19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 27

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 27
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR: KVENNAÞINGIÐ í OSLÓ Síðastliðið vor var 8. þing samnorrænna kvenna háð í Osló, dagana 19.—21. maí, að báðum dögum meðtöldum. íslenzkum konum var þar boðin þátttaka. Varð það úr, að héðan fóru 12 konur, er sátu þingið, og tók Ísland þar virk- an þátt í, alveg á sama hátt og hin Norðurlöndin. Ég var e'n þessara kvenna er þangað fóru, og hef ég verið beðin að senda „19. júní“ litinn pistil frá ferðalaginu og þinginu. En svo vill til, að þegar við komum heim í fyrra, að þing- ■nu loknu, talaði ég í útvarp fyrir Kvenréttindafélag íslands, þar sem ég sagði ferðasöguna. Ég get tæplega hugsað mér, að ég geti gjört þessu betri skil með því að fara að skrifa hér nýtt erindi um þetta efni, og tek ég þvi það ráð að taka hér útdrátt úr þessu útvarpserindi mínu, en verð þó að stytta það mjög, og kann það ef til vill að gera þetta sund- ui'lausara. Samþykktir þingsins set ég síðastar. Laugardaginn 10. maí lögðum við íslenzku konurnar upp með Gullfossi til Kaupmannahafn- ar, undir fararstjórn frú Sigríðar J. Magnússon. Þegar farið var að panta handa okkur far, feyndist II. farrými upppantað, I. farrými of dýrt, svo að við urðum að gera okkur III. far- rými að góðu og vil ég strax geta þess, að aldrei heyrðist óánægjurödd útaf því hlutskipti, enda tná með sanni segja um III. farrými, að það er á ágætum stað í skipinu, og svo máttum við S1tja á daginn uppi á II. farrými og þar borð- tiðum við ásamt farþegum á II. farrými. Við, sem lítið höfðum ferðast á sjó, að minnsta kosti aldrei á milli landa, kviðum dálítið fyrir Sigríður Björnsdóttir. sjóveiki, en sá kvíði var óþarfur, við urðum lítt varar við þann leiða sjúkdóm. Ekki veit ég, hvort þakka beri það hinum nýuppfundnu og ágætu (að sagt er) sjóveikispillum, sem allir voru birg- ir af. Ég dreg það stórlega í efa, því ég held að þær, sem aldrei notuðu þær, hafi verið eins hraustar og þær sem alltaf tóku þær inn kvölds og morguns. Ég hygg, að þakka beri það með- fæddri hreysti okkar, glaðværð og samstilltum hug, og svo náttúrlega blessuðu veðrinu, sem var frekar gott. Um og þeim, sem stöðurnar veita, að konur muni ekki vera mörg ár við starf og hefur það djúp- tsek áhrif til þess að draga úr því, að konur séu valdar til vandasamra starfa. Þetta og fleira or- sakar það, að konur almennt ganga ekki að því með alvöru að gera sig hæfar á sviði framkvæmda- og stjórnmálalífs, og þótt tækifæri komi fyrir konur, bá eru þær oft ekki reiðubúnar, hafa ekki aflað sér beirrar þekkingar og þjálfunar, sem á þarf að halda. Hvernig sem spurningum þeim, sem hér er varpað fram, verður svarað að öðru leyti, þá er bað svo, sem fyrr er sagt, að þótt konur vinni bér ýms störf, þá eru þær lítið kallaðar til vanda- samra starfa og enn aldrei til æðstu embætta bjóðarinnar. Þetta eru hin mestu vonbrigði fyrir konur, sem háð hafa kvenréttindabaráttuna með það fyrir augum, að áhrifa kvenna gæti meira en áður utan veggja heimilisins. Staðreyndin er, að kon- ur hafa kosningarétt og kjörgengi, en það hefur aldrei komizt lengra. Þær vinna enn sem fyrr að- allega innan heimilisins og þær sem vinna utan heimilis hafa með höndum minni háttar störf og vinna fyrir lágum launum. Það, hvort konur veljist eða séu valdar til virðu- legra og vandasamra starfa meðal íslenzku þjóð- arinnar, er eitt allra stærsta atriði kvenréttinda- baráttunnar og það atriðið, sem kvenréttindakon- ur fyrr og síðar hafa talið hvað mestu máli skipta. Þess ættu konur að minnast. !9. JIJNI 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.