19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 70
Norræna jafnréttisnefndin Svava Jakobsdóttir Formlegt samstarf Norður- landaþjóðanna á sviði jafnréttis- mála á sér ekki ýkja langa sögu og hefur form þess og skipulag verið til umræðu og sætt nokkurri gagn- rýni á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum. Hér gefst ekki tóm til að rekja þá sögu alla en lyktir þessarar umræðu urðu þær að á síðastliðnu ári var stofnuð ný norræn ráðherranefnd, nefnd jafn- réttisráðherra og hélt hún fyrsta fund sinn í Osló þann 4. nóv. s.l. Þessi mikilvæga skipulagsbreyt- ing felur það í sér að nú bera þeir ráðherrar er fara með jafnréttismál heima fyrir einnig ábyrgð á norr- ænu samstarfi um þennan mála- flokk. Er þannig tryggt að jafn- réttismálin fá málefnalega um- fjöllun á ríkisstjórnavettvangi. Þessi breyting hafði það í för með sér að norræna jafnréttisnefndin starfar nú í raun sem embættis- mannanefnd þó ekki þyki fært að kalla hana formlega því nafni þar eð ekki hafa öll löndin á að skipa föstum ráðuneytisstarfsmönnum eða embættismönnum er sinna jafnréttismálum að mestu eða öllu leyti. Þess skal þó getið að tveir fulltrúar nefndarinnar eru ráðu- neytisstarfsmenn eða embættis- menn, þ. e. fulltrúar Noregs og Svíþjóðar. Þá var 1. janúar s. 1. ráðinn nýr starfsmaður að skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar í Oslo sem hefur það höfuðverkefni að sinna jafnréttismálum. Jafnréttismálin hafa því nú öðlast fastan og viðurkenndan sess í norrænu samstarfi, hliðstæðan öðrum málaflokkum, sem mikil- væg þykja. 68 Norræna jafnréttisnefndin starf- ar eftir framkvæmdaáætlun sem Norðurlandaráð samþykkti árið 1978. Þessi framkvæmdaáætlun sem nú er raunar farið að nefna samstarfsáætlun (samarbetspro- gram) er í endurskoðun um þessar mundir og er stefnt að því að hin nýja gerð hennar verði lögð fyrir næsta þing Norðurlandaráðs. Áður en endanlega verður frá henni gengið verður hún send fjölmörg- um aðilum til umsagnar og munu þá félög og samtök sem starfa að jafnréttismálum hér á landi fá tækifæri til að láta álit sitt í ljós og koma að athugasemdum. Sakir þess að hin nýja sam- starfsáætlun er í deiglu mun ég ekki fjölyrða um hana nú en læt nægja að geta þess að hún mun að öllum líkindum fylgja fram sömu grundvallarsjónarmiðum og nú um jafnan rétt kynjanna á sviði atvinnulifs, félags—og fjölskyldu- lífs, jafnan rétt til þátttöku í stjórnmálum og í þjóðlífinu yfir- leitt og jafnan rétt til menntunar. Þá er lögð áhersla á nauðsyn þess að vinna að viðhorfsbreytingu al- mennings. Hér er markið sett hátt og verkefnin víðfeðm og fer það vitaskuld eftir fjárveitingu og at- orku hversu tekst að skila raun- hæfum árangri. Jafnréttisnefndin hefur frá upp- hafi staðið að könnunum og ráð- stefnum um ýmis svið jafnréttis- mála. Ekki gefst tóm hér til að gera ýtarlega grein fyrir hverju einstöku verkefni en frá síðustu tveim árum má nefna þessi helst: 1. Könnun um fjölmiðla og jafnrétti (NU B 1978:28). Verið er að leggja síðustu hönd á fram- haldskönnun um sama efni og verða niðurstöður hennar kynntar á norrænni fjölmiðlaráðstefnu sem haldin verður hér í Reykjavík í ágústmánuði n. k. 2. Fæðingarstofnanir á Norður- löndum. Reglur er gilda um feður og systkini (NU A 1980:17). Minna má á, að norski sálfræðingurinn Lisbeth Brudal kom hingað til lands sl. vetur og skýrði frá norrænni könnun um fæðinga- stofnanir. Á myndinni er hún ásamt Svövu Jakobsdóttur, Arnmundi Bachmann og sál- fræðingunum Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.