Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 11

Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 11
LAUGARDAGUR 22. janúar 2011 viska í fjármálum www.arionbanki.is/uglan Námskeið byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Námskeið um fjármál - á mannamáli Breki Karlsson vakti mikla athygli með sjónvarpsþáttunum Ferð til fjár. Nú gefst þér kostur á að sækja námskeið hjá Breka þar sem hann fer betur í saumana á fjármálum einstaklinga og fjallar um peninga, sparnað og eyðslu - sem sagt skemmtileg fræðsla á mannamáli. 26. jan. Borgartúni 19, Reykjavík 02. feb. Háskólanum á Akureyri 10. feb. Hafnarborg, Hafnarfirði 16. feb. Borgartúni 19, Reykjavík 23. feb. Bifröst, Borgarfirði Þættirnir Ferð til fjár eru nú aðgengilegir á arionbanki.is Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi Ferð til fjár Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/uglan Boðið er upp á táknmálstúlkun Boðið er upp á táknmálstúlkun SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Akur- eyrar hefur hækkað grunn- upphæð framfærslustyrkja úr 125.540 krónum í 131.617 á mán- uði. Hækkunin er 4,8 prósent. Á fundi bæjarráðs var líka tekið fyrir bréf Guðbjarts Hannessonar með tilmælum til sveitarstjórna um að þær tryggi að einstakling- ar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði. Atvinnu- leysisbætur eru nú 149.523 krónur á mánuði. Ráðið samþykkti að bíða með frekari breytingar. - gar Framfærslugrunnur hækkar: Fá 132 þúsund að lágmarki MENNTUN Nemendum í framhalds- skólum landsins fækkaði um tæp átta prósent milli haustsins 2009 og 2010. Á sama tíma fjölg- aði háskólanemum um 4,3 pró- sent. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Nemendur á þessum tveimur skólastigum voru 47.240 í heildina. Þeim fækkaði milli ára og er það í fyrsta skipti frá því að Hagstofan hóf skráningu sem það gerist. Fækkunin skýrist aðallega af samdrætti í fjarnámi og öldunga- deildum framhaldsskólanna. Konur eru í meirihluta skráðra nemenda, eða 55,7 prósent. Karl- ar eru 44,3 prósent en þeim hefur fjölgað hlutfallslega milli ára. - þeb Skráðir nemendur í skólum: Nemendum fækkar milli ára HEILBRIGÐISMÁL Guðbjartur Hannes son velferðarráðherra mælti fyrir frumvarpi í gær þar sem lagt er til að fatlaðir fái að halda leiðsögu- eða blindrahund í fjölbýlishúsi. Í dag þurfa fatlað- ir að fá leyfi allra íbúa í fjölbýlis- húsinu til þess að hafa hjálpar- hund í íbúð sinni. Kveðið er á um í frumvarpinu að komi til deilumála vegna ofnæmis annarra íbúa, sé slíkum málum vísað til kærunefndar húsamála. Áfram gildir sú almenna regla að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki allra eigenda. - sv Ráðherra vill leyfa dýrahald: Fötluðum leyft hundahald í fjölbýlishúsum BLINDRAHUNDUR Velferðarráðherra vill heimila fötluðum að halda hjálpar- hunda í fjölbýlishúsum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.