19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 66
BÆKUR BÆKUR BÆKUR Guðmundur Jónsson. Stórfróðlegt rit Sólrún B. Jensdóttir: ísland á brezku valdsvæði 1914—1918, Studia Historica nr. VI., Reykjavík 1980 Með sambandslögunum 1918 unnu Islendingar einn stærsta sig- ur sinn í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Heimsstyrjöldin fyrri flýtti fyrir þessum málalokum, en hún varð til þess að losa um tök Dana á Islandi, einkum efnahagsleg. Ann- að ríki og margfalt öflugra, Stóra-Bretland, hafði um þetta leyti öll ráð Islendinga í hendi sér, en eftir að stríðinu lauk lét það af beinni íhlutun í íslensk málefni. Um tök Breta á Islandi á stríðsár- unum er ítarlega fjallað í bók Sól- rúnar B. Jensdóttur, Island á brezku valdsvæði 1914—1918,sem kom út rétt fyrir síðustu jól. Bók Sólrúnar er að stofni til prófritgerð hennar til magisters- prófs við Lundúnaháskóla og er sjötta bindið í bókaflokknum Sagnfræðirannsóknir — Studia historica, sem Sagnfræðistofnun Háskóla Islands stendur að. Island á brezku valdsvæði 1914—1918 er fyrsta sagnfræðiritið þar sem ræki- lega er farið í saumana á sam- skiptum Breta og íslendinga í fyrri heimsstyrjöldinni. Ritið er enn- fremur merkilegt sökum þess að dregnar eru fram í dagsljósið 64 heimildir sem lítt eða ekki hafa verið kannaðar til- þessa. Eru þetta einkum gögn úr skjalasöfnum ráðuneyta í Bretlandi, Danmörku og á Islandi og er bersýnilega mest á skjölum breska utanríkisráðu- neytisins að græða. Við lestur bók- arinnar kemur enda í ljós að Sól- rún kann að segja frá ýmsu sem legið hefur í þagnargildi til þessa. Það voru ekki einungis hinar stríðandi þjóðir sem urðu fyrir skakkaföllum af völdum styrjald- arinnar. Hlutlausar þjóðir, þar á meðal Islendingar, voru nauðugar dregnar inn í harðvítugt við- skiptastríð hernaðarbandalag- anna. Bók Sólrúnar segir frá því, hvernig Bretar seildust til áhrifa á Islandi í styrjöldinni og gerðu landið að valdsvæði sínu. Sólrún gerir einnig nokkra grein fyrir breytingum á íslensku samfélagi sem leiddu af íhlutun Breta, eink- um á utanríkisverslun og tengsl ís- lands og Danmerkur. Aðalmarkmið Breta með af- skiptum sínum hér var að hindra viðskipti Islendinga við Miðveldin. Ráðskuðust þeir aðallega með utanríkisverslunina, en Sólrún nefnir einnig dæmi um afskipti Sólrún B. Jensdóttlr. þeirra af „hreinum“ innanlands- málum svo sem mannavali í opin- berum stofnunum og málefnum fyrirhugaðrar loftskeytastöðvar. Til Islands kom Eric G. Cable sendiræðismaður til að hafa um- sjón með aðgerðum Breta hér á landi. Cable varð brátt mjög valdamikill og að sama skapi um- deildur. Sólrún rekur nákvæmlega hvernig Bretar með Cable sem handbendi sitt reyndu að fá mál- um sínum framgengt. Þeir hófu eftirlit með skipaferðum, tóku skip sem grunuð voru um að flytja vör- ur til Þjóðverja og þvinguðu skipafélög til að ábyrgjast að vörur yrðu ekki fluttar til óvina Breta. Þá segir Sólrún frá hinum umfangs- miklu viðskiptasamningum ís- lendinga við Breta 1916 og við Bandamenn 1918, sem höfðu víð- tæk áhrif á íslenskt efnahagslíf, enda tóku þeir til mikils hluta ís- lenskrar utanríkisverslunar. Aftast í bókinni eru báðir viðskiptasamn- ingarnir birtir, og er það í fyrsta skipti sem öll ákvæði þeirra koma fyrir almenningssjónir. Islenskum stjórnvöldum þótti ekki henta á sínum tíma að birta þá í heild. Það kemur hvað eftir annað fram í bókinni að Bretar neyttu aflsmunar í skiptum sínum við ís- lendinga. Finnst mér einmitt fróð- legasta efni bókarinnar vera stefna Breta gagnvart Islendingum — að fá Islendinga með góðu eða illu til að ganga að kröfum sínum. I nið- urstöðukaflabókarinnar segir: „I fyrri heimsstyrjöld höfðu Bretar öll ráð íslenskrar utanríkisverslunar í hendi sér. Þótt landið lyti enn danskri stjórn, var það óumdeilan- lega á bresku valdsvæði. Aðstöðu- munur Breta og Islendinga í við- skiptaviðræðunum var mikill. Stórveldið hafði allt ráð smáþjóð- arinnar í hendi sér. Hún varð að ganga að skilmálum þess eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.