19. júní


19. júní - 19.06.1953, Síða 23

19. júní - 19.06.1953, Síða 23
eyri með barni sínu, og þar með hvergi, nema með því móti að sækja um sveitarstyrk. 1. jan. 1954 munu fjölmargar mæður, sem átt hafa börn utan hjónabands, en eru giftar aftur, bætta að fá barnalífeyri hjá tryggingarstofnun skv. lagabreytingum frá 1. jan. 1951, er ákveða, að greiðslur skuli falla niður þremur árum eftir hjónaband eða sambúðarstofnun. Kvenréttindafélagið mótmælti þessum ■ breyt- mgum, er þær komu fram á Alþingi, og einnig skerðingunni á fæðingarhjálp til einstæðra mæðra, þó að hagur giftra kvenna væri ofurlítið bættur 1 því atriði, enda viðurkennt í viðræðum og sam- tölum við Tryggingarstofnunina og alþingismenn, að þessar breytingar mundu ekki leysa öll ósköpin af fé, miðað við útgjöld trygginganna í heild. Kvenréttindafélagið hefur einnig mótmælt því, að ekkjur skuli hafa lakari kjör en ógiftar mæð- Uri en þannig er það, að lífeyrir ekkna hefur ávallt fallið niður þremur árum eftir giftingu eða sam- búðarstofnun. Þær hafa þannig alltaf haft verri hlut en ógiftar mæður, svo sem eins og það, að ekkjubætur skerðast vegna tekna, en bætur ógiftr- ar móður aldrei. Að síðustu vil ég taka hér tvö dæmi til skýr- lngar á kjörum einstæðra mæðra. Fyrst tek ég dæmi um konu með tvö börn á framfæri sínu. Hún er óneitanlega bundin í báða skó. Þó er hægt að gera ráð fyrir, að henni sé ekki ofvaxið að sjá fyrir tveim börnum, séu það ekki ungbörn, hafi hún velborgaða vinnu. En hún verður að hafa aðstöðu til að koma börnunum a dagheimili eða hafa einhverja hjálp frá aðstand- endum við gæzlu þeirra. En hafi hún enga vinnu eða lélega, getur hún ekki af eigin ramleik séð heim farborða. Lítum nú á kjör einnar slíkrar móður. Eftir ^ögunum hefur hún föðurmeðlag, eða barnalíf- eyri með hverju barni kr. 3792,00 með vísitölu. kleð báðum börnunum hefur hún þá kr. 7584,00 yfir árið, auk mæðralauna, skv. hinum nýju akvæðum tryggingarlaganna, en það eru kr. 630.00 a ári. Alls verður þá þessi upphæð, sem hún hefur sér og býrnunum til framfæris kr. 8214,00. Tökum annað dæmi um ekkju með fjögur börn a framfæri. Barnalífeyrir hennar verður kr. Lj.168,00 yfir árið, auk þess fær hún mæðralaunin, sem eru kr. 630,00 með öðru barni, með þriðja barni kr. 948,00 og með f jórða barninu kr. 1896,00. Alls verður þetta kr. 18.644,00 í árstekjur fyrir GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR: Vísur að norðan Ef þú vœrir stjarna á háum himingeim ég horfa skyldi til ftín me'öan augun þyldu afi staru, en þú ert bara maSur, og einmitl einn af þeim, sem alltaf þurfa aS hraSa sér og fara. En ef ég vœri stjarna á háum himingeim ég horfa skyldi til þín meSan Ijós mitt þyldi aS skjna, en ég er bara kona, og einmilt ein af þeim, sem œvinlega þurfa aS brjóta og týna. L___________________________________________J 5 manna fjölskyldu. Til jafnaðar kemur í hlut fjölskyldunnar allrar kr. 1553,30 á mánuði í fæði, klæði, ljós, hita, húsnæði og fleira. Það lætur að líkum, að þó hægt sé að lifa á þessu, þá verður það aldrei nema hálfgert sultar- líf, þangað til börnin geta farið að létta undir. Þó er varla hægt að búast við því, að börn á skólaskyldualdri geti haft atvinnutekjur, nema þá yfir sumartímann. Lögin um almannatryggingar veita mikið þjóð- félagslegt öryggi, en auðvitað er um þau eins og önnur mannaverk, að þau eru ekki fullkomin, né gallalaus. Ýmis ákvæði þeirra þurfa enn að endur- skoðast. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að það verði gert, og að þá verði tekið meira til- lit til einstæðingsmæðra, og þeirra, er augljós- lega eiga við þrengst kjör að búa. !9. JÚNI 9

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.