19. júní


19. júní - 19.06.1953, Side 37

19. júní - 19.06.1953, Side 37
og var það ekki sízt fyrir bjartsýni og dugnað frú Kristínar V. Jacobson, sem verið hafði for- maður félagsins allt frá byrjun. Hressingarhælið tók til starfa í nóv. 1926. Það var ætlað fyrir 25 sjúklinga og starfsfólk að auki. Læknir hælisins var aðstoðarlæknirinn á Vífilsstöðum. Var það Helgi Ingvarsson allt frá stofnun hælisins og þang- að til hann varð yfirlæknir á Vífilsstöðum 1939. Hælið var rekið á félagsins kostnað, og fékk það ennfremur loforð ríkisstjórnarinnar um að fá jörðina Kópavog til ábúðar, þegar hún losnaði úr ábúð. Tók síðan félagið við jörðinni 1931 og i'ak þar síðan búskap í 17 ár. Hafði félagið færzt mikið í fang, er það hafði tekið að sér bæði rekst- ur hressingarhælis og búskap á jörð, en hvort- tveggja tókst giftusamlega, og má það einkum þakka hinum sivakandi áhuga og stöðugri forsjá og aðgæzlu frú Kristínar V. Jacobson, því að þessi fyrirtæki Hringsins áttu allan hug hennar sem væru þau hennar eigin. Auk þess var félagið svo heppið, að það hafði öll árin sama bústjórann, Óskar Eggertsson, sem reyndist því hinn ákjósan- legasti, bæði sakir trúmennsku sinnar og dugn- aðar, enda var oftast allgóður hagnaður af Kópa- vogsbúinu meðan Hringurinn rak það. Þó kom að því, að Hringurinn treystist ekki lengur til þess að reka hressingarhælið við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Það var fyrsta hressingarhæli á landinu, en því miður fékk það ei notið sín sem slíkt, vegna þess hver skortur var á hælum fyrir rúmliggjandi sjúklinga. Þótti ekki fært að neita þeim um vist, þótt hælið væri alls ekki fyrir þá ætlað og ýmislegt skorti, að það gæti fyllilega bætt úr þörfum þeirra. Á fé- lagsfundi haustið 1939 var samþykkt að bjóða ríkinu hressingarhælið að gjöf með öllum innan- stokksmunum og tækjum. Tók ríkið við hælinu næsta ár og hefur rekið það síðan, en nú er það notað fyrir holdsveikraspítala og að nokkru í sambandi við fávitahæli, sem þar hefur verið komið upp. Búið í Kópavogi rak Hringurinn aftur a móti áfram þar til vorið 1948, að ríkið keypti bað af félaginu. Er Hringurinn hafði afhent ríkinu Kópavogs- hælið, urðu þáttaskil í starfsemi félagsins. Þangað til hafði starfsemi þess aðallega beinzt að berkla- veikinni, en þar hafði nú ríkið tekið í taumana °g gert stórvirkar ráðstafanir til þess að sigrast á þeim meinvætti. Var því eðlilegt, að Hringur- ^nn litaðist um eftir nýju verkefni til þess að vinna að. Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson, núverandi form. Hringsins. Bæði af viðtölum við lækna og af eigin reynd höfðu Hringkonur sannfærzt um, að hér væri mikil nauðsyn fyrir barnaspítala, og varð það því úr, að félagið gerði það að aðalverkefni sínu að fá því til leiðar komið, að fullkominn barna- spítali yrði settur hér á stofn. Síðan 1942 eða í rúmlega 10 ár, hefur öll starfsemi félagsins beinzt að þessu marki. Mál þetta hefur átt svo miklum vinsældum að fagna, að allt sem félagið hefur gert til að efla sjóðinn, svo sem skemmtanir eða basarútsölur, hefur átt vísa aðstoð almennings. Drifið hafa að minningargjafir og áheit úr ýms- um áttum, en drýgstar hafa þó tekjur sjóðsins verið af sölu minningarspjalda. Skömmu eftir stríðslok voru teknar upp við- ræður við landlækni og ráðherra um möguleika á stofnun barnaspítala í sambandi við stækkun Landsspítalans, sem ráð hafði verið fyrir gert strax við byggingu hans. En þær leiddu ekki til neinna framkvæmda þá. Þegar farið var að ræða um að koma upp bæjar- spítala árið 1948, var um það rætt, hvort barna- spítalinn ætti að vera i sambandi við hann, og 19. JÚNl 23

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.