19. júní


19. júní - 19.06.1973, Page 6

19. júní - 19.06.1973, Page 6
KONUR OG BÖRN I SAMFÉLAGI NÚTÍMANS Æskilegt íjölskyldulíf A. Fjölskylda samkvæmt skil- greiningu Húsnæðismálastofn- unar ríkisins er: Hjón með börn, foreldrar og ef til vill af- ar og ömmur, ef sérstaklega stendur á. B. Fjölskylda samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er: Foreldrar og börn þeirra, húsráðendur og afkomendur þeirra, systkini og skyldulið þeirra (skvldulið samkv. sömu bók: fólk, sem einhverjum ber skylda til að framfæra og sjá fyrir) — venzlafólk, skyldmenni. Fjölskylda og fjölskyldulíf er sennilega fyrir flestum eitthvað, sem kemur af sjálfu sér og er vana- bundið, — eitthvað, sem fólk hugs- ar ekki um eða stokkar upp nema í fáum tilvikum. Ytri kringumstæður sníða fjöl- skyldunni stakk og setja lífi henn- ar skorður. Ytri aðstæður eða ramminn, sem fjölskyldan fellur inn í, er þjóðfélagið og uppbygg- ing þess. Þau þjóðfélög, sem við hér á Vesturlöndum þekkjum, hafa fjölskylduna að grunn- mynztri, en máttarstoðir þeirra eru atvinnuvegirnir. Ef breyting verður á atvinnulífi þjóðar, svo að nokkru nemi, haggast ytri umbún- aður heimilanna, og þá um leið líkur á, að járnin standi á venju- bundnu fjölskyldulífi, og aðlögun- ar verður þörf. 1 okkar íslenzka þjóðfélagi hafa orðið svo róttækar breytingar, að tæplega þarf um að fjalla -—- þær liggja í augum uppi. tJr miðalda- þjóðfélagi, þar sem landbúnaður og nýting landgæða var undirstaða fvrir afkomu fólks og hvert heim- ili heild út af fyrir sig, svo næg sér, að við lá, að þau hverfðust um sjálf sig, og þurftu aðeins á takmörkuðum tengslum við önn- ur heimili að halda, höfum við kastazt áleiðis inn í tæknivætt nú- tímasamfélag, þar sem beinn af- rakstur landsins er aðeins ein for- senda af mörgum fyrir fjölgun þjóðarinnar. Það gefur auga leið, að slík um- bylting í atvinnuháttum hlýtur að gjörbreyta aðstæðum heimilanna, en samkvæmt orðabókinni góðu er heimili: Bústaður (með tilheyr- andi húsgögnum og áhöldum) til einkaafnota manns (fjölskyldu) að staðaldri. f bændaþjóðfélaginu var heimil- ið undirstaða hráefnaöflunar, og úrvinnsla þeirra eitt af aðalverk- efnum heimilisfólks — fjölskyld- unnar. En í iðnvædda þjóðfélaginu hafa þessi verkefni flutzt út af heimilunum — sömuleiðis fræðslumálin og heilbrigðisþjón- ustan. Fata- og matvælaiðnaður standa eftir í mjög litlum mæli og þá nær eingöngu úr aðfengnum hráefnum. f ljósi þessara staðreynda, blasir við, að á grundvelli verkaskipting- ar hlýtur meginverkefni nútíma- fólks að Aæra tekjuöflun til þess að standa straum af aðkeyptum nauð- synjum. En er þá heimilið og fjölskyldan svipt hlutverki sinu? í 66. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: „Heimilið er friðheilagt“. Er ekki þarna drepið á mikilvægan þátt í þróun heimilisins? Þátt, sem ekki verður frá því tekinn. Það er innan vébanda fjölskyldunnar, sem við sitjum í griðum. Við verðurn að sækja út af heim- ilinu inn í þjóðfélagið. Þeir full- vöxnu til að afla fjölskyldunni rekstrarfjár, og börn og unglingar 4 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.