19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 37
77% drengja á móti 65% stúlkna. Gildir þetta alls staðar nema í 5. bekk en þar segjast 75% drengja á móti 89% stúlkna ætla að halda áfram námi. f raun er það mjög eftirtektar- verð niðurstaða að í 6. bekk skuli 100% drengja ætla sér i fram- haldsnám en einungis 75% stúlkna, þar sem í upphafi náms í skólanum er nánast enginn munur á fyrir- ætlunum kynjanna varðandi framhaldsnám. Hvað er það í lífi menntaskóla- stúlku sem veldur því að áhugi hennar fyrir frekara námi að loknu prófi vex ekki jafnt og þétt eins og hjá skólabræðrum hennar? Hvaða viðhorf og aðstæður skapa þessa staðreynd ef sönn reynist? Hér verður hinsvegar að benda á að vafasamt getur talist að bera þessar tölur saman þar eð ekki er um sama hóp að ræða. Nemendur sem sögðust ætla að halda áfram námi voru spurðir hvaða nám þeir ætluðu að stunda. í ljós kom að 37% nemenda höfðu ákveðið hvaða nám þeir ætluðu að leggja fyrir sig. Hér kom fram dálítill munur á námsvali eftir kynjum hjá þeim sem höfðu ákveðið sig. Kk. Kvk. % % Tungumál 0 11 Félagsvísindi 7 4 Raunvísindi 17 4 Læknisfræði 10 4 Verkfræði 10 8 Annað 10 19 Óákveðnir 46 50 Þó segja megi að hlutfall kynja sé svipað í flokki óákveðinna er nokkur munur á námsvali stúlkna og drengja. Enginn drengjanna ætlar sér í málanám en 11% stúlkna og um leið eru það hlut- fallslega flestar stúlkur sem eru ákveðnar í námsáformum sínum, sem ætla á það svið. Hlutfallslega flestir drengir ætla í raunvísindi af þeim sem hafa ákveðið sig eða 17%, en einungis 4% stúlknanna. Eitthvað fyrir þig! Rætt við Guðbjörgu Pálsdóttur Það var nóg að gera við próf- lestur hjá Guðbjörgu Pálsdóttur þegar við náðum tali af henni í hléi milli prófa nú í vor. Guðbjörg var að taka lokapróf sín úr náttúru- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík. — Hvers vegna fórst þú í upphafi í stærðfræðideild? „Mér hafði alltaf fundist stærð- fræði skemmtileg auk þess sem það var áfangi inn í náttúrufræðideild — ég hef alltaf ætlað mér að læra eitthvað í sambandi við líffræði og starfa að heilbrigðismálum á ein- hvern hátt — og er nú ákveðin í að fara í sjúkraþjálfun.“ — Hvers vegna valdirðu þá ekki t. d. læknisfræði, sem gefur betri tekjumöguleika og sjálfgefna virðingu fólks? ,Já, þú segir það! Ég sækist nú ekkert sérstaklega eftir slíku. Hvað þá að litið verði á mig sem einhvers konar Guð!“ — Ræðið þið stelpurnar eitt- hvað um jafnréttismál? „Nei, eiginlega ekki. Kannske bara svona til að stríða strákunum þegar þeir eru að stríða okkur á því að konur séu ekki til neins annars en ala upp börn.“ — Ætla stelpurnar almennt að fara í framhaldsnám? Framhald á bls. 60. Giftar röngum gæja? Rætt við Árna Pétursson Árni Pétursson er nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og er á fimmtu önn á náttúrusviði. Við skruppum aðeins heim til Árna í miðjum prófönnum í vor en hann er frá Selfossi og dvelur á heimili ömmu sinnar, Sæunnar Gísladóttur, á Brávallagötu hér í Reykjavík. — Hvers vegna valdir þú þér náttúrusvið? „Eiginlega valdi ég þetta ekki sjálfur — ég var ekki heima og bróðir minn innritaði mig. Ég var ánægður með það fyrst en núna er ég einhvern veginn farinn að hneigjast meira svona i huganum að „humanistiskum“ greinum.“ — Njóta slíkar greinar svona almennt séð í skólanum ekki minni virðingar en raungreinar? „Nei, ekki hef ég nú orðið var við það — og þó, kannske kemur ein- hver vottur af því fram í því að nýmálasvið hefur verið kallað „Flugfreyjusvið“.“ — Ætlar þú að halda áfram námi? , Já, það er ýmislegt að brjótast í mér — ég hef ekkert ákveðið enn- þá. Hefðbundnar greinar vekja ekki áhuga minn. Mér hefur t. d. Framhald á bls. 47. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.