19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 49
og er hann kunnari en svo, að meira þurfi frá honum að segja. Um tildrögin til þess, að hann, karlmaðurinn, skyldi stofna K. F. U. K. segir hann sjálfur svo frá — tekið úr afmælisriti K. F. U. K. 50 ára: „Upphaf K. F. U. K. Það var einn góðan veðurdag, að ég tók að mér eftir beiðni dómkirkjuprestsins, séra Jóhanns Þor- kelssonar, að taka einn spurnartíma fyrir hann kjá fermingarstúlkum þess vors (1899). Ég var afar feiminn við stúlkurnar og óupplits- djarfur. Ekki vissi ég, hvernig ég ætti að haga rciér í þeim hóp; það var mér eins og framandi land með ókunnugu tungumáli. Ég þræddi „kver- ^ð11 sem ég gat og þorði varla að líta upp úr því. Loks var ég búinn að hlýða yfir og hlakkaði til að komast út undir bert loft. En allt í einu stóð upp stúlka. Ég hafði oft séð hana, er ég var að fara á drengjafundi í hegning- arhúsinu. Ég vissi líka, að hún hét María og var dóttir Sigurðar fangavarðar. Hún spurði, hvort hún ttiætti spyrja um nokkuð. Ég þorði auðvitað ekki að segja nei, og svo kom allt annað en ég hafði att von á. Hún sagði: „Hvernig stendur á því, að stúlkur mega ekki koma á fundina, sem þér haldið fyrir drengina?" Mér varð ógreitt um svarið, og sagði, að það v*ri, af því að þær væru stúlkur. Það fannst henni undarlegt og spurði, hvort stúlkur mættu ekki heyra Guðs orð? „Jú, en þessir fundir eru nú eingöngu fyrir pilta“. „Já, en því stofnið þér þá ekki líka félag fyrir stúlkur?“ spurði hún. Ég kvaðst ekki sendur nema til drengja, lík- ^ega af því að þeir væru svo miklu verri en þær. María sótti ennþá á, og ég fór lengi vel undan 1 flasmingi, sagði, að karlmaður gæti ekki veitt félagi kvenna forstöðu, þær yrðu að biðja Guð að senda þeim einhverja konu trúaða, sem vildi kera sama verkið fyrir stúlkurnar eins og ég vildi gera fyrir drengina o. s. frv. Svo spurði ein önn- Ur> hvað það væri, sem gert væri á þessum fund- Urtl> sem stúlkur mættu ekki koma nærri. Ég ý*ti fundum og söngvum vorum, biblíulestri og kaenum. María lcvaðst ekki sjá, að þetta gæti ekki alveg eins átt við stúlkur eins og drengi. — Svo ^°r að síga í mig og ég hreytti seinast úr mér: >>Jæja, þér getið þá komið á laugardagskvöldið 1-9- JÚNÍ upp í ,,tugthús“ og þá skal ég halda fund með yður!“ Næsta laugardagskvöld komu þær, ég held með tölu. Það var 22. apríl. Svo hélt ég fund fyrir þær, nákvæmlega í sama formi eins og drengjafund- ina. Að loknum fundi báðu þær mig um að halda áfram. Það varð svo úr, að þær skyldu koma aft- ur næsta laugardag, og þá skyldi stofnað: „Kristi- legt stúlknafélag“, og mættu þær nú taka með sér stallsystur sínar. — Laugardaginn 29. apríl 1899 lýsti ég svo stúlkna- félagið stofnað“. Síðan hefur félagið starfað, og hefur verið unn- ið á margan hátt og hafa starfsliðir og verksvið aukizt og orðið fjölbreyttari með hverju ári, sem líður. í byrjun var starfið í því fólgið að halda fundi á hverjum fimmtudegi, kl. 8.30. Sungnir voru sálmar, og flest skiptin talaði séra Friðrik. Fundir voru haldnir uppi á lofti í Hegningar- húsinu. Engir voru þar bekkirnir eða borðin. Urðu þær félagssystur, sem næst bjuggu, því að flytja þá með sér heiman að. K. F. U. M. keypti Melstedshús 1901. Þá fékk K. F. U. K. að halda fundi sína þar. Þá hófust líka almennu samkomurnar á sunnudagskvöldum sem og enn tiðkast. 1908 var svo byggt húsið við Amt- mannsstíg, sem nú er félagsheimili bæði K. F. U. K. og M. Fyrsti formaður K. F. U. K. var frú Valgerður Briem, því næst frú Anna Thoroddsen, þá frú Guðrún Lárusdóttir og nú frú Áslaug Ágústs- dóttir. Enga þessara kvenna þarf að kynna, því þær eru allar þjóðkunnar konur — sem eytt hafa tíma sínum og starfskröftum í þágu mannúðar- og líknarstarfs. Félagsstarfinu nú í dag er skipt niður í deildir. A.D. Aðaldeild — U.D. unglingaadeild og Y.D. Yngstadeild og svo deild sumarstarfsins — Hlíð- arstúlkur. Aðaldeildin heldur fundi sína á þriðjudags- kvöldma kl. 8.30 fyrir konur eldri en 17 ára. Und- irbúning þeirra funda annast stjórn K. F. U. K. Reynt er eftir megni að vanda til þessara funda. Á þessum fundum sem öðrum í K. F. U. K. fer fram söngur, bæn og hugleiðing út frá Guðsorði. Jafnan er líka fræðandi erindi og annað þess hátt- ar, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Það má geta þess hér, að innan félagsins er ríkj- andi mikill áhugi — og því fræðsla — um kristni- 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.