19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 10
eiga ekki í aðra verzlun að venda. En fleiri byggja heiminn en börn og umbótamenn. Þar er krökkt af fullorðnu fólki, sem þegar hefur gert sín sjónarmiða- innkaup og hefur enga löngun til að skila vöru, sem það keypti í góðri trú og hefur lært að bjargast þokkalega við. Umbóta- menn hafa sjaldnast tækifæri til að gleyma tilveru þessa fólks, en þeir ganga í sífelldri hættu á að gleyma tilverurétti þess. Að laga sig eftir þjóðfélags- breytingum kostar sársauka og fyrirhöfn, stundum jafnvel hjá þeim, sem fyrir breytingum berjast. Því nær sem breytingin gengur sjálfsmynd manna, hug- myndum þeirra um tilgang sinn og gildi, stað sinn meðal ann- arra manna, því meiri er fyrir- höfnin og því dýpri sársaukinn og því fleiri hin ósjálfráðu við- brögð til vamar. 1 félagsmenn- ingu okkar eru hugmyndir um manngildi svo nátengdar hug- myndum um kyneðli og kyn- hlutverk, að fræðimenn hafa fjarstæðulaust getað kennt, að alla röskun á eðlilegum persónu- þroska megi rekja til röskunar á eðlilegum kynferli. Á mæli- kvarða fyrirhafnar og sársauka er því ekki um neina smámuni að ræða, þegar taka á til endur- skoðunar þá hlutverkaskiptingu kynjanna, sem við eigum að venjast og fjöldinn allur — með réttu eða röngu, en hvorki að ástæðulausu né af öfugugga- hætti — telur sjálfsagða og eðli- lega, kann á og hefur lært að bjargast við. Það vill svo til, að eg er þeim sammála, sem telja að þörfin á slíkri endurskoðun liggi í augum uppi og að við eigum í þessum efnum kost á óumdeilanlega gæfuvænlegri lifnaðar- og starfsháttum en okkur eru nú tamir. Það vill svo til, segi eg, því að i félags- legum efnum er það venjulega tilviljun, hversu mikið við sjá- um af því, sem er óumdeilanlegt eða liggur í augum uppi. Við vitum engin takmörk fyr- ir því, á hve margan hátt er hægt að búa sér mannsæmandi og hamingjusamt líf. Við vitum ekki á hve marga vegu kynin gætu unnið saman og skipt með sér verkum svo að vel mætti við una. Hitt vitum við, ef vel vill til, að verkaskipting þeirra nú og sú margvíslega mismunun og reynslusvipting á báða bóga, sem henni fylgir, eru hvorki í samræmi við hugmyndir okkar um mannlegan rétt né við beztu þekkingu okkar um mannlegar þarfir. Baráttan fyrir breytingu á samvinnuháttum og verka- skiptingu karla og kvenna er barátta fyrir mannréttindum og mannúð. Og það er mannrétt- inda- og mannúðarmál, að hafð- ur sé í minni sársaukinn, sem fylgir missi fastra punkta — kannske ekki sízt ímyndaðra fastra punkta — í tilverunni. Það er auðvitað líka pólitísk nauðsyn: í pólitík er það gagns- laus dygð að hafa einn á réttu að standa. Jöhann S. Hannesson. Ef það er vanrækt á konan sökina Vigdís Jónsdóttir 1 samfélagi, þar sem allar konur iðka handavinnu, er sú kona, sem ekki kann að halda á nál, litin hornauga, eins þótt af- koma hennar byggist á öðru. Engum karlmanni er legið á hálsi fyrir að annast ekki ræst- ingu á sameiginlegu húsnæði hjóna, ef það er vanrækt, á konan sökina, eins þótt bæði vinni svipuð störf jafn langan vinnudag. Einstaklingum hvers samfé- lags eru frá fæðingu ætluð hlut- verk, sem þeir taka að erfðum, oft án þess að spyrja, hver rök iiggi til að hlutverkum sé svo skipað. Áður fyrr uxu upp marg- ar vinnukonur á Islandi, nú er því lokið. Þess í stað vaxa nú upp eiginkonur og hafa tekið við hlutverki vinnukvenna. Heimilisþjónar þekktust hér ekki, nema af lestri erlendra skáldverka, er því ekki von, að þeir eigi arftaka hjá okkur. Ef ætlazt er til, að konur og karlar sinni sams konar verk- efnum í þjóðféiaginu og öllum standi til boða svipað val um 8 19. Jtjní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.