19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 26

19. júní - 19.06.1965, Side 26
BROSTNIR HLEKKIR Lovísa Fjelflsted var fædd 8 júní 1885 í Heykja- vík, dáin 7. nóvember 1964 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ágúst Þörsteinsson kaupmaður í Reykjavík og kona hans, Katrín Þorsteinsdóttir. Lovísa Fjeldsted hlaut góða menntun og annað- ist á unga aldri skrifstofustörf í Thomsens Maga- sini og hjá Garðari stórkaupmanni í Leith. Flún giftist árið 1912 Lárusi Fjeldsted málaflutn- ingsmanni, seinna hæstaréttarlögmanni, og hjuggu þau hjón um árabil að Tjarnargötu 33. Lovísa Fjeldsted var allmörg ár í stjórn K.R.F.I. og starfaði bar af lipurð og alúð eins og hennar var háttur. Einnig var hún kosin í nefnd þá, er lagði drög að skipulagsskrá Menningar- og minningar- sjóðs kvenna. Var hún kjörin heiðursfélagi K.R.F.I. Þau hjón voru mjög sainrýmd og samhent, svo til fyrirmyndar var. Gestrisni hennar var við- brugðið og naut sin á hinu rausnarlega heimili þeirra hjóna, er stóð ætíð onið öllum vinum þeirra og þar leið öllum vel. Andlát þeirra hjóna bar upp á sama daginn, hún andaðist um morguninn, en hann um kvöldið. — Samferða urðu þau síðasta spölinn. Blessuö sé minningin. Guðrún Þorgeirsdóttir var fædd 16. okt. 1895 að Löngumýri á Skeiðum, dáin 14. marz 1965 í Hún þuldi með sjálfri sér þessa fornu bæn og rýndi um leið fast á hinar yfirnáttúrlegu þústur, sem reikuðu þarna niðri. — Loksins fóru þær að færast nær og nær. Konan þuldi sem ákafast. „Rrothœtt gler og bólan þunna brotna snart og hjaðna hunna — Nú nálguðust hin ójarðnesku skref — — allt inn í birtuna frá ljósinu í kofanum. Þá sást hvað þetta var. Óttinn hvarf út í veður og vind. Konan varð hvumsa við og steinhætti bænalestrinum. Æ, þetta voru þá rollurnar hans Jóakims á beit í fjöruþaranum! 24 Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir frá Langholti í Hrunamannahreppi og Þorgeir Árnason á Löngumýri. Guðrún Þorgeirsdóttir tók virkan þátt í félags- störfum kvenna hér í bæ, bæði hjá K.R.F.I. og þó sérstaklega hjá verkakvennafélaginu Framsókn. — Átti hún sæti í stjórn þess félags um árabil. Hún vann að ýmsum störfum en mest og lengst við kirkjugarðinn við Suðurgötu, og var þar umsjónar- kona á seinni árum. Vann hún öll þau störf, sem hún tók að sér af samvizkusemi og trúmennsku. Blessuð sé minning hennar. Steinunn Jóhannesdóttir var fædd 18. júli 1894, dáin 10. okt. 1964 í Reykjavík. Steinunn Jóhannesdóttir fylgdist vel með þjóð- félagsmálum og tók mikinn þátt í félagsmálum. Hún var áhugasöm bindindiskona og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í Góðtemplarareglunni. Hún átti lika sæti i áfengisvarnarnefnd um árabil. — Steinunn var í verkakvennafélaginu Einingu á Akureyri og var m. a. fulltrúi þess félags á þing- um Alþýðusambands íslands. Vann hún að öllum störfum með festu og einurð. Blessuð sé minning hennar. Eyborg Guömundsdóttir Frh. af bls. 17. olíumyndum, teikningum og klippmyndum. — I marzmánuði var henni boðin þátttaka í samsýn- ingu „Réalities Nouvelles“ í París, sem er stærsta árssýningin þar. Og í apríl á alþjóðamálverkasýn- ingu í listasafninu í París. I júnímánuði tekur hún þátt í sýningu með „Mesure“-hópnum í Strass- borg. Flugmynd Eyborgar er að komast í samvinnu við bvggingarlistamenn um ýmiskonar skreyting- ar á byggingum utan og innan, því að hún álítur að þessar tvær listgreinar eigi samleið og ættu að geta myndað með sér samstarf. Á þann hátt geti listin komið að meiri notum fyrir almenning, en þegar hún er lokuð inni á söfnum eða heimilum. Ösk Eyborgar er sú, að eiga þess kost að vinna að listskönun sinni hér heima á Islandi. Megi henni verða að þeirri ósk sinni og að íslenzk þjóð íái notið listar hennar. S. E. 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.