19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 53
mæðralaun með fyrsta barni veru- lega. Það væri líka mjög æskilegt að geta unnið, t. d. hálfs dags vinnu, með náminu, en mér finnst þjóð- félagið sýna lítinn skilning á þörf einstæðra foreldra til aukinnar menntunar yfirleitt. ÉOVÍL EÍ6B SOH hífiEtóut, Ef hi EifiNRS! TittHTU ÖttCPurJA. ffft Ki n» HR.1. SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, nemandi í MH: Dreifbýlisstyrkurinn dugar skammt Eg er frá Eskifirði og nýt þess vegna dreifbýlisstyrks, sem er 4.000 nkr. yfir veturinn. Þennan styrk fá allir sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur. Hins vegar fær mað- ur ekki inni á dagheimili fyrir barn sitt í Reykjavík nema eiga lög- heimili hér. Þegar svona stendur á, þyrftu sveitarfélögin að semja sín á milli um málin svo að ekki þurfi stöðugt að vera að breyta lög- heimili, því að barnaheimili fyrir emstæða foreldra í námi er auðvit- að algjört skilyrði. En það þyrfti hka að koma til aðstoð við að út- Vega húsnæði í Reykjavik, þótt heimilið í Skeljanesi sé reyndar vísir að slíku. Ég bjó fyrst hjá systur minni og Ufn þessar mundir er ég hjá vina- fólki, en núna hef ég nokkuð góða von um íbúð í húsi F. E. F. í Skeljanesi; annars yrði ég að hætta námi. Dóttir mín er sem stendur hjá foreldrum mínum vegna hús- næðisvandræða og fjárskorts. Ég fæ enga styrki til námsins fyrir utan dreifbýlisstyrkinn og það er útilokað að vinna með mennta- skólanámi. Námið í dagskóla er það erfitt og barnsins vegna er það ógerlegt. Eitt er það þó sem horfir til bóta og það er fyrirhuguð lækk- un skatta á einstæðum foreldrum. BRYNDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR, háskólanemi: Mikill munur á lánamöguleikum Sé átt við nám i menntaskóla og viðkomandi býr ekki í foreldra- húsum fæ ég ekki séð að möguleik- ar séu neinir. Menntaskólanemar hafa ekki aðgang að námslána- kerfinu, heimavistir eða garðar eru ekki fyrir hendi, atvinnumöguleik- ar eru litlir, þar sem skólasókn tek- ur yfir meiri part dagsins og á kvöldin gengur ekki svo greiðlega að fá barnagæslu, auk þess sem það er dýrara. Þarna þyrfti að koma til húsnæði svipað því sem F. E. F. er að taka i notkun í Skeljanesi og fólk gæti búið i með- an námstími stendur. Hækka mætti mæðralaun eða taka upp tekjutryggingu. Nú eða taka upp námslán sem ekki yrðu verðtryggð, þannig að fólk kæmi ekki úr sínu námi með skuldabagga sem sam- svaraði lánum af meðalíbúð. Og vextir ekki einu sinni frádráttar- bærir til skatts! Ástandið batnar þó nokkuð þegar komið er að há- skólanum. Þar eru hjónagarðarnir þar sem einstæðir foreldrar geta fengið inni. Háskólanemar hafa einnig aðgang að námslánakerf- inu. Þó eru þau eins og áður er sagt afar óhagstæð. FRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR, sjúkraliði: Skeljanes er skref í rétta átt Ég var nú svo heppin að hafa lokið sjúkraliðanáminu, áður en ég varð einstæð móðir. Hins vegar hef ég áhuga á framhaldsnámi sem fyrst, en mér er það ekki kleift fjár- hagslega. Föstu útgjöldin vegna barnanna og svo skuldbindingar vegna íbúðar sjá fyrir því. Ég var búin að leigja á ellefu stöðum, áður en ég eignaðist eigið húsnæði; ég bjó eitt sinn í Borgarhreppi, tví- vegis á Akureyri, í Ölfusi, tvisvar í Hafnarfirði, í Kópavogi og á ýms- um stöðun í Reykjavík. Þetta hefur mest bitnað á eldri drengnum, en við höfðum búið á átta stöðum þegar hann var 6 ára gamall. Það segir sig sjálft, að þetta skapar rót- leysi hjá litlu barni og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar síðar meir. Það þarf nú ýmislegt að bæta ef einstæðir foreldrar eiga að geta aflað sér framtíðarmenntunar. Þeir þurfa aðgang að námslánum í fyrsta lagi og húsnæði meðan á námstíma stendur. Aðstaða til barnagæslu þyrfti líka að vera sjálfsögð. Þjóðfélagslega séð hlýtur þetta að vera ávinningur þegar fram í sækir. Heimilið í Skeljanesi á eftir að sýna hve þörfin er mikil, en þarna er þó komið fyrsta skrefið í rétta átt. Fríður Garðarsdóttir ásamt sonum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.