19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 48

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 48
HELGA MAGNÚSDÓTTIR, KENNARI: Kristilegt félag ungra kvenna Þegar beðið er um, að segja eða skrifa um K. F. U. K. í stuttri blaðagrein, hlýtur að vakna spurn- ingin — hvað á að segja og hvað á að vera ósagt? Engu má sleppa af því, sem félagsstarfinu heyr- ir til. K. F. U. K. Þessir stafir, svona tengdir hver öðrum merkja, Kristilegt félag ungra kvenna. Þar með er vitað að félagið er kristilegt. Markmið þess er að vinna ungar stúlkur til trúar á Jesúm Krist, sem sinn persónulega frelsara. Einkunnarorð K. F. U. K. eru: „Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn, segir Drottinn“. Sak. 4, 6. Áður en sagt verður frá K. F. U. K. hér á landi mun vera rétt að segja frá, hvaðan þessi félags- skapur er runninn. f þorpinu Barnett á Englandi bjuggu kaup- mannshjón. Þau áttu 5 dætur. Systurnar fengu gott uppeldi og nutu þeirrar menntunar, sem þá tíðkaðist. Ein af þessum systrum var Emma Ro- berts, stofnandi K. F. U. K. Byrjunarstarf Emmu Roberts var í því fólgið, að hún fann hvöt hjá sér, til að gera eitthvað tyrir bágstaddar fátækar stúlkur — sérstaklega þráði hún, að þær fengju kost á að kynnast mann- Vindáshlíð í Kjós. Dagstofa K. F. U. K. kynsfrelsaranum, Jesú Kristi. Hún vissi, að ef þær fengju það, ættu þær þann grundvöll, sem gerðu þær að nýtum konum ,,til gagns bæði fyrir Guð og föðurlandið“, eins og hún sjálf komst að orði. Árið 1855 kvaddi hún svo saman ungar stúlk- ur á fund, spurði hvort þær vildu hjálpa sér með fyrirbæn. Þær voru henni samhuga, og um 20 þeirra rituðu nöfn sín á lista, sem lá frammi á fundinum. Þessi fundur varð stofnfundur K. F. U. K. Það er önnur kona, sem um þetta leyti var kölluð til starfs í London. Hún sá hina andlegu og likamlegu neyð stórborgarinnar. Hún vissi að helzt yrði ráðin bót á böli þeirra, með því að beina sjónum þeirra til frelsarans. Stofnaði hún heimili fyrir þær, og þar máttu þær dvelja að vild. Á þessu heimili beið þeirra hlý hönd, milt bros og sá kærleiksylur, sem guðsorð eitt megnar að vinna í hjörtum. Nafn þessarar konu var frú Kinnaird. Þessar konur, Emma Roberts og frú Kinnaird, samein- uðu síðan krafta sína um það málefni líknar og kærleika, sem þeim var báðum kært, og er nú sá félagsskapur, sem starfar um allan heim undir nafninu K. F. U. K. Hér á landi er K. F. U. K. búið að starfa í rúm 50 ár. Stofnandi þess er séra Friðrik Friðriksson 19. JÚNÍ 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.