19. júní


19. júní - 19.06.1973, Side 27

19. júní - 19.06.1973, Side 27
skilning á því sviði. Á þroskaprófinu vorið 1970 var Isaksskólahópurinn hærri en samanburðarhópurinn svo marktækt var, á öðrum hópum var ekki mark- tækur munur. Um niðurstöður könnunar á félags- þroska hef ég ekkert sagt ennþá, vegna þess, að verið getur, að sami spumingalisti verði lagður fyrir oftar, og þá gætu fyrri niðurstöður óbeint haft áhrif á síðari svör. Ýmislegt fleira kom fram, en ekki er unnt að rekja það hér. — Hafði ekki eitthváS af þeim börnum, sem voru heima sex ára, hafiS lestrarruím heima hjá sér? — Jii, og þar kom óvænt viðbót við athugunina. Ég gat þar fengið tvo hópa til samanburðar, sam- stæða eins og áður var greint frá; annan, sem hóf hóf lestrarnám heima 6 ára og hinn, sem einnig var heima, en ekki hóf lestrarnám. Eins og eðlilegt er, var sá hópurinn, sem hóf lestramámið heima, hinum fremri í fyrsta bekk, bæði í lestri og reikningi. Eftir er svo að vita, hvort sá munur helzt og eins hitt, hvort aukaverkanir, æskilegar eða óæskilegar, eiga eftir að koma fram. Þá athugaði ég samband greindar og þess, á hvaða aldri lestramám hefst, en það er bezt að bíða með að birta þær niðurstöður til betri tíma. — Hvernig er nú méS framhald könnunarinnar? —I vor þarf ég að ná til allra barnanna eða a. m. k. fá að vita um námsgengi þeirra í skólanum, en þar stendur hnífurinn í kúnni. Vegna annríkis hef ég litinn tíma sjálf i maí og þarf að ráða mér aðstoðar- mann. Ég fékk styrk úr Vísindasjóði, 1971, og hef sótt um aftur núna. Framundan er kostnaðarsöm tölvuvinna o. fl. — Nú er mikið talað um skólaþroska barna, hváð er álit þitt á því máli? — Skólaþroska bama má taka frá tveim hliðum, þ. e., er barnið nógu þroskað og reiðubúið fyrir skólann eða er skólinn nógu sveigjanlegur til að taka við barninu á því þroskastigi, sem það er á, þegar það verður skólaskylt? I þessu sambandi er líka til umhugsunar, hvort kennarinn er fyrst og fremst að kenna fagið eða kenna barninu. Þar á er regin- munur og mikilsverðara því yngra sem bamið er. — Hver er skoðun þín á skólagöngu 7—8 ára barna i dreifbýli landsins? — Kennsla 7—8 ára bama í sveitum landsins er mikið til óleyst mál. Heimavist vill verða of mikið álag á flest börn á þessum aldri. Sömuleiðis er það líka mikið álag fyrir þennan aldursflokk, að aka til og frá skóla, segjum sveitina á enda, í strjálbýlli sveit; aksturinn verður of mikill. Hugsanlegt væri að kennarinn kæmi til bamanna, t. d. væm 7—8 ára böm á 4—5 bæjum í sveitinni og þá tæki kennarinn börnin með í bifreið sinni til þess barns, sem býr lengst í burtu og kenndi hópnum þar. Þetta gæti e. t. v. verið annan hvorn dag. Vitað er, að margir hreppar standa að einum skóla og eru því vegalengdir miklar. Það væri girnilegt til fróðleiks að halda spjalli þessu áfram við dr. Þuríði, en látum því lokið að sinni. Það verður fróðlegt að heyra niðurstöðumar að rannsókninni lokinni. Það er afar mikilvægt, að bamið fái notið sín og njóti kennslunnar sem bezt, framtíð þess byggist að miklu leyti á því, hve vel því vegnar í skólanum. Að lokum óskar blaðið dr. Þuríði J. Kristjánsdóttur allra heilla og að rannsókn hennar og starf haldi áfram, íslenzkum bömum til velfamaðar. L. S. Sesselja Pálsdóttir Allen, fæddist i Reykjavík, dóttir hjón- anna Guðiúnar Stephensens, kennara, og Páls S. Pálssonar, hæstaréttarlögmanns. Sesselja útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands 1964. Á árunum 1964 til 1966 stundaði hún nám við Sam Houston State University í Huntsville, Texas og Louisiana State University í Baton Rouge í Louisiana. Síðan kom Sesselja heim og starfaði á skrifstofu föður síns í tvö ár, eða þar til hún giftist George W. Allen og fluttist þá til Bandaríkjanna. Eiga þau hjón einn son, Spencer, tveggja ára. Þegar ritnefnd „19. júní“ barst til eyrna, að Sesselja, sem vinnur hjá fjárhagsstofnun, sem hefur nú tuttugu og fjórar konur og einn karlmann í þjónustu sinni, og hefur sívaxandi umsetningu, væri stödd hér á landi, vildi ritnefndin alls ekki láta það tækifæri sér úr greipum ganga að kynna lesendum sínum starfsemi þessarar stofnunar, vegna þess hve konum er vantreyst í meðferð fjármála. Þess vegna var ákveðið að fara þess á leit við Sesselju, að hún skrifaði grein i „19. júní“ um fjárhagsstofnun þá, sem hún vinnur hjá, og varð hún góðfúslega við þeirri beiðni. Konur eru afkastameiri en karlmenn 19. JÚNÍ 25

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.