19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 10

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 10
Menn þarfnast þess að hafa ein- hvem stað, þar sem þeir finna til öryggiskenndar og þeim líður vel hæði til líkama og sálar. Þegar hjón eignast börn, þá sjá þau eðlilega um viðhald og endur- nýjun kynstofnsins, sem er að vísu nauðsynlegt, en þau verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem fylgir því að ala upp böm. Þau gera sig ábyrg fvrir þessum ósjálf- bjarga einstaklingum, sem þau hafa eignazt saman, og þeim ber skylda til að annast uppeldi þeirra. I A'firlýsingu. sem samþykkt var á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í nóvember 1959 um réttindi barnsins segir, að sérhverju bami beri „að eiga hamingjuríka bernsku“ og til að ná „fullum og •samstilltum þroska persónuleikans þarfnast bamið ástar og skilnings. Þegar þess er kostur, eiga foreldrar að hafa á hendi umsjá og ábyrgð á því í uppvextinum, og hverju sem fram vindur. á það að vaxa upp i umhverfi, þar sem em fyrir hendi blíða og siðferðilegt og efna- hagslegt öryggi“. (Réttindi bams- ins, Samvinnan, 63. árg. 4., 1969). Margir álíta, að þolanlegt hús- urt’ði, viðunandi staður og sæmi- legur efnahagur sé nægur gmnd- völlur fyrir fjölskyldu. Vissulega þurfa þessar ytri aðstæður að vera fyrir hendi. En aðalatriðið, eða g rundvallarhlutverk fj ölskyldunn - ar er uppeldi bamanna. Það er engin algild uppeldisregla, og upp- eldisstefnur em mismunandi, en bó eiga þær allar að fela i sér á- kveðnar grundvallarreglur, svo sem að stuðla að fremsta megni að andlegu og likamlegu heilbrigði og jæoska barna og hafa mótandi á- hrif á hegðun og skaphöfn bama, hreinlega móta börn sem félags- verur. Þetta hefur vissulega farið fjölskyldum mjög mismunandi úr liendi. Og þess vegna em einstak- lingar mjög misjafnlega undir það búnir að gegna skyldum sinum sem þjóðfélagsþegnar. Heimilið er heimur barna, þang- að til þau fara í skóla, hvort sem fyrsti skóli þeirra verður leikskóli eða barnaskóli. A heimilinu eiga þau að fá alla þá tilsögn, sem þau þarfnast, og vera virt sem ein- staklingar með sínar eigin tilfinn- ingar. Heimilið á að veita þeim það öryggi og þá vernd, sem þau þarfnast, en fyrst og fremst ástúð og umliyggju. Börn, sem alin em upp án allrar ástar og umhyggju, bíða sálarlegt og líkamlegt tjón og eru miklu seinni til að þroska en önnur börn. Foreldmm ber skylda til að upp- fræða börn sín í kristinni trú, ef þeir á annað borð hafa látið skíra þau. Margir foreldrar veigra sér við þessari skyldu nú á dögum, svo að bömin fara, því miður, mörg á mis við uppfræðslu í krist- inni trú. Og ef til vill gætu kirkjur landsins komið foreldrum til hjálp- ar með því að halda námskeið fyrir foreldra um trúarlegt uppeldi barna. Og allir vita, hve spuml böm geta verið En einmitt trúin á Jesúm Krist er það eina, sem gefur lífinu raunvemlegt gildi, og að íá að byggja líf sitt á honum er gmndvöllur, sem aldrei bregzt. Hlutverk fjölskyldunnar er ekki eingöngu uppeldi barna. Það verð- ur að draga björg í bú. En hver á að vera fyrirvinna fjölskyldunn- ar? Faðirinn eingöngu, eða móðir- in? Er hlutverk móður eingöngu innan veggja heimilisins? Á hún að sjá um börnin, kaupa inn í búið, skúra og þvo þvott? Ber henni að fórna margra ára mennt- un og vera eingöngu á heimilinu, þar sem hæfileikar hennar og á- hugi njóta sín ef til vill alls ekki? Ber föðurnum engin skylda til að koma nálaígt heimilisverkum eða barnagæzlu? Þessar spumingar og margar aðrar í svipuðum dúr hafa mikið verið ræddar undanfarið. Hvert er hlutverk konunnar innan fjölskyidunnar? Konan þarf alls ekki að bregðast hlutverki sínu gagnvart bömum sínum, þótt hún vinni úti hluta úr degi. Þegar barri er orðið eins til tveggja ára, á það ekki að bíða neitt tjón, þó svo, að það þurfi að fara í leikskóla. Börnin hafa bara gott af því og þmskast sem félags- vemr. Konuin ber skvlda til að standa sig sem mæður. Sé því þannig farið að vinna þeirra utan heimilis aflri þeim frá að sinna móður- hlutverki sínu, þá álít ég, að kon- um beri að láta vinnuna utan heimilis vikja, ef kringumstæður leyfa. Börnin em upprennandi kyn- slóð þjóðfélagsins, svo að ég álit, að þau verði að fá rétta undirstöðu í lífinu, en rétt undirstaða verður aðeins veitt af ástrikum og fóm- fúsum fjölskvldum. Astríðkr Kristinsdóttir nemandi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. 8 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.