19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 30

19. júní - 19.06.1965, Side 30
Þegar ég hitti Vigdísi Torfadóttur fyrir skömmu, barst talið að kaupgjaldsmálum, og hvernig konur ennþá væru afskiptar, hvernig alltaf er hægt að finna réttlætingu eða ástæðu til þess að launa konur minna en karla, jafnvel þótt lög skipi fyrir um sömu laun, fyrir sömu vinnu, eins og hjá opin- berum starfsmönnum til dæmis. .Tá, því var það þegar fjallað var um jafnlauna- frumvarpið á Alþingi, þá kom í Ijós að stúlkurn- ar, sem unnu í fatageymslu Alþingis, voru jafn hátt launaðar og sendlarnir, 11—12 ára drengir. Þair gera ekki verkfall? Nei, nei, það þurfti ekki, þetta var leiðrétt. Annars hef ég líklega gert fyrsta verkfallið í Reykjavík, segir Vigdís. — Þú gert fyrsta verkfallið, hvernig dettur þér það í hug? Það var svoleiðis, að árið 1900 byrjaði ég að læra klæðasaum, eins og þá var kallað. Það var hjá Andersen & Sön, í Aðalstræti 16. Við byrjuð- um tvær samtímis. Námið átti að standa sex mán- uði, og var ekkert kaup greitt á meðan. Margar stúlkur hættu að námi loknu og notuðu þekkingu sína eingöngu til fatasauma á heimilisfólk sitt eða tóku að sér saumaskap i húsum. Mér var boðin staða hjá fyrirtækinu þegar að námi loknu. Þetta var allt fínn saumur og vönduð vinna, kjólföt, lafa- frakkar og yfirleitt fín föt og vönduð. Ég tók þessari vinnu, og eins gerði stúlkan, sem lært hafði með mér. Mánaðarkaup fyrir byrjend- athugavert við að láta ung og stálpuð börn sin horfa á það kvöld eftir kvöld. Yfirleitt fagna konur þessum nýju barnaverndar- lögum, sem að okkar áliti eru stórbætt frá þeim fyrri. Petrína Jakobsson. ur, þó lærðar væru, var 15 kr. á mánuði. Þótti okkur það lítið eftir að sex mánaða námi algjörlega kaup- lausu var þó lokið, því að maður var farinn að vinna alla fína vinnu, eftir sex mánuðina. Við tókum því samt, og eftir annan mánuð var kaupið svo hækkað í 20 kr. Þá vorum við ánægðar. Það þótti mjög sæmilegt kaup. Vinnutiminn var lögboðinn frá kl. 8 að morgni til kl. 8 að kvöldi, en þó alltaf ótakmarkaður timi, ef mikið var að gera og einhverju þurfti að ljúka. Aukavinna var aldrei greidd, þótt unnið væri langt fram á kvöld. Það þekktust ekki aukavinnu- greiðslur. Við þóttumst vera orðnar grónar í starfinu, þeg- ar kom að kaupgreiðslu þriðja mánuðinn. En viti menn, þá er kaupið aðeins 18 krónur. Við urðum alveg undrandi, tvær krónur af tuttugu króna kaupi var ekki lítið, 1/10 af kaupinu. Við komum okkur þvi saman um, að hætta að vinna, fyrst at- vinnurekandanum fannst hann tapa á því að hafa okkur, eins og dæma mátti eftir þessu. Og þá var bezt að hætta. Við ákváðum því að fara ekki til vinnu næsta dag, fyrst kaupið hefði verið lækkað svona á okkur. — Næsta morgun svaf ég vært fram eftir morgni vestur í Hlíðarhúsum og eins gerði hin heima hjá sér. Þegar komið var fram á dag, kom maður frá verkstæðinu hlaupandi vestur eftir. Það var skilið, svo að fjarvistir beggja myndu ekki vera veikindi, heldur bjargföst ákvörðun okkar að virina ekkert framar hjá fyrirtækinu, þar sem kaupið hafði verið lækkað. Sendimaðurinn bað mig blessaða að koma aftur til vinnu. Frá húsbóndanum bar hann þau boð, að við skyldum fá 20 krónur á mánuði eins 28 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.