19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1965, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.1965, Qupperneq 19
Eyborg Guðmundsdóttir tistmálari Lislakonan Eyborg Guðmundsdóttir, sem gert hefur kápumyndina á þetta rit, er Vestfirðingur að ætt, fædd á Isafirði 1924. Mjög ung missti hún foreldra sína og var þá tekin í fóstur til ömmu sinnar, Guðrúnar .Tónsdóttur á Eyri í Ingólfsfirði. Eyborg stundaði skrifstofustörf hjá Búnaðarfé- lagi íslands í samfleytt 12 ár. Þá tók hún sig upp og fór til Parisar til myndlistanáms og lét inn- rita sig á myndlistaskóla, en ílendist þar ekki. Hún hafði þá þegar tekið ákvörðun um hvaða lista- stefnu hún ætlaði að velja sér, sem sé: hin geo- metriska list. Eyborg telur sig hafa lært einna mest á því að heimsækja vinnustofur þekktra mál- ara eins og þeirra Vasarely’s og Folmer’s, sem báðir eru frægir listamenn. Eftir að Evborg kom til Parísar, tók hún þegar til starfa og málaði upp á sitt eindæmi. Vöktu myndir hennar fljótt athygli, svo að ekki leið á löngu þar til henni var boðin þátttaka í samsýn- ingu með „Groupe Mesure“ í Listasafninu í Ren- nes. Það var árið 1960 og er Eyborg meðlimur þess félags, sem er hópur listamanna. Sýndi hún og með þeim bæði í Frakklandi og Þýzkalandi, ennfremur sýndi hún með „Salon des Realités Nouvelles“ í París og „Formes Actuelles“, í „Grande Palais“ í Paris og St. Quentin á árinu 1964 og þá einnig í „Selection Salon des Réalités“ i Relgíu, í „Salon d’art Sacré“ í París og Royan, og á 5. Salon International í Juvisy. Alls staðar hlaut hún góða dóma. Eyborg ferðaðist víða um lönd, m. a. til Ítalíu, Austurrikis, Þýzkalands, Eng- lands, Sviss, Spánar og Norðurlanda til þess að kynnast hvers konar listsköpun þessara þjóða og þá ekki síður í byggingarlist. I febrúarmánuði s. 1. hélt Eyborg sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins á 35 Framhald á bls. 24. áreynslumikil, og meira reynir þá á geðrænt jafn- vægi þess en áður, um nokkurt skeið. Að þessu leyti þarfnast barnið skilnings og leitar trausts hjá foreldrum sínum. Þeir þurfa þvi að hafa bæði áhuga og tima til þess að fylgjast vel með barn- inu, námi þess, áhugamálum og félögum. En þarfir unglingsins á þessu skeiði eru að ýmsu leyti aðrar en barnsins ungs, og móðirin er kannske ekki alltaf fær um að fullnægja þeim. Ungu barni nægir hið örugga athvarf, sem það nýtur hjá móður sinni. 1 augum þess er hún óskeikul og alvöld. Ungling- urinn aftur á móti er gagnrýninn á allt og alla, einnig á móður sína, og ef athafnasvið hennar ein- skorðast við dagleg heimilisstörf og sjónhringur hennar er ekki víðari en sem því svarar, þá eru miklar likur til, að hún megni ekki alltaf að skilja vandamál unglingsins, sem einnig er að vaxa inn í samfélagið og atvinnulífið, og að hana skorti til þess meðal annars reynslu af samfélaginu og hinu al- menna atvinnulífi. Líf hennar verður sjálfsagt ekki auðveldara við það, að hún vinni utan heimilis, en það verður auðugra, starfið ber hressandi blæ inn í líf hennar og gerir hana, ef vel tekst til, frjáls- legri og óháðari. Við allt þetta vex hún að reynslu og persónuþroska og hefur þess vegna af meiru að miðla börnum sínum á unglingsaldri. Það full- nægir ekki hverri konu að standa við matseld og ræstingu og bíða þess, að börnin komi heim úr skóla; samt virðist þessi takmörkun á frjálsræði móðurinnar óhjákvæmileg um nokkurn hluta æv- innar. En þegar börnin stálpast, einkum meðan þau eru á hinu rólega og farsæla aldursskeiði — átta til ellefu ára — raunsæisskeiðinu svokallaða — þá má móðirin vel byrja með hálfs dags vinnu utan heimilis, ef heilsa hennar og aðrar ástæður eru góðar. Við það mun hún öðlast r"'ynslu og þroska, sem kemur henni að haldi gagnvart börnum sín- um á unglingsaldri. Hitt þarf naumast að taka fram, að langur vinnudagur móður utan heimilis. er hættulegur, ba:ði henni og börnum hennar. I honum spírar oft sú upplausn, sem síðar megnar að sundra foreldraheimilinu. R. J. 1 9. JÚNÍ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.