19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 21
SVAFA ÞÓRLEIFSDÓTTIR: HVAÐ HEFUR ÁUNNIZT? ,,Vort ferðalag gengur svo grátlega seint“, kvað Þorsteinn Erlingsson og undir þau orð skáldsins taka enn í dag ýmsir þeir, er berjast fyrir hug- sjónamálum eða réttarbótum ýmis konar. Því er heldur ekki að leyna, að mörgum virðist furðu seint ganga, að koma fram fullu jafnrétti milli karla og kvenna. Efalaust hefðu konur hér á landi Urir mörgum árum hlotið lagalegt jafnrétti við karla, ef Kvenréttindafélagið hefði haft umboð til að kippa öllu þess háttar í lag. En þvi er nú ekki að heilsa. Hins vegar hafa margar fundarálykt- anir verið gerðar og áskoranir sendar til þings °g stjórnar um margvíslegar réttarbætur og ekki verið horft í að endurtaka þess konar ár eftir ár. Má með sanni segja, að í áttina miðar, enda óvíst að hægt sé að vænta meiri hraða, þegar brjóta a á bak aftur aldagamlar lagasetningar og venjur. Jafnvel verður því ekki neitað, að við sjálfar I*ngsum oft og breytum eftir ,,kvenlegum“, æva- fornum venjum, þótt við hins vegar séum innra ^aeð okkur sannfærðar um, að við séum nútíma- kvenréttindakonur fram í fingurgóma. En það er ná önnur saga. Með línum þessum vildi ég aðeins vekja athygli a> að síðan „19. júní“ kom út í fyrra, hefur ekki Svo lítið miðað í þeim málum, sem efst hafa verið a baugi hjá K.R.F.I. hin síðari ár. Elst þessara ^aala er sennilega mæðralaunin. Er langt siðan félagið hóf baráttu fyrir þvi máli, og þótti fjar- stæða ein í fyrstu. Nú er þó svo komið, að til er 1 Ugum landsins orðið ,,mæðralaun“ og er þá ^aikið fengið. Verður hér eigi nánar rakið það ^al, þar eð Kristín alþingism. Sigurðardóttir skrif- ar um þetta á öðrum stað í blaðinu. Þá eru það nýju lögin um ríkisfang, sem færa bonum ekki svo litlar réttarbætur, eins og lesa aaa um í grein Auðar Auðuns lögfræðings, sem betta blað flytur einnig. En eftir eru þó ýmis mál, sem K.R.F.Í. hefur beitt sér fyrir bæði fyrr og síðar, t. d. að konur ^ái sömu laun og karlar, þá er þær vinna sams a9. JTJNI konar störf og þeir. Er þó eigi annað hægt að segja en að heldur miðar þar einnig í áttina, þar sem ísland er þó eitt af þeim löndum, er stóð að samþykkt Alþjóðavinnumála-stofnunarinnar um þetta efni. En ýmsir telja, að mál þetta verði aldrei til sigurs leitt með lögum einum, enda víst um það, að hugsunarháttur bæði karla og kvenna þarf stórum að breytast í þessu efni, ef fullkom- inn sigur á að názt. Síðustu árin hefur um fátt verið meira skrafað á landsfundum og fulltrúaráðsfundum K.R.F.I. en skattamál hjóna. Er mér ekki kunnugt um, að mál þetta væri ítarlega rætt á fundum félagsins fyrr en á Landsfundi árið 1948, er Katrín Thor- oddsen flutti erindi um málið. Lögðu fáir aðrir en kvenréttindakonur eyrun við málinu í fyrstu og margir töldu það firru eina. Síðan hefur mál- inu þó verið haldið sívakandi bæði með samþykkt- um innan félagsins og með blaðagreinum. Mætti nefna margar mætar konur, sem lagt hafa mál- inu rækilegt lið, bæði í ræðu og riti, og eru þær úr ýmsum stjórnmálaflokkum. En „það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm“. Betra er að skyggnast um utan félagsins og líta eftir, hvort nokkuð hefur áunnizt í þessu máli. Lagalega situr enn í sama horfinu. En almenningsálitið hefur algerlega breytzt. Naumast mun nokkur maður nú dirfast að halda því fram í fullri alvöru, að samsköttun hjóna sé réttlát, ef bæði vinna fyrir launum utan heimilis. Hvert frumvarpið af öðru hefur verið lagt fram á alþingi um sérsköttun hjóna, þótt eng- in breyting hafi enn verið gerð á því atriði. En ólíklegt er, að skattalöggjöfinni í heild verði svo breytt, að ákvæðið um samsköttun hjóna verði látið halda sér í þeirri mynd, sem það nú er. Um hitt verður ekki spáð hér, hvort fyrsta breyting, sem verður á skattalöggjöfinni í þá átt að skatt- leggja hjón sitt í hvoru lagi, verði þannig, að skrefið verði þar stigið til fulls. En hitt má full- yrða, að K.R.F.I. mun ekki skiljast við það mál fyrr en fullum sigri er náð. v.j - ; 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.