19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 18

19. júní - 19.06.1965, Side 18
um börnum. Aftur á móti þolir tveggja ára barn, og þótt eldra sé, illa að missa móður sína burtu allan daginn, nema önnur kona annist það sem sitt barn í fjarveru móðurinnar, þannig að það fari að líta á hana sem móður sína. Vinna móður utan heimilis er heldur ekki aðeins fjarverunauðsyn frá börnunum. Ef hún þarf að bæta heimilisverkun- um ofan á langan vinnudag, er hætt við að þreyta hennar bitni á börnunum í einhverri mynd. Samfélags- og atvinnuhættir nútímans eru að breytast í það horf, að konan dregst æ meir út af heimili sinu og að störfum á almennum vinnu- markaði. Af þessum sökum eykst í sífellu þörfin á dagheimilum og leikskólum, leikvöllum með ör- uggri gæzlu og á skipulögðu eftirliti með undir- búningsnámi barna í skóiunum sjálfum En vegna þessarar almennu vinnu giftra kvenna og mæðra, er löngu orðið tímabært að ákveða sérstakan vinnu- tíma handa þeim, bæði lengd daglegs vinnutíma og þann tíma sólarhringsins, sem leyfilegt sé að láta konur og sér í lagi mæður vinna utan heim- ilis. Fyrir því er engin frambærileg ástæða, að konur skuli hlíta þeim vinnutíma, sem upphaf- lega var ákveðinn handa karlmönnum einum. — En hváð um. það aldursskeið, þegar barnið hef- ur skólagöngu? — Já, vitanlega gerast þau atvik í lífi barnsins, að það þarfnast sérstaklega þeirrar umhyggju, trausts og skilnings, sem móðirin ein er fær um að láta því í té. Skólagangan verður börnum mis- jafnlega erfið í byrjun, enda eru þau afarmisjöfn að þroska við skólaskyidu aldur. Sum falla áreynslu- laust inn í hið nýja umhverfi, eiga auðvelt með að eignast félaga og fylgja almennum reglum skól- ans. I þeim hópi eru einkum börn, sem þegar hafa vanizt að vera með öðrum börnum, t. d. í leikskól- um eða á leikvöllum. öðrum börnum getur orðið upphaf skólavistar örðugra, ef þau eru seintekin, fella sig illa við háreysti hópsins í skóla, ganga ekki í augu félaganna, eru kvíðin vegna getu sinn- ar í náminu. Við slíkar aðstæður reynir mjög á öryggiskennd og sjálfstraust barnsins. Þá leitar það aftur til móður sinnar til að fá hjá henni hand- leiðslu og endurheimta traust sitt, og það getur orðið mjög örlagaríkt fyrir barn, hvernig fyrsta reynsla þess af skólum verður. Nærfærin og gjör- hugul móðir getur átt mikilvægan hlut að því, að sú reynsla verði barninu til hvatningar og aukins þroska. Hún þarf framar öllu að hafa tíma fyrir barnið, sýna áhuga á námi þess og hlusta á frá- sagnir þess af viðburðum í skólanum. Aldrei má bregðast, að hún láti barnið finna, að hún treysti því fyllilega til að standa jafnfætis öðrum. Marg- ar mæður leggja áherzlu á það að hjálpa barni sínu með lexíur, við heimanámið, sem það á að leysa af hendi. Stundum getur það verið æskilegt, einkum meðan barnið er að venjast heimanáminu og finna, að það veldur því, en slík tilsögn er vanda- verk. Ef barnið hefur náð hæfilegum vitsmuna- og líkamsþroska til þess að sækja skólann, þarfn- ast það ekki verulegrar hjálpar við heimanámið. Um það sér kennarinn. En það þarf nærfærinn skilning og traustan stuðning af hálfu foreldra sinna, og það kemur oftast í hlut móðurinnar að veita hann. Að sjá um næði við námið og reglu- semi í öllum frágangi, sýna lifandi áhuga á námi barnsins og stæla sjálfstraust þess, að það geti eins og aðrir, þegar það mætir erfiðleikum, — þetta er sú hjálp, sem barnið þarfnast mest, þegar það er að byrja skólagöngu sína. Óþarft er að fjölyrða frekar um það, hvílíkur munur það er fyrir barnið að koma heim til móður sinnar, sem tekur glað- vær á móti því og gefur sér tóm til að hlusta á frá- sagnir þess úr skólanum og sinna öllum þörfum þess, eða barnið nær rétt að fá matarbita hjá önn- um kafinni konu, sem er að rjúka af stað í vinn- una, eða bað kemur kannske að mannlausri ibúð og verður að sjá um sig sjálft, þangað til mamma kemur heim að loknu dagsverki. Hér er um að ræða mikið vandamál þeirra mæðra, sem vinna utan heimilis síns. Það er auk þess vandi nútíma konunnar yfirleitt og sterkar likur benda til þess, að hann fari vaxandi, hver svo sem lausn hans verður að lokum. Á síðasta barnaskólaári, og nœstu tveim til þrem árum, eiga sér stað miklar breytingar í lífi barns- ins. Það þroskazt, bœði andlega og líkamlega, frá barni i ungling. Það hefur í raun og veru göngu sína út í lífið. Alls konar ný viðhorf birtast og nýir heimar, ef svo má segja, blasa við, ef ekki áður óþekktir, þá að minnsta kosti í nýju Ijósi. — Hvað segið þér um þetta tímabil i lifi barns- ins, að því er snertir fjarveru möðurinnar frá heim- ilinu, vegna starfa utan heimilis eða af öðrum or- sökum? — Um dvöl móður utan heimilis frá stálpaðri börnum og unglingum, gegnir að mínu áliti nokk- uð öðru máli. Vissulega verða umskiptin frá bernsku til unglingsára á margan hátt örðug og 16 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.