19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 43
ég, hefði ég verið kona með framangreinda lífs- skoðun, hafa hagað lífi mínu á þann veg fyrst og fremst að vinna að félags-, menningar- og mannúðarmálum. Hefði efnahagur minn leyft það, mundi ég því ung að árum hafa lesið lögfræði og uppeliisfræði. Að loknu námi hefði ég helgað mig félagsmála- starfsemi, er einkum hefði miðast við að geta orðið að liði í réttindamálum kvenna, og veita hjálp einstæðum mæðrum og vandræðastúlkum, sem svo eru nefndar. Hefði efnahagur minn hins vegar ekki veitt mér möguleika til langskólanáms, þá hefði ég viljað gerast hjúkrunarkona og leitast við að létta byrðar þeirra mörgu, er sjúkdómsbölið þjáir. Sem sé, ég hefði viljað haga lífi mínu á þann veg, að ég hefði verið þess umkomin að veita meðbræðrum mínum og systrum á jarðlífsgöng- Unni hjálp til að öðlast örlítið meiri lífshamingju, reynt að gera mitt til þess, að okkur fyndist lífið þess vert, að þvi væri lifað. En þótt félagsmálastarfsemin og hjúkrun séu a þann veg, að slíkt gefi minni möguleika til heim- ilislífs — einkum fyrir konur — heldur en ýms onnur störf, þá hefði ég sem kona ekki viljað afneita eðli mínu, heldur lifa fjölskyldulífi án bess þó að hverfa frá félagsmálastörfum eða bjúkrun. — Helgi Hannesson. J<>n Magnússon fréttastjóri: Þessi spurning hefur áreiðanlega aldrei gerzt aleitin við mig, og satt að segja er mér til efs, að hún hafi nokkurn tíma að mér hvarflað, og þetta ber sjálfsagt vott um makalausan skort á ^myndunarafli, en hitt man ég vel, að í æsku beyrði ég leiksystur mínar stundum óska sér þess, að þær væru strákar. Þetta fannst mér ákaflega eðlileg ósk þá, því að hvort tveggja var, að auð- vitað hlutu stúlkur að öfunda stráka og í öðru lagi var óskin venjulega fram borin í tilefni af banni við hlutdeild í einhverjum uppátækjum, sem strákum þótti hæfa en stelpum ekki. Reynd- ar komst ég að því seinna, að það var ekki að- ems löngun til strákapara, sem stúlkum gat dottið 1 bug, að þægilegra væri að vera í sporum piltanna. Staðreyndin var sú og er, að piltum er greiðari leiðin en stúlkum að mörgu starfi, að jöfnum að- stasðum að öðru leyti. Það er harla erfitt að svara spurningum af þessu ^agi, ef-spurningum, því að það vilja verða nokk- uð mörg ,,ef“, þegar hugsað er um málið. Nú virð- ist mér sem ég myndi hafa farið sömu leið eða svipaða og ég kaus mér, að því leyti sem aðstæð- urnar hefðu leyft. En það sýnist mér öldungis áreiðanlegt, að hvar sem væri í sporum kvenna, myndi ég ávallt stuðla að hverri viðleitni til þess að gera það algilda reglu, að konur fái ævinlega sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Jón Magnússon. Páll Isólfsson organleikari: Þetta er einhver sú versta spurning, sem hægt er að leggja fyrir mig, ekki sízt vegna þess, að ég hef alltaf verið mikill aðdáandi kvenþjóðar- innar, og enda með réttu fengið orð fyrir það. Ég mundi vilja giftast snotrum, geðgóðum manni með viðráðanlegar gáfur. Ég skyldi leitast við af fremsta megni að gera manninum mínum heimilislífið svo ánægjulegt, að honum dytti alls ekki í hug að leika golf og spila bridds eða sækja nefndafundi og þess háttar á kvöldin. Hins vegar ætti ég erfitt með að hugsa til að eignast mörg börn, því það er sagt vera svo kvalafullt. Fyndi ég nú ekki mann við mitt hæfi, kysi ég að þroska mína sálrænu hæfileika, komast á þing, tala á mannfundum og koma sem mestu góðu til leiðar og verða fyrsta kona á ráðherrastól á Is- landi! Ég hef þá trú, að við konurnar eigum þang- að erindi, ekki síður en karlmennirnir, því, ef satt skal segja, væri heimurinn stórum betur far- inn, ef konurnar réðu þar meiru um ýms stór- mál, sem varða einstakar þjóðir og allt mann- kynið. Það er sannarlega tími til kominn, að við konurnar leysum þessa vesælu karlmenn af hólmi, sem sýnt hafa, að þeir eru ekki hótinu betur til þess fallnir að stjórna heiminum en heimilinu. Kæmist ég nú ekki á þing, fyrir heimsku stjórn- málaflokkanna, eða í ráðherraembætti, mundi ég setja á stofn fyrsta flokks matsölu (helzt hótel) á góðum stað í bænum og hafa ávallt gnægð af fínum og góðum mat og alls konar kræsingum. Veit ég, að þá mundi mér hlotnast sú ánægja og gleði í lífinu, sem sjaldgæf er, en það er að sjá aðra ánægða og glaða. Mundi ég á þann hátt eign- ast marga góða vini og aðdáendur, og ég leyfi mér svona að geta mér þess til, að einn þeirra yrði Páll ísólfsson. Sigurbjörn Einarsson prófessor: Ég veit sannarlega ekki, hvað ég hefði af mér gert, ef ég hefði verið kona, eða hvað lífið hefði JÚNÍ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.