19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 5
Helgi H. Jónsson. Forsetí Islands í viðtali við 19. júní Hér ríkir dásamlegt frelsi „Heyrðu annars, eigum við ekki að byrja á því að fá okkur kaffi- sopa? Það hefur komið svo margt fólk að finna mig í morgun, að ég hef ekki haft tíma til þess að fá mér kaffibolla.“ Og það var víst síst ofmælt hjá Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, að morgunninn hafði verið ásetinn hjá henni. Stöðugur straumur fólks var á forsetaskrif- stofuna í stjórnarráðshúsinu þenn- an sólskinsmorgun í maí, þegar tíðindamaður 19. júní rak inn nefið. En hvaða erindi eiga menn þá við forsetann? „Hingað kemur fólk margvís- legra erinda, og viðtöl við það eru mjög snar þáttur í forsetastarfinu. Forsvarsmenn félaga og samtaka koma til þess að kynna starfsemi þeirra sem mér þykir ákaflega gott. Ég hef lært meira á þessu eina ári um félagsmál á íslandi en mig grunaði nokkurn tíma, að ég myndi gera. Það er líka mikið leitað til emb- ættisins með að fá að koma til Bessastaða — til dæmis þegar hér eru haldin norræn eða alþjóðleg þing eða þegar hingað koma ein- hverjir þekktir erlendir gestir. Þetta er gestrisið embætti og ég reyni auðvitað að koma til móts við slíkar óskir eftir því sem unnt er. Það er mjög gestkvæmt á Bessa- stöðum.“ — Kannski svo að kalla megi áþján? „Nei, mér þykir gaman að blanda geði við fólk.“ 1 hlutverki sálusorgara — Leita menn til þín með per- sónuleg mál? ,Já, og það held ég að helgist, að talsverðu leyti að minnsta kosti, af því að ég er kona. Til mín leita margir sem hafa brotið af sér ein- hverntíma. Stundum hafa þetta ver- ið bernskubrek, en dómskerfið er ekki hraðvirkt, eins og við vitum, og menn eru kannski búnir að bæta ráð sitt, farnir að byggja upp líf sitt á nýjan leik, og standa svo allt í einu frammi fyrir því — jafnvel nokkrum árum síðar — að þurfa að fara í fangelsi. Menn koma oft hingað til þess að segja mér frá vandræðum sínum af þessu eða öðru tagi. Það er eins og þeim sé léttir í að koma og segja frá þessu öllu — vita að forseta íslands er kunnugt um vandamál þeirra.“ — Þeir sem koma þessara erinda gera það þá einkum til þess að létta á hjarta sínu, fremur en að þeir vænti þess, að þú getir veitt þeim beina úrlausn? Stór stund í sögu jafnréttisbaráttunnar: Kona tekur við embætti forseta. (Ljósm.: eik).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.