19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 46

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 46
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR: Barátta fyrir launajafnrétti „Samkvæmt okkar löggjöf ber karlmanninum að sjá fyrir konunni", sagði einn háttvirtur laga- prófessor, fyrverandi ráðherra, þáverandi sátta- semjari ríkisins í launadeilum, við mig og félaga mína. Ég var í samninganefnd fyrir félag, sem vav skipað bæði körlum og konum og við fórum fram á sömu laun fyrir sömu vinnu. Starf okkar var netjagerð, aðalega vinna við uppsetningu og við- hald síldarnetja. Við höfðum raunar haft launajafnrétti á ver- tíðinni nyrðra yfir sumartímann og það hafði áskotnazt okkur konum átakalaust. Það var að- kallandi, að verkið væri unnið, ekkert mátti tefja veiðiskipin og þá var unnið nótt með degi, þar til verkinu var lokið og skipin lögðu á miðin aftur með veiðarfæri sín viðgerð. Þeir tímar eru það fjarri, að þá hafði fólk þetta ekki myndað sér nein samtök, hafði heldur eng- in svokölluð hlunnindi. Það þurfti að kosta ferðir sínar, útvega og greiða húsnæði, fæði og annað til þess að geta stundað vinnuna og, eins og fyrr segir, enginn fastur vinnutími og sama kaup, hve- nær sólarhringsins, sem unnið var og þegar björt var nótt, var oft og tíðum unnið allan sólarhring- inn, sama fólkið meðan það gat staðið. Veiðarfærin voru dregin sjóblaut upp úr bát- unum á rimlabryggjur, sem þeir lögðust að og þar var unnið að viðgerð nótanna undir allri himins- ins dögg, hverju sem viðraði. Áþreifanlegir voru yfirburðir kvenna í seiglu. Þeim virtist notast minni svefn, að ég ekki tali um ósköpin, að matar- tímanum eyddu þær almennt til þess að draga að matvæli og matreiða við frumstæð þægindi, sem að líkum lætur. Karlmennirnir hins vegar gengu að mat sínum á matborði og gátu notið matartímans. Þegar suður kom, var vinnan framkvæmd í hlýjum húsakynnum, veiðarfærin þurr og ákveð- inn vinnutími. Þá voru þar greidd laun með hlið- sjón af viðurkenndum kauptaxta hjá verkakvenna- Halldóra Ó. Guðmundsdóttir félagi og verkamannafélagi staðarins og í sumuro tilfellum undir taxta fyrrnefndra félaga. Stundum var lítið um atvinnu að vetrinum. Þá fékkst að- þrengt fólk fyrir lægri laun. Það hafði ekkert að- hald né traust gegnum samtök. Það var óskipulagt. Fólk þetta myndaði svo með sér stéttafélag, þeg" ar það hafði nægilega þreifað á nauðsyn þess og fyrsta starf félagsins var auðvitað að fá samn- ing við atvinnurekendur og krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu var þar m. a. Við bentum á launa- jafnréttið, sem verið hafði í verstöðvunum á síld- arvertíðinni, og það virtist sýnt, að konur afköst- uðu sízt minna við verk þetta, hvar sem væri og allra sízt væri hægt að búast við minni afköstum, þar sem ekki væri hægt að sakast um kulda og vosbúð. Sem svar við þessu var ábending um, að slíkt fordæmi mætti ekki skapa á staðnum. Það þekkt- ist ekki við nein önnur störf. Meðal annars bentum við á, að við hefðum fulla sönnun þess, að á reikningum til útgerðarinnar væri vinna okkar kvenna metin til sama verðs og vinna karla. Við þessari athugasemd var misjafnlega brugð- 19. JÚNl 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.