19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 22
Frænkurnar Þorbjörg Sveinsdóttir og
Ólafía Jóhannsdóttir, frumkvöðlar
Hins íslenska kvenfélags. Ólafía lauk
fyrst kvenna 4. bekkjar prófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
búnar miklu kvenréttindatali,
hugsaði hún sér að ná til þeirra
með húsmæðrablaði. Smátt og
smátt kom hún að greinum um
réttindamál kvenna, og enginn efi
er á því, hvað hún hefur ætlast
fyrir með blaði sínu frá upphafi.
Þarna var kominn opinber
málsvari kvenna, og þar sem blaðið
kom strax á fyrsta ári út í 2500
eintökum, en það var meiri út-
breiðsla en nokkurt annað blað á
landinu hafði, er enginn efi á því,
að áhrif þess á hugsunarhátt
kvenna hafa verið mikil.
Árið 1911: Jafnrétti
Eitt af því fyrsta, sem Bríet beitti
sér fyrir með aðstoð Kvenréttinda-
félags íslands, sem hún hafði
stofnað 1907, var að fá Hannes
Hafstein til að bera fram frumvarp
um, að konur fengju aðgang að
öllum menntastofnunum landsins,
embættum og öðrum opinberum
20
stöðum með sömu skilyrðum og
karlar. Eins og við var að búast
höfðu þingmenn skiptar skoðanir á
málinu, og fræg hafa orðið um-
mæli Jóns Ólafssonar, 2. þing-
manns S-Múlasýslu, sem komst
svo að orði við umræðurnar á Al-
þingi, þegar þingmenn ræddu em-
bætti kvenna, að það væri „óhag-
ræði, ef sýslumaður lægi á sæng,
þegar hans væri vitjað til að rann-
saka glæpamál eða kveða upp
varðhaldsúrskurð, eða tæki létta-
sóttina, þegar hún væri á mann-
talsþingaferð.“ Hann veitti raunar
frumvarpinu samþykki sitt þrátt
fyrir þessi orð.
Frumvarpið var samþykkt 23.
apríl 1911 með 16 atkvæðum gegn
5 og fékk konungsstaðfestingu
sama ár. Þar með lauk rúmlega
aldarfjórðungs baráttu fyrir sjálf-
sögðum mannréttindum. ísland
varð fyrsta landið, sem veitti kon-
um sama lagalega rétt til náms og
embætta og körlum.
Fyrstu konurnar
Árið 1890 lauk fyrsta konan 4.
bekkjar prófi við Lærða skólann í
Reykjavík. Þessi kona var fyrr-
nefnd Ólafía Jóhannsdóttir, en hún
var fædd 22. okt. 1863 að Mosfelli í
Mosfellssveit, þar sem faðir henn-
ar, séra Jóhann Benediktsson, var
prestur. Móðir hennar var Ragn-
heiður Sveinsdóttir, systir Bene-
dikts, sýslumanns og Alþingisfor-
seta og Þorbjargar ljósmóður, sem
ól hana upp frá 5. ári. Áhrif frænku
hennar og heimilis hennar urðu
afdrifarík og réðu miklu um fram-
tíð Ólafíu. Þangað kom margt fólk,
sem dvaldi þar um lengri eða
skemmti tíma, og frá þvi að Ólafía
kom þar, árið 1868 og til dauða
Þorbjargar árið 1903, var saga
þessara tveggja kvenna mjög ná-
tengd. Hvatninguna og tækifærin
til þess að mennta sig fékk Ólafía á
heimilinu.
Eins og hér hefur komið fram,
þurftu stúlkur að sækja um sér-
stakt Ieyfi til að taka próf við skól-
ann, og þær höfðu hvorki leyfi til
að sitja í skólanum né nutu þær
styrkja eins og piltar. Ólafía lauk 4.
bekkjar prófi árið 1890, fyrst
kvenna við skólann. Vafalaust
hefði hún setzt í skólann og lokið
stúdentsprófi, ef réttur kvenna
hefði verið orðinn meiri en raun
var. Hún sótti um leyfi til að ganga
Framhald á bls. 47.
Elínborg Jakobsen í hópi samstúdenta.