19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 39
Frá 16. þingi Alþjóðakvenréttindafélagsins (International Alliance of Womens), sem haldi'ð var í l\aj>oli 11.—19. sept. ’52 Allt frá því ég í æsku heyrði í ísl. þýð. hið fræga kvæði Goethes ,,Mignon“, sem byrjar á orðunum: „Þekkirðu land þar gul sítrónan grær, og gulleplið í dökku laufi hlær?“, hef ég þráð að komast til Ítalíu, landsins, þar sem marm- arahallirnar rísa á háum súlum, þar sem him- mn og haf átti að vera tærara og blárra en í Öðrum löndum, landsins þar sem líta mátti verk þeirra Leonardos og Rafaels, og þar sem Micha- el Angelo hafði starfað langa og dáðríka ævi, svo aðeins séu nefndir mestu meistararnir af öll- um þeim sæg mikilla listamanna, sem Italía hefur alið. Nú átti þetta langþráða ævintýri að rætast, því 16. þing Alþjóðakvenréttindafélagsins skyldi haldið í Napoli. Félagsskapur þessi, sem er samband kvenrétt- mdafélaga víðs vegar um heim var stofnaður árið 1904 fyrir atbeina amerísku kvenréttinda- konunnar Carri Chapman Catt, og K.R.F.Í. hef- ur verið meðlimur í þessum alþjóðasamtökum frá stofnun þess 1907. Þing þessi eru haldin briðja hvert ár, þegar styrjaldir ekki hafa haml- að, og hefur K.R.F.Í. oftast átt þar fulltrúa, venjulega þó ekki nema einn eða tvo, að undan- skildu seinasta þinginu fyrir stríð, sem haldið var í Kaupmannahöfn 1939. Þar átti ísland sjö fulltrúa. Að þessu sinni vorum við tvær, sem fórum héðan, auk mín frú Sigurbjörg Lárusdóttir frá Egilsstaðaþorpi. Alls sátu þingið um 200 konur frá 28 lönd- um og voru sumar æðilangt aðkomnar, eins og d. fulltrúinn frá Philippseyjum, sem sagðist hafa ferðast 10,000 mílur til að komast á þingið. Fleiri voru langt að komnir, t. d. frá Ástralíu, Nýja Sjálandi, Brasilíu, Pakistan, Ceylon, Trinidad og Haiti. Frá Austur-Evrópu komu engir fulltrúar. Fundir voru haldnir í konungshöllinni, sem er Seysiveglegt hús, með marmaragólfum og stigum, hlaðin dýrindis listaverkum. Hún varð fyrir mikl- um skemmdum, eins og borgin yfirleitt, af loft- árásum í stríðinu, en nú er kappsamlega unnið að því að gera við hana, og þar sem enginn kon- ungur þarf nú á henni að halda, er ætlunin að nota hana framvegis til ýmis konar fundarhalda og félagsstarfsemi, og var þetta í fyrsta sinn, sem höllin var notuð í þessu skyni. Starf félagsskaparins á milli funda fer aðal- lega fram i fastanefndum, sem eru 5 og fara ályktanir þeirra, þær sem samþ. voru á þinginu, hér á eftir. Alþjóðafél. er eitt af þeim félögum, sem hafa ráðgefandi aðstöðu hjá S. Þ. og er starf nefndanna, sem af eðlilegum ástæðum að mestu leyti fer fram bréflega, fólgið í því að safna upplýsingum um ýms atriði, er varða rétt- inda- og atvinnumál kvenna, og gera tillögur um endurbætur. Auk þess sækja nefndarformenn og forseti samtakanna fundi og ráðstefnur S. Þ. Hvert land innan félagsins tilnefnir einn fulltrúa í hverja nefnd, til að svara fyrirspurnum og gefa upplýsingar um réttarstöðu kvenna, atvinnumál, uppeldismál o. fl. Fyrstu þrjá dagana voru nefndarfundir, þar sem gefnar voru skýrslur um starfið á umliðn- um þremur árum og ræddar tillögur nefndanna, en fjórða daginn setti fráfarandi formaður, Dr. Hanna Rydh, þingið að viðstöddu fjölmenni í viðhafnarsal hallarinnar. Hún flutti kveðju og heillaóskir frá verndara þingsins, forsetafrú Donna Ina Einandi, sem ekki gat verið viðstödd. Hún sagði m. a.: „Eins og þið vitið læt ég nú af störfum sem formaður, en þið getið verið vissar um, að ég mun áfram hafa sama áhuga fyrir framþróun félagsins. Alþjóðafél. hefur nú i nærri 50 ár stöðugt haft eitt markmið fyrir augum; sömu réttindi, sömu skyldur, og þessu markmiði er ennþá ekki náð. Alþj.fél. er til einungis til þess að vera til gagns sínum mörgu meðlimum, það er til til þess að ykkar raddir megi heyrast varðandi áhugamál kvenna á alþjóðavettvangi. Þegar ég !9. JÚNÍ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.