19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 52

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 52
Ásta Jóhanna Benediktsdóttir. Kristjónsdóttir. Skeljanes, hús Félags einstæðra foreldra. Einstæðar mæður í námi Enda þótt ráð sé gert fyrir því, að allir sitji við sama borð að því er tekur til þess að afla sér menntunar, er alveg augljóst mál, að þar er verulegur munur. Ástæður eru margar og ekki þörf að tíunda þær nema það sem snýr að einstæðum mæðrum, sem hér er verið að fjalla um. Iðulega eignast stúlkur börn meðan þær eru í námi, hafa ekki stuðning af barnsföður og aðstæð- ur fjölskyldu geta verið misjafnlega fallnar til að létta undir. Oft er því að skólaganga rofnar og þar af leiðir að viðkomandi stúlka verður að láta sér duga verr launuð störf en hefði henni tekizt að afla sér starfsmenntunar. Við skilnað eða makamissi stendur konan einnig oft harla báglega að vígi; hafi hún til dæmis verið utan atvinnulífsins um langa hríð getur það orðið henni hið erfiðasta mál að herða sig upp til að fara út á atvinnu- markaðinn á ný, menntun hennar — ef hún er fyrir hendi — farin að ryðga, og þar við bætist síðan sú tvöfalda ábyrgð vegna uppeldis barna sem nú hleðst á herðar henni. Samt hafa einstæðar mæður á stundum sýnt ótrúlega seiglu að koma sér í nám. Þær hafa töluvert sótt í sjúkraliðanám, póstmanna- skólann og farið á námskeið, í kvöldskóla, við hinn mesta dugnað. 50 Það er ekki nokkur vafi á því að samt þarf að koma þarna til liðs. Námslán eru yfirleitt ekki fyrir hendi í þeim greinum sem ein- stæðar mæður hafa tök á að stunda. Þar sem húsaleiga og al- mennur framfærslukostnaður í þessu verðbólguþjóðfélagi okkar étur upp drjúgan hluta tekna fólks, þyrfti að vera hægt að aðstoða einstæðar mæður (foreldra) í námi — og það á öllum aldri — meðal annars með útvegun húsnæðis sem þær gætu dvalið í endurgjaldslaust meðan nám stendur yfir. Neyðar/bráðabirgðahúsnæði Félags einstæðra foreldra sem tók til starfa í Skeljanesi í vor mun verða fyrsti vísir þessa. Ætlunin er að einstæðir foreldrar í námi fái a. m. k. 2 íbúðir eða herbergi end- urgjaldslaust í tvö ár og ætti þetta að geta verið mikill styrkur, þótt vandi margra verði ekki leystur. En þar er þó fordæmið komið sem vonandi gæti orðið til að fleiri að- ilar kæmu til og léttu undir með einstæðum foreldrum í námi. Blaðamaður 19. júní spurði nokkrar einstæðar mæður hvaða möguleikar væru á því að afla sér framhaldsmenntunar og hvað væri helst til úrbóta til að létta þeim róðurinn. Fara svör þeirra hér á eftir. ELÍN HARÐARDÓTTIR, matreiðslunemi: Engin Námslán Fyrir nokkrum vikum hóf ég nám sem matsveinn, en ég get ekki framfleytt mér í því námi öðruvísi en að flyttja heim til foreldra minna með son minn. Ég er gagnfræðingur og miðað við þá menntun fæ ég ekki náms- lán. Það þarf að breyta námslána- kerfinu einstæðum foreldrum í hag, þannig að þeir njóti námslána á skikkanlegum kjörum. Þá þarf að útvega einstæðum foreldrum í námi leiguhúsnæði og hækka Elín Harðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.