19. júní


19. júní - 19.06.1953, Page 54

19. júní - 19.06.1953, Page 54
ÆSKIR þess að Menningar- og Fræðslustofnunin veiti fleiri námsstyrki frekar en að sendir séu sérfræðingar, til að örfa menntaþróun í löndum þessum. ALÞJÓÐAFÉL. TEKUR FRAM: Þar sem Aausturlanda- konur í lágtekjustéttum hafa gagnstætt systrum þeirra í Vesturlöndum mikinn tíma afgangs frá heimilisstörfum, tíma sem nú er illa varið, vegna skorts á kennslu og tæki- færum, mælir fél. með því við S. Þ. að þær með aðstoð sérstofnana sinna tækist á hendur að: a) Bæta lífskjör fólks með þvi að setja á stofn ýmis konar kennslumiðstöðvar, t. d. um meðferð barna, nýtízku barnfóstruskóla o. fl. b) Hvetja konur til að taka þátt i meiri félagsstörfum c) og þar sem tæknileg aðstoð hefur verið veitt með námsstyrkjum, t. d. tveimur eða fleirum frá sama landi, væri æskilegt að þsir ferðuðust saman, vegna þess að álit fleiri manna er meira metið en einstakl- ings, hversu hæfur sem hann kann að vera. 6. SIÐFERÐILEGT JAFNRÉTTI. /--------------------------------------------------^ 19. JÚNÍ Útgefandi: Kvenréttindafélag íslands. Útgáfustjórn: Sigríður J. Magnússon, Soffía Ingvars- dóttir, Guðlaug Narfadóttir, Guðný Helgadóttir, Halldóra B. Björnsson, Snjólaug Bruun, Svafa Þórleifsdóttir. Ritstjóri: Svafa Þórleifsdóttir. • • Auglýsingastjórar: Snjólaug Bruun, Sigríður J. Magnússon. Afgreiðsla blaðsins er í skrifstofu Kvenréttindafélags íslands, Skálholtsstig 7, Reykjavík. Sími: 81156. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. I__________________________________________________^ Alþjóðafél. lýsir ánægju sinni yfir því, að S. Þ. á Alls- herjarþinginu 1949 samþykktu Sáttmálann um að banna verzlun með fólk og einnig hagnað af saurlifnaði. ENDURTEKUR þá skoðun sína, að nauðsynlegt sé að jafnstrangar siðferðiskröfur séu gerðar til beggja kynja og HVETUR því allar þjóðir til að banna eftirlit með vænd- iskonum og tryggja það að milliganga þriðja manns í hagn- aðarskyni skoðist sem refsiverður glæpur, og að ákvæði 6. gr. sáttmálans séu tekin í lög. ALÞJÓÐAFÉL. HVETUR ennfremur ríkisstjórnir í öll- um þeim löndum, þar sem umskurður stúlkubarna et tíðkaður, að uppræta þennan sið með aukinni menntun og hverjum öðrum ráðstöfunum er tiltækilegar þykja, því þessi verknaður er ofbeldi gegn mannréttindum. ALÞJÓÐAFÉL. þakkar ítalska Senatinu fyrir að hafa samþykkt Merlin lögin um lokun vændiskvennahúsa, og einnig frv. um betri aðstöðu til að fá af frjálsum vilja lækningu við kynsjúkdómum, harmar þó að þetta frv. skuli ekki enn hafa verið samþ., því að það hefði skipað Ítalíu á bekk með þeim þjóðum, sem fremstar standa í þassum efnum. ALÞJÓÐAFÉL. HVETUR Efnahags- og Félagsmálastofn- un S. Þ. til að biðja ritara sinn að bjóða alþjóðasamtök- um að safna svörum um spurningar um stöðvun á þræla- sölu, og hagnað af saurlifnaði, sem sendar hafa verið ríkisstjórnum, og á að vera svarað fyrir 1. júlí 1953. 7. FLÓTTAFÓLK. Alþjóðafél. lítur með áhyggju á hin sorglegu örlög margra milljóna manna víðs vegar um heim, sem nú eiga að búa við hina ömurlegu tilveru flóttamannsins, þetta fólk hef- ur neyðzt til að yfirgefa heimili sín vegna ófriðarástands, ótta og bjargarleysis eða af stjórnmálaástæðum. Þegar athugað er, að flest af þessu fólki eru gamlir menn eða konur með ungbörn, sem lifa við hörmulegar aðstæður, vegna fátæktar og menntunarskorts, að sumu þessu fólki er ómögulegt að vinna fyrir sér nema í sínu föðurlandi, hvetur fél. S. Þ. að mæla kröftuglega með því við meðlimi sína, að þeir taki þetta alvarlega vandamál til athugunar og geri allt, sem í þeirra valdi stendur í sam- ræmi við 13. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar, og að til framkvæmda komi ályktun Allsherjarþingsins um að hjálpa þessu fólki heim til sin aftur, ef það æskir þess, eða styrkja það til að koma fótunum undir sig í öðru landi. 8. SÉRFRÆÐINGAR S. Þ. OG HIN RÁÐGEFANDI SAMTÖK. (Non-Governmental Organisations). ALÞJÓÐAFÉL. ÁLÍTUR að það mundi vera til mikilla bóta ef sérfræðingar þeir, sem S. Þ. senda til ýmsra landa, hefðu nána samvinnu við hin ráðgefandi félög til þess að þeir öðluðust betri skilning á vandamálum f jölskyldunnar. 9. ÁLYKTUN BORIN FRAM AF FULLTRÚUM FRÁ TRINIDAD OG TOBAGO. ALÞJÓÐAFÉL. TEKUR FRAM: Þar sem það er talið æski- legt að: a. með aukinni menntun kvenna um allan heim b. vegna hæfni þeirra til að þjóna landi sínu og sam- borgurum, sem þær hafa sýnt í verki; c. reynslu þeirra, hæfni og vilja til að takast á hendur sömu skyldur og karlmenn; d. að konur leggja fram sinn skerf í félags-, efnahags- og stjórnmálum. e. og með hliðsjón af því, að þær eru að heita má &1- gjörlega útilokaðar frá þátttöku Nýlendnanna á al- þjóðaráðstefnum, vill Alþjóðafél. benda Nýlendu- stjórnum á, hversu bráðnauðsynlegt það er fyrir hags- muni Nýlendanna, að konur þeirra séu tilkvaddai' að sitja þessar ráðstefnur. HVETUR ÞESS VEGNA Nýlendustjórnir til þess fram- vegis að boða konur á slíka fundi, hvort heldur þeir eru haldnir að þeirra tilhlutan eða annara stofnana. Skorai' á stjórnirnar að veita konum fjárstyrk til að sækja ráð- stefnur þessar í sama hlutfalli og styrkur þessi er veittui karlmönnum. 40 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.