19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1973, Qupperneq 33
bekkjum barnaskóla og leikvöllum. Heimilt er að fela Fóstruskóla Islands að mennta fólk til starfa á skóladagheimilum." Fósturskóli íslands á límamótum. Meðal merkustu breytinga, sem lögin hafa í för rreð sér, eru að inntökukröfurnar hafa aukizt. Er nú gert ráð fyrir, að undirbúningsmenntunin sé stúdentspróf eða gagnfræðapróf að viðbættu tveggja ára skólanámi, t. d. við framhaldsdeildir gagnfræða- skólanna, húsmæðraskóla, lýðháskóla, verzlunarskóla o. s. frv. Einnig er gert ráð fyrir að frá þessum inn- tökukröfum megi víkja, ef sérstök ástæða þykir til, t. d. ef um langan og farsælan starfsferil er að ræða á viðurkenndum uppeldisstofnunum fyrir böm. Eru þetta svipaðar menntunarkröfur og gerðar era til inn- töku í Hjúkrunarskóla íslands og Kennaraháskóla Islands. Svipaðar kröfur eru og gerðar til inntöku í fóstruskóla í Noregi og Finnlandi. 1 reyndinni er það þó þannig, að í Finnlandi eru nær eingöngu stúdentar teknir inn í skólana, og i Noregi fer stú- dentunum ört fjölgandi. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að keppa eigi eftir að veita eingöngu stúdentum aðgang að Fóstruskóla Islands. Meira er um vert að fá í skólann fólk með mismunandi bakgrunn til að fá meiri fjölbreytni í námið og í fóstrustarfið. Annað athvglisvert atriði í lögunum um Fóstur- skóla íslands er, að tekið er fram í 1. gr. laganna, að skólinn sé jafnt fyrir karla sem konur, og er það vel. Enginn vafi leikur á þvi, að karlmenn eigi erindi í fóstrustarfið. Má þá fyrst og fremst nefna, hversu mikils tdrði það er bömum einstæðra mæðra á dag- heimilum og munaðarlausum og vanræktum böraum á vistheimilum að umgangast karlmenn og njóta föðurlegrar umhyggju þeirra. Á Norðurlöndum fer það mjög vaxandi, að karlmenn gangi í fóstruskóla og taki að sér fóstrustörf. Loks ber sc-rstaklega að fagna ákvæði í lögunum, þar sem segir, að stefnt skuli að þvi „að starfrækja í tengslum við Fósturskólann og undir yfirstjóm hans æfinga- og tilraunastofnun fyrir böm fram til 7 ára aldurs, þar sem nemendum Fóstruskólans sé búin sérstök aðstaða til athugana á atferli og leikjum barna og á uppeldislegum starfsháttum.“ Er Fóstru- skólanum mikil nauðsyn á slíkri æfinga- og tilrauna- stofnun. Fullyrða má, að aldrei hafi fóstrumenntun og fóstrustarf vakið á sér meiri athygli eða verið meira í sviðsljósinu eins og einmitt núna, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur í Evrópu allri og Banda- ríkjunum. Ástæðan er eflaust m. a. sú, að æ fleiri og merkari sannanir liggja nú fyrir því, hversu mikils virði mótun fyrstu bemskuáranna er fyrir fram- tíðarþroska mannsins og farnaði hans í lífinu. Skóla- mönnum, ujipeldisfræðingum og öllum almenningi hefur einnig orðið æ Ijósar hversu mikið gildi upp eldisleg leikskólastarfsemi hefur fyrir þroska og hamingiu barnsins. Þess vegna þykir það ekki lengur tíðindum sæta, þótt gerðar séu allmiklar menntunar- kröfur til inntöku í fóstruskóla. Þess vegna sækist vel- menntað og áhugasamt fólk eftir þvi að fá að njóta menntunar í fóstruskólum til þess að helga starfs- krafta sina fóstrustarfinu í von um að skapa bömum bjartari og betri heim. Islenzk fóstrustétt er ágætlega mönnuð og vonandi blómgast hún og dafnar enn betur við bætt menntun- ar- og starfsskilyrði. Valbo/g SigurSardóttir, skólastjóri. 19. JÚNÍ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.