19. júní


19. júní - 19.06.1953, Page 41

19. júní - 19.06.1953, Page 41
Hvernig myndi ég hafa hagað lífi mínu, ef ég hefði verið kona? Blað K. R. F. I., 19. júní, hefur að þessu sinni snúið sér til nokkurra málsmetandi karlmanna, þar á meðal ýmissa þekktustu stjórnmálamanna hér í Reykjavík og beðið þá að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig myndi ég hafa hagað lífi mínu, ef ég hefði verið kona? Sé þess gætt, að karlar hafa frá ómunatíð tekið sér það vald að vera í hvívetna forráðamenn kvenna í þjóðfélagsmálum og gegna því hlutverki að mestu enn, þá virðist þessi spurning hvorki oviðeigandi né út í bláinn. Þeir hinir ágætu menn, sem leitað var til, tóku líka spurningunni yfirleitt vel og töldu sig gjarnan vilja svara henni. Reynd- Jn varð hins vegar sú, að aðeins 6 skiluðu svörum. Hinir 14 gáfust upp. Nokkrir báru fyrir sig annir. Aðrir sögðu eftir nokkurra daga umhugsun, að þeir gætu ekki sett sig i spor kvenna, þar sem hugsanaferill og tilfinningalíf konunnar væri allt annað en þeirra. Einstaka byrjuðu að skrifa eitt- hvað niður, en dæmdu það ekki birtingarhæft, þegar til kastanna kom. Einn mikill mælskumað- ur kvað spurninguna svo merkilega og viðamikla að efni, að ef hann færi á stúfana, nægði ekki minna en skrifa um það heila bók. Loks töldu einhverjir sig ekki nógu mikil ,,skáld“ til að svara slíkri spurningu. I stuttu máli, þessi einfalda spurning virtist valda meiri heilabrotum og leggja þyngri vanda á allstæltar herðar en frómum spyrjanda gat til hugar komið. Af því verður sú ályktun dregin, að spurningin sé vel þess virði, að sem flestir karl- menn geri sér grein fyrir henni og þá ekki hvað Þá var farið til Solfutura, sem er útbrunninn eHgígur skammt frá Napoli. Þar er ösku- eða vikurhver, sem alltaf síður og vellur í eins og 1 potti, og gríðarlega stór leirhver líkt og í Krísuvík. Vöktu þeir báðir óskipta athygli og ^rylling þeirra, er ekki höfðu séð slík náttúru- Undur áður. Mörgum varð ekki um sel, þegar leiðsögumaðurinn sagði okkur, að ekki væri nenia 10 fet niður í sjóðandi leirinn undir fót- Urn okkar, enda var að heyra eins og holt væri Undir, þegar steini var kastað á jörðina. I lok þingsins var samþ. eftirfarandi: Starfsskrá 1952—1955. K Alþj.fél vil auka starf sitt í því skyni að kon- ur fái kosningarétt og kjörgengi í þeim lönd- um, sem enn neita þeim um þessi réttindi. Alþj.fél. vill stuðla að aukinni menntun kvenna og leitast við að glæða áhuga þeirra a opinberum málum. Sérstaklega vill félagið auka starfið í þeim löndum, þar sem baráttan fyrir kosningarétti er nýlega byrjuð. l9- JÚNl 4. Vill leitast við að fá viðurkennt jafnrétti karla og kvenna, því þróun iðnaðarins í heiminum krefst nánari samvinnu kvenna og karla, því að í iðnaðarlöndum er samstarf innan fjöl- skyldunnar nauðsynlegt til þess að móðir, sem vinnur fyrir launum utan heimilis þurfi ekki, eins og nú, að leysa af hendi tvöfalt starf. 5. Vill stuðla að fjárhagslegu jafnrétti giftra kvenna og tryggja að þær hafi fullan umráða- rétt eigna sinna. 6. Vill leitast við að tryggja giftum konum sjálf- stætt ríkisfang, og sama rétt til hjónaskiln- skilnaðar og körlum. 7. Vill stuðla að því að samningurinn um launa- jafnrétti sé tekinn í lög hinna einstöku ríkja. 8. Og að lokum lýsir fél. þeirri skoðun sinni, að samtök Sameinuðu þjóðanna sé eina stofn- unin, sem fær sé um að koma á friði og samvinnu ríkja á milli, og vill því halda áfram því starfi, sem það þegar hefur hafið til stuðnings þessum samtökum. S. J. M. 27

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.