19. júní


19. júní - 19.06.1973, Side 36

19. júní - 19.06.1973, Side 36
Valborg Hermannsdóttir fæddist að Glitstöðum í Norðnrárdal í Mýrarsýslu, dóttir Hermanns Þórðarsonar, kennara, og konu hans, Ragnheiðar Gísladóttur. Valborg varð stúdent frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1944 og tók stærðfræðideildarstúdents- próf frá sama skóla árið eftir 1945. Eftir stúdentspróf frá stærðfræðideild varð hún lærlingur í lyfjabúðinni Iðunni og tók exam. pharm. við Háskóla Islands 1948. Að því loknu starfaði Val- borg eitt ár i Ingólfs Apóteki, hélt síðan utan til Danmerkur til frekara náms í lyfjafræði, hóf nám við Danmarks Phaimacevtiske Höjskole árið 1949 og útskrifaðist þaðan vorið 1952. Að námi loknu hvarf Valborg heim og starfaði í Laugavegs Apóteki á árunum 1952 til 1955. Á því tímabili var Valborg formaður Iiyfjafræðingafélags Islands í eitt ár 1953—1954. 17. júní 1955 voru Valborg og Kurt Stenager Jakobsen, lyfjafræðingm-, gefin saman í hjónaband í mót- mælendakirkju í borginni Penang á Malakkaskaga. Settust þau hjón að í Thailandi, þar sem maður Valborgar var fyrir Lyfjaver/.lun Austur-Asíufélagsins í Bangkok, og bjuggu þau þar í fimm ár 1955—1960. Fluttu þau þaðan til Indónesiu árið 1960 og áttu þar heima í þrjú ár eða til ársins 1963, því að Kurt Stenager Jakobsen var þar fyrir útibúi Austur-Asíufélagsins. Aftur héldu þau hjón til Bangkok, og nú til að starfa fyrir I.yfjaverksiniðju í eigu Thailendinga og Austur-Asíufélagsins á árunuin 1963 til 1969. Þau hjón eiga tvo syni, Pétur 8 ára og Jón Blöndal 5 ára. Þegar samþykkt var í ritnefnd „19. júní“, að ég reyndi að kanna, hvaða konur hefðu tekið að sér formennsku í félögum háskólamenntaðra manna, komst ég að raun um, að kona sú, sem eftir þvi, sem ég komst næst, hafði fyrst kvcnna tekið að sér for- mennsku í slíku félagi, það er að segja aðalfélagi, var búsett erlendis, og hafði þó nokkuð lengi verið búsett í Austurlöndum. Fannst mér leitt, gæti „19. júní“ ekkert frætt lesendur sina um þessa konu frá fyrstu hendi. Þess vegna skal engan undra, þótt mig ræki í rogaslanz, jiegar ég var að tjá Áslaugu Cassata vandrazði mín og hún sagði mér, að kona þessi væri stödd hér á landi! Og núna er Valborg Hermannsdóttir, sem var for- maður i Lyfjafræðingafélagi íslands í eitt ár 1953— 1954, stödd hér í stofunni hjá mér. Upphaflegur tilgangur minn var að rekja úr Val- borgu garnirnar um formennskuferil hennar, en Val- borg er kona hæversk og lætur lítið yfir sínum for- mannsstörfum. Telur hún sig fátt muna annað en t i 34 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.