19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 42
Eð!i§læg
atvinnugreiii?
Það vakti nokkra furðu í vetur, þegar komið
var í Lindarbæ til að sjá leikrit Svövu Jakobs-
dóttur, Hvað er í blýhólknum?, að þar voru fyr-
ir menn, sem réttu leikhúsgestum blað með spurn-
ingum og óskuðu svara.
Hér voru á ferðinni ungir menn úr þjóðfélags-
fræðideild Háskóla íslands að vinna að því í
sambandi við námsgrein sína að kanna, hver sá
hópur væri, sem kæmi til að sjá leikritið, svo og
að kanna hug leikhúsgesta til ýmissa mála.
19. júní fannst þarna um forvitnilega könnun
að ræða og fór þess á leit, að fá að kynnast
svörum við níundu spurningu, sem hljóðaði svor
Teljið þér, að konum sé fremur en körlum eðlis-
lægt að stunda heimilisstörf?
Þeir ungu menn, Eiríkur Brynjólfsson, Jón
Kristjánsson og Pétur Þorsteinsson, hafa góðfús-
lega leyft 19. júní að skyggnast i það, sem könn-
un á þessari spurningu leiddi í Ijós.
Menn brugðust vel við könnuninni í heild, og
yfir 90% áhorfenda skiluðu svörum. Þessi sér-
staka spurning kom og vel til skila og 95% af
þátttakendum létu í té svör við henni.
Konur voru venju fremur margar í hlutfalli
við karia á þessum sýningum eða tveir af hverj-
um þrem. Annars hefur Þorbjörn Broddason,
lektor, kannað skiptingu leikhúsgesta í Reykja-
vík, og eru konur þar frekar í meiri hluta, ólíkt
því, sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Það, að
konur sóttu þetta leikrit óvenjumikið, stafar trú-
lega af því, að efni þess fjallar um stöðu kon-
unnar í þjóðfélaginu.
Margt athyglisvert kemur fram, þegar rýnt er
í úrslit könnunarinar gagnvart þessari sérstöku
spurningu. Þó er það, sem ánægjulegasta undrun
vekur, að ríflega helmingur allra þátttakenda tel-
ur konum ekki eðlislægara að vera við heimilis-
störf en körlum. Tel ég, að þarna sé um hugar-
farsbreytingu að ræða og fullyrði, að slíka út-
komu hefði vart verið hægt að fá fyrir svo sem
tug ára. Við, sem teljum okkur vinna að aukn-
um skilningi á því, að hæfileikar kvenna njóti
sín sums staðar betur en á þröngu sviði heim-
ilisins, megum vel við una, því hér stefnir hugur
fólks í rétta átt.
Sé litið á svör kvenna, eru þær í heild fleiri,
sem telja konum ekki eðlislægara en körlum að
vinna hússtörf, og hallast enn fleiri ógiftar en
giftar á þá sveif. Er talið líklegt, að í ógifta hópn-
um séu flestar þær ungu og er þá vel, því að
þeirra er framtíðin.
Það er ef til vill ekki nema eðliiegt, að karl-
menn stríði enn „gegn straumi aldar“. Þeir eru
aðeins fleiri, sem telja eldhússtörfin konum eðlis-
lægari en körlum.
Eftir stöðuhópum eru úrslit þau, að í hæsta
tekjuflokki eru fleiri, sem svara jái en neii og
sama er að segja um húsmæður. Ætli það væri
fjarri lagi að álykta, að í tekjuháu flokkunum
séu fleiri karlmenn en konur og að húsmæður
séu bundnar uppeldi og vana.
Af stöðuhópum er það athyglisverðast, að
nemendur, sem taldir eru fullur fjórðungur svar-
enda, eru tveir af hverjum þremur, sem telja
konum hússtörfin ekki eðlislægari. Ennfremur
eru nokkuð skörp skil milli aldursflokka. Fólk
innan við þrítugt neitar þvi, að tveim þriðju, að
konunnar hlutverk sé heima, um þrítugt hallar
á hina sveifina, og eftir fimmtugt eru menn fast-
ari í sinni barnatrú um hlutverk kvenna.
Ég vil þakka þessum ungu mönnum fyrir
skemmtilega og nýstárlega könnun og tel hana
gefa betri raun en búast mætti við. En við, sem
neitum því, að hneigð og hæfileikar til starfa
séu bundin við kyn, megum segja með skáldinu:
,,Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu
á framtíðar vegi“.
V. B.
40
19. Jtjní