Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 20

Fréttablaðið - 22.01.2011, Side 20
20 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR H eyrðu, ég var að fá lagið úr myndinni, viltu fá að heyra það?“ spyr Þorsteinn Guð- mundsson að loknum venju- bundnum kynningum þegar blaðamaður sest niður með honum á Prikinu í morgunrökkrinu. Um er að ræða titillagið úr kvikmyndinni Okkar eigin Osló sem frumsýnd verður í næsta mánuði, en Þorsteinn er bæði handritshöfundur og annar aðalleikara myndarinnar. Það sem hljómar úr iPod Nano Þorsteins, og væntanlega um öldur ljósvakans á næst- unni, er ljómandi fínt popplag með áberandi Motown- og sálartónlistarkeim, blásturshljóð- færum og öllu tilheyrandi. Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma og vinur og samstarfsmaður Þorsteins, semur lagið ásamt Baggalútnum Braga Valdimar Skúlasyni sem einnig samdi textann, en lagið er sungið af Valdimari Guðmundssyni. Spurð- ur hvort ekki hefði verið eðlilegt að handrits- höfundurinn sjálfur semdi texta titillagsins segir Þorsteinn svo alls ekki vera. „Ef Bragi Valdimar er til í að semja text- ann þá segir maður bara já takk. Ég hef aldrei samið dægurlagatexta, utan þess þegar ég samdi útskriftarsýninguna Sólsting fyrir Versló fyrir nokkrum árum. Sýningin fjallaði um krakka sem fara til Spánar í útskriftar ferð og eru í miklu stuði, og Verslingarnir báðu mig um að þýða lög með Robbie Williams og fleirum yfir á íslensku. Mér þótti það gaman en hef ekki lagt þetta fyrir mig.“ Gamaldags að vissu leyti Þorsteinn hefur verið afar afkastamikill síð- ustu ár, eða allt frá því að hann vakti fyrst verulega athygli sem hluti Fóstbræðra, sem slógu í gegn með samnefndum sjónvarpsþátt- um undir lok tíunda áratugar liðinnar aldar. Fleiri sjónvarpsþættir, svo sem Atvinnu- maðurinn, spjallþátturinn Svalbarði, áramóta- skaupið og fleiri fylgdu í kjölfarið auk leiks í nokkrum kvikmyndum, en Þorsteinn hefur einnig lengi verið einn ötulasti uppistandari landsins, flutt grínfyrirlestra víða um land, haldið úti vinsælli heimasíðu, skrifað skáld- sögur og ljóðabók og svo mætti lengi telja. „Nú síðast gaf ég út litla ljóðabók í samstarfi við Nýhil sem ég prentaði sjálfur og dreifði, en sala hennar fer þó mestmegnis fram með vöruskiptum,“ segir Þorsteinn. „Ef fólk hring- ir í mig og óskar eftir að fá bók þá býð ég þeim að borga með eggjabakka. Svo kemur fyrir að viðskiptavinirnir eiga ekki eggjabakka og þá koma þeir með eitthvað annað í staðinn. Um daginn fékk ég rosalega góða sultu og hand- gerða stílabók, voða flotta.“ Okkar eigin Osló er hans fyrsta kvik- myndahandrit, en áður hefur Þorsteinn skrifað töluvert af útvarpsleikritum og hefur, að eigin sögn, átt í góðu samstarfi við Útvarps- leikhús RÚV. „Ég hef fundið mig mjög vel í útvarpsleik- ritunum. Svo hef ég aðeins verið að reyna fyrir mér í handritaskrifum fyrir leiksvið, til dæmis fyrir unglinga og einnig fyrir Halaleik- hópinn sem meðal annars er skipaður fötluð- um, en ekki alveg fundið mig í því. Mér þykir það dálítið erfitt. Sjónvarp og kvikmyndir eru mínir miðlar,“ útskýrir Þorsteinn. Aðspurður segir hann ástæðuna mögulega liggja í persónuleika sínum. „Ég er að vissu leyti gamaldags og mikið fyrir raunsæi, sem virkar líklega ekki mjög spennandi á sviði. Ef ég skrifaði leikrit fyrir sviðið núna myndu eflaust margir spyrja: „Af hverju er hann að reyna að vera Anton Tsjekhov? Hann dó fyrir hundrað árum!“ Ekki borið sig eftir leiksviðinu Þegar Þorsteinn vakti fyrst athygli með Fóstbræðrum á sínum tíma var það alls ekki á allra vitorði að hann væri lærður leikari úr Leiklistarskólanum, en þar lauk hann námi árið 1991. Eftir útskriftina starfaði Þorsteinn tölu- vert í leikhúsum borgarinnar og sinnti jafn- framt öðrum störfum þar til Fóstbræður hófu göngu sína. „En leikhúsin eru í raun þannig að fólk getur starfað þar áratug- um saman án þess þó að verða landsþekkt. Þegar ég svo birtist í Fóstbræðrum held ég að almenningur hafi sjálfkrafa gert ráð fyrir því að ég væri fyrst og fremst grínisti, og mér hefur hreinlega líkað það mjög vel og ekkert reynt að halda öðru fram,“ segir Þor- steinn, og bætir við að hann hafi alls ekki borið sig mikið eftir leiksviðinu síðan. „Þetta eru líka svo gjörólík störf. Í leik- húsinu er maður kannski innilokaður í tvo eða þrjá mánuði að æfa fyrir sýningu, gerir ekkert annað á meðan og er svo bundinn við fastar sýningar á kvöldin. Núna er ég í svo fjölbreytilegu starfi að ég myndi varla tíma FRAMHALD Á SÍÐU 22 Sáttur við að vera grínisti VENJULEGT FÓLK „Ég man ekki til þess að gerðar hafi verið margar bíómyndir um verkfræðinga og bankastarfsmenn og það þykir kannski ekkert rosalega spenn- andi, en þetta er nokkuð sem mér finnst skemmtilegt að segja frá,“ segir Þorsteinn um kvikmyndina Okkar eigin Osló. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikhúsin eru í raun þannig að fólk getur starfað þar áratugum saman án þess þó að verða lands- þekkt. Þorsteinn Guðmundsson er handritshöfundur og aðal- leikari nýrrar íslenskar kvik- myndar, Okkar eigin Osló, sem frumsýnd verður í byrjun mars. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um bransann, uppistandið, Osló og auglýs- ingarnar. Chevrolet á enn betra verði ! Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði. Chevrolet Cruze, 4 dyra Cruze LS 1800 cc. - beinskiptur Kr. 2.990 þús. Cruze LS 1800 cc. - sjálfskiptur Kr. 3.390 þús. Cruze LT 2000 cc. Dísel - beinskiptur Kr. 3.590 þús. Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636 www.benni.is B íll á m yn d: C ru ze L T m eð 1 8“ á lf el gu m . Gæði í 100 ár Ár slaufunnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.