fyrir 150 til 200 árum var vest- rænt lýðræði dýnamískasta hug- myndafræðin og sú sem varð að lokum ofan á,“ segir Helgi. „Ef við horfum hlutlægt á málin og spyrjum hver sé dýnamískasta hugmynda- fræðin í dag, sem er í útbreiðslu, er það tvímælalaust íslam. Það á ekki aðeins við í Mið-Austurlöndum, íslam er líka að gera sig gildandi á Vesturlöndum.“ Helgi kveðst líka hafa viljað koma því sjónarmiði á framfæri að trúarbrögð bæri ekki að vanmeta eða halda að þau séu dauð. „Hugmyndakerfi deyja aldrei þannig séð, menn komast alltaf einhvern tímann á það stig að þeir vilja leita aftur á náðir æðri mátt- arvalda eða einhvers sem fríar þá kannski ábyrgð gagnvart umhverfi sínu.“ Umburðarlynt samfélag Í bókinni er dregin upp mynd af tæknivæddu íslömsku samfélagi, þar sem önnur trúarbrögð fá að þrífast en múslimar eru engu að síður forréttindastétt. „Svona er þetta í reynd byggt upp í múslimasamfélögum,“ segir Helgi. „Þau hafa löngum verið umburðar- lynd gagnvart eingyðistrúarbrögð- um en þó þannig að múslimar hafa notið ákveðinna forréttinda. Þetta er í raun bara einföld endurspeglun á því.“ Aðalpersóna bókarinnar er guð- hrædd og trúrækin og hefur tak- markað þol fyrir þeim sem ástunda ekki dyggðugt líferni. Spurður hvort bókin sé gagnrýni á íslömsk sam- félög fyrir þröngsýni og umburðar- leysi segir Helgi svo ekki vera. „Þetta er einmitt ekki umburð- arlaust samfélag sem þarna er lýst. Þetta er bræðingur af vestrænu og íslömsku samfélagi, tæknivætt mús- limasamfélag þar sem sumt lifir og annað ekki. Aðalsöguhetjan er til dæmis á þessari forpokuðu trúarlínu en svo er þarna lögreglumaður sem er á hinum endanum og finnst greinilega trúarbrögð skipta minna máli. Það er því sannarlega ákveðið umburð- arlyndi til staðar og ég lagði upp með að það yrði ákveðinn díalógur milli þessara enda.“ Mikil heimildarvinna Helgi lýsir hinni ímynduðu framtíð í talsverðum smáatriðum og segist hafa pælt heilmikið í henni áður en hann hóf skriftir. „Já, þessi bók á sér dálítið langan aðdraganda og það liggur heilmikil heimildarvinna að baki. Ég sótti eðli málsins mikið í Kóraninn. Ég hef líka kennt töluvert um íslam og aflað mér þekkingar í gegn- um það. Svo gluggaði ég í aðrar bækur og efni sem má finna á net- inu. Í rauninni er til ofgnótt af fróð- leik og ég varð að skera heilmikið niður. Það var hreinlega of mikið af heimildum.“ bergsteinn@frettabladid.is ÍSLAM ÖGRUM SKORIÐ HELGI INGÓLFSSON Skrifaði Þegar kóngur kom og Runukrossa samhliða. Sú fyrri gerist árið 1874 en sú síðarnefnda árið 2141. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓLADAGATAL NORRÆNA HÚSSINS Opinberað verður hverjir taka þátt í jóladagatali Norræna hússins mánu- daginn 29. nóvember klukkan 12.34, auk þess sem boðið verður upp á danskar eplaskífur og jólaglögg. Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson sér um gerð dagatalsins í ár. Síðustusýningar! Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Við óskum öllum gleðilegra jóla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.