19. júní


19. júní - 19.06.1971, Side 27

19. júní - 19.06.1971, Side 27
StarfsliO KrabbameinsleitarstöSvar B í uppliafi, lœknar, hjúkrunarkonur og rannsóknarstúlkur: Helga Þórarinsdóttir, Alma Þórarinsson, Ölafur Jensson, Valgeröur Bergsdóttir, Hertlia Jónsdóttir og Guörún Broddadóttir. Frumusýni er tekið með tréspaða bæði af leg- hálsinum og einnig efst úr leggöngum. Sýnið er samstundis strokið á gler, hert, síðan litað og skoðað í smásjá. Að lokum fer fram almenn rann- sókn á kynfærum kvenna, þreifing og skoðun. Þessi rannsókn er algjörlega sársaukalaus. Hvað viltu segja um niðurstöður frumugrein- ingar? Rannsóknaraðferð þessi er talsvert nákvæm, og með henni má finna um 90% tilfella af krabbameini í leghálsi. Aðferðin er hins vegar ekki eins nákvæm, þegar um krabbamein í leg- bol er að ræða. Þegar þessari rannsóknaraðferð er beitt, finnst meinið oftast, áður en það fer að valda einkennum, og er það að sjálfsögðu æski- legast. Samt sem áður er einnig mikilvægt að greina krabbamein, eftir að sjúkdómseinkenni eru komin fram. Yfirumsjón með frumugrein- ingu hefur Ölafur Jensson, læknir. Sláptir ekki miklu máli_, að brugðizt sé fljótt við, ef vart verður krábbameins? Með því að greina staðbundið krabbamein og sjá um með viðeigandi meðferð og eftirliti, að það sé læknað, er reynt að koma í veg fyrir, að staðbundið krabbamein verði ífarandi. Því fyrr sem meðferð er hafin, þeim mun meiri líkui' ei’u á fullkominni lækningu. Hafa konur brugðizt vel við þeim bréfum, sem þeim hafa verið send? Aðsókn hefur verið ágæt, sérstaklega úti á landi, þar sem mæting hefur verið allt að 90%. Rannsakaðar hafa verið í fyrsta skipti á 6 ái’um 29.710 konur í aldursflokknum 25—64 ára eða 77% af heildai’fjölda þessara árganga, 35% hafa verið rannsakaðar í annað skipti og 10% i þriðja skipti. Einnig hafa nokkur hundi’- uð konur utan þessara aldursflokka komið í rann- sókn til stöðvarinar. Alls höfum við skoðað 53.000 frumusýni. Hefur fundizt krábbamein hjá mörgum konum, sem rannsákaðar hafa verið? Legkrabbamein er tiltölulega sjaldgæfara hér á landi en víðast annai’s staðar. Hins vegar hafa nýlegar athuganir leitt í Ijós, að sjúkdómstilfell- um fer stöðugt fjölgandi. Þessi ár hafa fundizt 224 tilfelli af staðbundnu krabbameini í leghálsi 19. JÚNÍ 25

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.