19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 35

19. júní - 19.06.1965, Side 35
Álagahamurinn fellur. Ég geng um gamlar slóðir, hlusta á lækjarnið í fjarska. Fjallið grætur af gleði. Lindir kliða í hlíðum. Þangað vil ég fara, en leiðin er brött og hægt miðar. Hátt gnæfa klettabeltin eins og dökkur veggur. Steinar á stangli í brekku, jarðgrónir, mosavaxnir. Ég tylli mér og blæs mæðinni. liýkur úr grænum mosanum. Augu leita j'fir dalinn, svipast um hæðir og hálsa. Klaki enn í giljum, fannir í lautum, slitrur af fjötrum vetrar. Hér er frelsi, loftið tært og svalt. Móðir náttúra bregður blundi og rís af vetrardvala. Álagahamurinn fellur. Brjóst hennar bifast. Hún slítur siðasta fjötur. Þá lifnar allt og syngur henni lofsöng, syngur lofsöng lífinu og henni.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.