19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1965, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1965, Qupperneq 37
lenzk lög. Fór fylkingin um Lækjargötu, Austur- stræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og inn á Aust- urvöll og staðnæmdist þar. Þaðan gekk svo sendi- nefndin, sem færa átti Alþingi ávarpið inn í þing- húsið. Sátu þar forseti sameinaðs þings og ráð- herra í sætum sínum, en þingmenn allir stóðu i kring. Þingið tók á móti nefndinni í Neðri deildar- salnum. Stóðu nefndarkonurnar á miðju gólfi, er fröken Ingibjörg H. Bjarnason las upp skraut- ritað ávarp til þingsins, sem var í mjög vönduðu skrautlegu skinnhulstri. Forseti þakkaði ávarpið með stuttri ræðu og sömuleiðis ráðherra. Síðast bað séra Sigurður Gunnarsson konur lengi lifa og tók allur þingheimur undir það með ferföldu húrra. Þegar nefndin kom út úr þinghúsinu, söng söng- flokkur kvenna kvæðið Kvennaslagur eftir Guð- mund Magnússon. Þá las Ingibjörg H. Bjarnason símskeyti, sem sent var frá fundinum til konungs og ávarpið til alþingis, sem hér fara á eftir. Ávarp til konungs og drottningar: Vér íslenzkar konur, samankomnar á fundi i Reykjavík, samtímis og Alþingi Islands kemur saman fyrsta sinni eftir að hin nýja stjórnarskrá vor hefur öðlazt staðfestingu yðar hátignar, send- um yðar bátign og drottningunni allra þegnsam- legast kveðju og vottum yðar hátign þakklæti og gleði margra þúsund íslenzkra kvenna yfir þeim fullu pólitísku réttindum, sem stjórnarskráin veitir oss, sem vér vonum og óskum að megi verða til heilla fyrir fósturjörð vora. Fyrir hönd kvennafundarins í Reykjavík, 7. júli 1915: Bríet Ásmundsson. Ingibjörg H. Bjarnason. Kristín V. Jakobsson. Þórunn Jónasson. Elín Stephensen. Ávarp kvenna til Alþingis: „Á þessum mikilvægu tímamótum, þegar hið háa Alþingi kemur saman i fyrsta sinn eftir að islenzkar konur hafa með nýjum stjórnarskrár- breytingum öðlast full stjórnmálaleg réttindi, þá hafa konur Reykjavíkurbæjar óskað að votta hinu háa Alþingi og ha;stvirtum ráðhei’ra vorum gleði vora og þakklæti fyrir þau mikilsverðu réttindi, sem stjórnarskráin veitir íslenzkum konum. Vér könnumst fyllilega við það frjálslyndi og réttlæti, sem hið háa Alþingi hefur sýnt í mörgum og mikilsverðum réttarbótum nú á síðari árum, ís- lenzkum konum til handa, sem jafnan hafa verið samþykktar af meiri hluta allra hinna pólitísku flokka þingsins. Vér vitum vel að auknum réttindum fylgja auknar skyldur. En vér tökum móti hvorutveggja með gleði. Vér vitum og skiljum að kosningar- réttur til Alþingis og kjörgengis er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúu.m því að fósturjörðin — stóra heimilið vor allra — þarfnist starfskrafta aíls heimilisfólks- ins og vér trúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar eins og á einkaheimilum. Vér vonum einlæglega að hin nýja samvinna vor með bræðrum vorum á komandi timum í landsmálum verði þjóðinni til heilla.“ Þá hélt frú Briet Bjarnhéðinsdóttir ræðu og rakti í stórum dráttum sögu kvenréttindamáls- ins frá þvi fyrst var um það ritað i Fjallkonunni, 1. tölubl. 2. árg. 1885 undir fyrirsögninni: Kven- frelsi. Þar sem sýnt er fram á hinn mikla mis- mun á meðferð karla og kvenna í þjóðfélaginu, einkum hvað snertir réttleysi, menntunarleysi, ánauð og lágt kaupgjald kvenna, ill meðferð á vinnukonum, t. d. með eyrarvinnu og laugarferð- um, sem ritstjóri Fjallkonunnar (Valdimar Ás- mundsson) telur að megi linna, enda ekki til bóta þótt Reykvíkingar komi upp þrælastétt í landinu eða nýrri kynslóð af hálfvitum.“ Á Aljúngi 1893, þeg ar farið var að ræða um há- skóla hér, gerðist það að nokkrir þingmenn skutu saman dálitilli fjárupphæð í háskólasjóð og frá þeim barst sú hugmynd svo til allrar þjóðarinnar, bæði kvenna og karla, og þá fóru konur að ranka við sér. Kona Jóns Péturssonar háyfirdómara, Sig- þrúður Friðriksdóttir, og Þorbjörg Sveinsdóttir, systir Benedikts Sveinssonar alþingismanns, voru báðar þessu máli fylgjandi og tóku sig saman um að efna til tombólu til ágóða fyrir háskólasjóð. Varð þetta svo byrjunin að stofnun Hins íslenzka kvenfélags. Þessi tombóla heppnaðist svo vel að hreinn ágóði varð kr. 1.900.00. Seinna var samt tilgangi þessarar fjáröflunar breytt og ákveðið að þetta skyldi verða byrjun að styrktarsjóði handa fátækum kvenstúdentum við hinn væntanlega há- skóla. (1915, var sjóður þessi orðinn kr. 4.000,00 Upp úr þessum félagsskap óx svo hin fyrsta 1 9. JÚNÍ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.