19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 6

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 6
KONUR OG BÖRN I SAMFÉLAGI NÚTÍMANS Æskilegt íjölskyldulíf A. Fjölskylda samkvæmt skil- greiningu Húsnæðismálastofn- unar ríkisins er: Hjón með börn, foreldrar og ef til vill af- ar og ömmur, ef sérstaklega stendur á. B. Fjölskylda samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er: Foreldrar og börn þeirra, húsráðendur og afkomendur þeirra, systkini og skyldulið þeirra (skvldulið samkv. sömu bók: fólk, sem einhverjum ber skylda til að framfæra og sjá fyrir) — venzlafólk, skyldmenni. Fjölskylda og fjölskyldulíf er sennilega fyrir flestum eitthvað, sem kemur af sjálfu sér og er vana- bundið, — eitthvað, sem fólk hugs- ar ekki um eða stokkar upp nema í fáum tilvikum. Ytri kringumstæður sníða fjöl- skyldunni stakk og setja lífi henn- ar skorður. Ytri aðstæður eða ramminn, sem fjölskyldan fellur inn í, er þjóðfélagið og uppbygg- ing þess. Þau þjóðfélög, sem við hér á Vesturlöndum þekkjum, hafa fjölskylduna að grunn- mynztri, en máttarstoðir þeirra eru atvinnuvegirnir. Ef breyting verður á atvinnulífi þjóðar, svo að nokkru nemi, haggast ytri umbún- aður heimilanna, og þá um leið líkur á, að járnin standi á venju- bundnu fjölskyldulífi, og aðlögun- ar verður þörf. 1 okkar íslenzka þjóðfélagi hafa orðið svo róttækar breytingar, að tæplega þarf um að fjalla -—- þær liggja í augum uppi. tJr miðalda- þjóðfélagi, þar sem landbúnaður og nýting landgæða var undirstaða fvrir afkomu fólks og hvert heim- ili heild út af fyrir sig, svo næg sér, að við lá, að þau hverfðust um sjálf sig, og þurftu aðeins á takmörkuðum tengslum við önn- ur heimili að halda, höfum við kastazt áleiðis inn í tæknivætt nú- tímasamfélag, þar sem beinn af- rakstur landsins er aðeins ein for- senda af mörgum fyrir fjölgun þjóðarinnar. Það gefur auga leið, að slík um- bylting í atvinnuháttum hlýtur að gjörbreyta aðstæðum heimilanna, en samkvæmt orðabókinni góðu er heimili: Bústaður (með tilheyr- andi húsgögnum og áhöldum) til einkaafnota manns (fjölskyldu) að staðaldri. f bændaþjóðfélaginu var heimil- ið undirstaða hráefnaöflunar, og úrvinnsla þeirra eitt af aðalverk- efnum heimilisfólks — fjölskyld- unnar. En í iðnvædda þjóðfélaginu hafa þessi verkefni flutzt út af heimilunum — sömuleiðis fræðslumálin og heilbrigðisþjón- ustan. Fata- og matvælaiðnaður standa eftir í mjög litlum mæli og þá nær eingöngu úr aðfengnum hráefnum. f ljósi þessara staðreynda, blasir við, að á grundvelli verkaskipting- ar hlýtur meginverkefni nútíma- fólks að Aæra tekjuöflun til þess að standa straum af aðkeyptum nauð- synjum. En er þá heimilið og fjölskyldan svipt hlutverki sinu? í 66. gr. stjórnarskrárinnar seg- ir: „Heimilið er friðheilagt“. Er ekki þarna drepið á mikilvægan þátt í þróun heimilisins? Þátt, sem ekki verður frá því tekinn. Það er innan vébanda fjölskyldunnar, sem við sitjum í griðum. Við verðurn að sækja út af heim- ilinu inn í þjóðfélagið. Þeir full- vöxnu til að afla fjölskyldunni rekstrarfjár, og börn og unglingar 4 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.