19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 48
sem karlmenn hafa hingað til frek- ar valist í. Þetta er auðvitað mikill mis- skilningur, því í ákvæðinu felst að þær verði að hafa sömu hæfni og menntun til að bera sem krafist er til starfsins. Það er leitt til þess að vita að svona villandi túlkun sé uppi í umræðum um þetta mál. Ég tel enga niðurlægingu í því fólgna fyrir konu að vera ráðin í starf þar sem hún uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni sem krafist er til starfans. Og ég vil ekki ætla atvinnurekendur svo óbilgjarna að þeir láti það bitna á konum, ef þeim væri gert, til að stuðla að jafnrétti, að velja tímabundið konur sem væru jafnhæfar eða hæfari körlum sem sækja um störf, sem karlar hafa verið svo til ein- ráðir í áður.“ — Hvað segir þú um þá af- greiðslu málið fékk á Alþingi? „Eg tel að rétt hafi verið að málum staðið. — Það er eðlilegt þar sem þetta mál er umdeilt, að það verði skoðað nánar milli þinga áður en ákvörðun er tekin um hvaða leið skuli farin og á það lagði ég áherslu á Alþingi. — Einnig hef ég lagt ríka áherslu á það, að ég væri tilbúin að skoða allar raun- hæfar leiðir sem næðu settu marki og samkomulag getur tekist um. Alþingi samþykkti nú að beina þvi til ríkisstjórnarinnar að kann- anir verði gerðar á raunverulegum launakjörum kvenna og karla, sem var eitt ákvæði í frumvarpinu. Það er ljóst að launataxtar eru engir mælikvarðar á raunveruleg laun í landinu, en launamisréttið þrífst þess í stað í skjóli yfirborgana og annarra dulinna greiðslna. Eg tel því að nokkur árangur hafi náðst á þessu stigi, því að ég er sannfærð um að verði slíkar kann- anir gerðar, þá geti það haft áhrif á kjör fjölda kvenna á vinnu- markaðinum.“ — Hvernig fannst þér undir- tektir á fundi Kvenréttindafélags- ins og Rauðsokkahreyfingarinnar á sumardaginn fyrsta viðvíkjandi tímabundnum forréttindum kvenna? „Ég var tiltölulega ánægð með þær. Mér fannst þær vera mál- efnalegar og hjá flestum kom fram, að miðað við fyrri reynslu þyrfti að finna ný úrræði. Þarna var samankomið fólk, sem flest hefur verið virkt í jafnréttisbaráttunni og þekkir því vel það tregðulögmál sem við er að glíma. Því geri ég mér vonir um að þegar fólk hugleiðir þetta mál ofan í kjölinn og út frá því liðna, hafi það skilning á því hvers vegna ég sé mig knúna til að fara þessa leið þó umdeild sé. — Það gæti orðið til þess að samstaða tækist um ný úrræði sem skiluðu árangri. Þessi fundur vakti hjá mér vonir um að svo gæti orðið.“ VIGDlS Framhald af bls. 7. ná í hana, þannig að lítið bæri á til þess að þetta yrði ekki vandræða- legt — svona fyrir framan sjón- varpsmyndavélarnar. Þess vegna fór ég, svo að lítið bar á, að þreifa fyrir mér með fætinum um leið og ég flutti ræðuna. Og viti menn — ég fann munnþurrkuna og gat smokrað henni upp í kjöltu mér án þess að nokkur sæi. En þegar mér varð litið á munnþurrkuna — eða það sem ég hafði haldið vera munnþurrku — brá mér í brún. Það var faldurinn á kjól drottn- ingarinnar, sem ég var með í kjölt- unni! Ég lét sem ekkert væri og gat látið kjólfaldinn falla aftur á gólfið, án þess að drottningin tæki eftir. Og svo fór ég að þreifa eftir munnþurrkunni með hinum fætinum. En þá tókst ekki betur til — áður en ég vissi af, var ég búin að setja hælkrók á Henrik prins, sem sat við hina hliðina á mér. Þá kom sér nú vel að kunna frönsku og 46 geta snúið sig út úr þessu með frönskum orðaleik!41^- Svo skellihló forsetinn. Þegar tíðindamaður 19. júní kom út á tröppurnar á stjórnarráðshúsinu, Á sjötugsafmæli Auðar Auðuns hinn 18. febrúar 1981 tilkynnti formaður Landsambands sjálf- stæðiskvenna, Margrét S. Einars- dóttir, þá ákvörðun landsam- bandsins og Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, að þessi tvenn samtök myndu á sumri komanda standa að útgáfu sérstaks rits til heiðurs Auði. Ætlunin er, að ritið komi út hinn 19. júní. Sá dagur minnir á baráttuna fyrir réttindum kvenna. Stundum hefur þótt á skorta, að skein sól í heiði líkt og morguninn eftirminnilega fyrir sem næst einu ári, þegar ljóst var orðið, að næsti forseti Islands héti Vigdís Finn- bogadóttir. konum nýttust þessi réttindi. En á því sviði er Auður Auðuns tví- mælalaust brautryðjandi í hópi ís- lenskra kvenna á 20. öld, bæði í menntun og stjórnmálum. í ritinu verða 18 greinar um ýmis efni, flestar fræðilegs eðlis, ennfremur heillaóskalisti með nöfnum vina og samstarfsmanna Auðar á ýmsum vettvangi Rit- nefnd skipa þau Elín Pálmadóttir, Hannes H. Gissurarson og Ragn- hildur Helgadóttir og stýrir hún verkinu. AfmæKsrit Auðar Auðuns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.