19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 39

19. júní - 19.06.1971, Page 39
Inga heitir dúkkan mín „Aldrei ert þú óþæg eða löt eða ómyndarleg, aldrei rífst þú í aumingja mömmu . . . . á mamma kannski að færa þig í nýjan kjól .... nei, nei, þú ert ekki óhrein, þú óhreinkar þig aldrei .... sjáðu, er þessi ekki fínn? . . . . Ekki vilt þú vera i óhreinum gallabuxum allan daginn og með hárið niðri í augum. Nú skal mamma punta litlu stúlkuna sína og þá verður allt eins og í gamla daga, þegar mamma fór út með þig og allir sögðu: en hvað dúkkan þín er fin .... Og svo spurðu sumir: Og hvað heitir nú dúkkan þín? Og þá sagði mamma .... hvað sagði mamma þá? Já, Inga, sagði mamma þá, Inga heitir dúkkan mín.“ Kunningi I: Það veit hamingjan, að ekki vildi ég þurfa að ala upp dóttur á þessum síðustu og verstu tímum. Áður en maður veit af, eru þær búnar að demba króga í kjöltu manns og maður situr þarna bundin í báða skó. Nei, þá er nú þrátt fyrir allt betra að eiga eintóma stráka. Móðir Ingu: Hún átti þetta með strák. Móðir Ingu: Hún vill endilega ljúka stúdentsprófinu . . . ég reyni að létta svolítið undir með henni með litla kút. Kunningi I: Já, mér finnst nú sjálfsagt að létta undir með þeim með- an þær eru að lœra ... Kunningi II: ... en hitt skil ég ekki, þegar konur láta binda sig yfir barnabörnunum ár og síð ... Kunningi III: ... bara til þess að mæðurnar geti verið á einhverju renneríi á vinnustaði af eintómri peningagræðgi .. . Kunningi IV: ... og nenna ekki sjálfar að hugsa um börnin sín. Móðir Ingu: Hún ætlar að byrja í banka í haust. Kunningjar: ? ? ? ? ? Móðir Ingu: Meðan lutnn er að ljúka viðskiptafræðinni. Kunningjar: Já, svoleiðis! Auðvitað! MeSan hann er að lœra 19. JÚNÍ 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.