19. júní


19. júní - 19.06.1973, Page 37

19. júní - 19.06.1973, Page 37
einstaka lipurð og dugnað þeirra, sem voru með henni í stjórn, þegar hún var formaður Lyfjafræð- ingafélags íslands. Og beindist samtalið þess vegna fljótt að Austurlöndum. -—- Fyrst langar mig til aS spyrja þig, Valborg hejur þú stöSugt stundaS lyfjastörf, eftir aS þú fluttist af landi brott? — Lg hef lítið unnið við lyfjastörf, síðan ég gifti mig. Einstöku sinnum hef ég þjálfað starfsfólk fyrir lyf javerksmiðjur. Og hér heima i leyfum hef ég verið í apótekinu í Borgamesi fyrir Kjartan Gunnarsson, lyfjafræðing, á meðan hann hefur verið við laxveiðar með manni mínum. — Austurlönd eru alltaf sveipuS œvintýraljóma í augum Vesturlandabúa, en hverja telur þú ástœSu þess, áS Danir fengu svo mikil ítök í Thailandi? —Thailendingar vom snjallir að komast hjá að verða nýlenda, og má þakka það ráðsnilld konunga þeirra og stjórnmálamanna, þar sem þeir vildu ekki hleypa stóiveldum inn í landið. Þess vegna komst Danmörk í Þá aðstöðu, sem hún nýtur í Thailandi. — En hver er afstaða Thailendinga til annarra þjóSa? — Samskipti Thailendinga og Dana em afskaplega vinsamleg. Þar sem Thailand hefur alltaf verið sjálf- stætt, hafa Thailendingar enga „komplexa" gagnvart útlendingum. Thailendingar varðveita menningu sína og kurteisisvenjur og em samt umburðarlyndir og sjálfstæðir gagnvart Vesturlandahiium. En annað er uppi á teningnum, hvað snertir Indónesa. Mennt- aðir Indónesar tala hollenzku og vilja láta bera á því, 1 Thailandi eru húsin oft byggS á staurum uiS sumar ár. Er þá vatniS viS hertdina og engin hœtta á villidýrum eSa hús- maurum. enda voru Indónesar nýlenduþjóð, en hafa nii brotið sér leið til sjálfstæðis. — HvaS viltu almennt segja um framkomu Thai- l.endinga og viShorf þeirra til lífsins? — Thailendingar skipta yfirleitt ekki skapi, enda glaðværir og þolinmóðir. Þeim finnst gaman að lifa og vilja taka það rólega, sérstaklega á það við um þá, sem lítiJlar menntunar hafa notið. Kom það fyrir, að ég missti stúlku, af því hún vildi gera hlé, á meðan hún eyddi þeim peningum, sem hún hafði aflað. Margir Thailendnigar hafa þennan hugsunarhátt, svo sem fólk, sem starfar í verksmiðjum. Ljóst er, hversu bagalegt það getur verið að vilja fá sér hvíld Fíllinn er tákn Thailands. Vinnufílar eru notáSir viS aS fella trén í teakskógun- um og eru síSan látnir bera trjábolina niSur áS fljótun- um, en méS þeim berast trjábolirnir niSur aS sögun- armyliunum. Vinnufíla verSur aS þjálfa frá því, aS þeir eru kornungir. 19. .TÚNÍ 35

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.