19. júní


19. júní - 19.06.1973, Síða 33

19. júní - 19.06.1973, Síða 33
bekkjum barnaskóla og leikvöllum. Heimilt er að fela Fóstruskóla Islands að mennta fólk til starfa á skóladagheimilum." Fósturskóli íslands á límamótum. Meðal merkustu breytinga, sem lögin hafa í för rreð sér, eru að inntökukröfurnar hafa aukizt. Er nú gert ráð fyrir, að undirbúningsmenntunin sé stúdentspróf eða gagnfræðapróf að viðbættu tveggja ára skólanámi, t. d. við framhaldsdeildir gagnfræða- skólanna, húsmæðraskóla, lýðháskóla, verzlunarskóla o. s. frv. Einnig er gert ráð fyrir að frá þessum inn- tökukröfum megi víkja, ef sérstök ástæða þykir til, t. d. ef um langan og farsælan starfsferil er að ræða á viðurkenndum uppeldisstofnunum fyrir böm. Eru þetta svipaðar menntunarkröfur og gerðar era til inn- töku í Hjúkrunarskóla íslands og Kennaraháskóla Islands. Svipaðar kröfur eru og gerðar til inntöku í fóstruskóla í Noregi og Finnlandi. 1 reyndinni er það þó þannig, að í Finnlandi eru nær eingöngu stúdentar teknir inn í skólana, og i Noregi fer stú- dentunum ört fjölgandi. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að keppa eigi eftir að veita eingöngu stúdentum aðgang að Fóstruskóla Islands. Meira er um vert að fá í skólann fólk með mismunandi bakgrunn til að fá meiri fjölbreytni í námið og í fóstrustarfið. Annað athvglisvert atriði í lögunum um Fóstur- skóla íslands er, að tekið er fram í 1. gr. laganna, að skólinn sé jafnt fyrir karla sem konur, og er það vel. Enginn vafi leikur á þvi, að karlmenn eigi erindi í fóstrustarfið. Má þá fyrst og fremst nefna, hversu mikils tdrði það er bömum einstæðra mæðra á dag- heimilum og munaðarlausum og vanræktum böraum á vistheimilum að umgangast karlmenn og njóta föðurlegrar umhyggju þeirra. Á Norðurlöndum fer það mjög vaxandi, að karlmenn gangi í fóstruskóla og taki að sér fóstrustörf. Loks ber sc-rstaklega að fagna ákvæði í lögunum, þar sem segir, að stefnt skuli að þvi „að starfrækja í tengslum við Fósturskólann og undir yfirstjóm hans æfinga- og tilraunastofnun fyrir böm fram til 7 ára aldurs, þar sem nemendum Fóstruskólans sé búin sérstök aðstaða til athugana á atferli og leikjum barna og á uppeldislegum starfsháttum.“ Er Fóstru- skólanum mikil nauðsyn á slíkri æfinga- og tilrauna- stofnun. Fullyrða má, að aldrei hafi fóstrumenntun og fóstrustarf vakið á sér meiri athygli eða verið meira í sviðsljósinu eins og einmitt núna, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur í Evrópu allri og Banda- ríkjunum. Ástæðan er eflaust m. a. sú, að æ fleiri og merkari sannanir liggja nú fyrir því, hversu mikils virði mótun fyrstu bemskuáranna er fyrir fram- tíðarþroska mannsins og farnaði hans í lífinu. Skóla- mönnum, ujipeldisfræðingum og öllum almenningi hefur einnig orðið æ Ijósar hversu mikið gildi upp eldisleg leikskólastarfsemi hefur fyrir þroska og hamingiu barnsins. Þess vegna þykir það ekki lengur tíðindum sæta, þótt gerðar séu allmiklar menntunar- kröfur til inntöku í fóstruskóla. Þess vegna sækist vel- menntað og áhugasamt fólk eftir þvi að fá að njóta menntunar í fóstruskólum til þess að helga starfs- krafta sina fóstrustarfinu í von um að skapa bömum bjartari og betri heim. Islenzk fóstrustétt er ágætlega mönnuð og vonandi blómgast hún og dafnar enn betur við bætt menntun- ar- og starfsskilyrði. Valbo/g SigurSardóttir, skólastjóri. 19. JÚNÍ 31

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.