19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 66
BÆKUR BÆKUR BÆKUR
Guðmundur
Jónsson.
Stórfróðlegt
rit
Sólrún B. Jensdóttir:
ísland á brezku
valdsvæði 1914—1918,
Studia Historica nr. VI.,
Reykjavík 1980
Með sambandslögunum 1918
unnu Islendingar einn stærsta sig-
ur sinn í sjálfstæðisbaráttunni við
Dani. Heimsstyrjöldin fyrri flýtti
fyrir þessum málalokum, en hún
varð til þess að losa um tök Dana á
Islandi, einkum efnahagsleg. Ann-
að ríki og margfalt öflugra,
Stóra-Bretland, hafði um þetta
leyti öll ráð Islendinga í hendi sér,
en eftir að stríðinu lauk lét það af
beinni íhlutun í íslensk málefni.
Um tök Breta á Islandi á stríðsár-
unum er ítarlega fjallað í bók Sól-
rúnar B. Jensdóttur, Island á
brezku valdsvæði 1914—1918,sem
kom út rétt fyrir síðustu jól.
Bók Sólrúnar er að stofni til
prófritgerð hennar til magisters-
prófs við Lundúnaháskóla og er
sjötta bindið í bókaflokknum
Sagnfræðirannsóknir — Studia
historica, sem Sagnfræðistofnun
Háskóla Islands stendur að. Island
á brezku valdsvæði 1914—1918 er
fyrsta sagnfræðiritið þar sem ræki-
lega er farið í saumana á sam-
skiptum Breta og íslendinga í fyrri
heimsstyrjöldinni. Ritið er enn-
fremur merkilegt sökum þess að
dregnar eru fram í dagsljósið
64
heimildir sem lítt eða ekki hafa
verið kannaðar til- þessa. Eru þetta
einkum gögn úr skjalasöfnum
ráðuneyta í Bretlandi, Danmörku
og á Islandi og er bersýnilega mest
á skjölum breska utanríkisráðu-
neytisins að græða. Við lestur bók-
arinnar kemur enda í ljós að Sól-
rún kann að segja frá ýmsu sem
legið hefur í þagnargildi til þessa.
Það voru ekki einungis hinar
stríðandi þjóðir sem urðu fyrir
skakkaföllum af völdum styrjald-
arinnar. Hlutlausar þjóðir, þar á
meðal Islendingar, voru nauðugar
dregnar inn í harðvítugt við-
skiptastríð hernaðarbandalag-
anna. Bók Sólrúnar segir frá því,
hvernig Bretar seildust til áhrifa á
Islandi í styrjöldinni og gerðu
landið að valdsvæði sínu. Sólrún
gerir einnig nokkra grein fyrir
breytingum á íslensku samfélagi
sem leiddu af íhlutun Breta, eink-
um á utanríkisverslun og tengsl ís-
lands og Danmerkur.
Aðalmarkmið Breta með af-
skiptum sínum hér var að hindra
viðskipti Islendinga við Miðveldin.
Ráðskuðust þeir aðallega með
utanríkisverslunina, en Sólrún
nefnir einnig dæmi um afskipti
Sólrún B. Jensdóttlr.
þeirra af „hreinum“ innanlands-
málum svo sem mannavali í opin-
berum stofnunum og málefnum
fyrirhugaðrar loftskeytastöðvar.
Til Islands kom Eric G. Cable
sendiræðismaður til að hafa um-
sjón með aðgerðum Breta hér á
landi. Cable varð brátt mjög
valdamikill og að sama skapi um-
deildur. Sólrún rekur nákvæmlega
hvernig Bretar með Cable sem
handbendi sitt reyndu að fá mál-
um sínum framgengt. Þeir hófu
eftirlit með skipaferðum, tóku skip
sem grunuð voru um að flytja vör-
ur til Þjóðverja og þvinguðu
skipafélög til að ábyrgjast að vörur
yrðu ekki fluttar til óvina Breta. Þá
segir Sólrún frá hinum umfangs-
miklu viðskiptasamningum ís-
lendinga við Breta 1916 og við
Bandamenn 1918, sem höfðu víð-
tæk áhrif á íslenskt efnahagslíf,
enda tóku þeir til mikils hluta ís-
lenskrar utanríkisverslunar. Aftast
í bókinni eru báðir viðskiptasamn-
ingarnir birtir, og er það í fyrsta
skipti sem öll ákvæði þeirra koma
fyrir almenningssjónir. Islenskum
stjórnvöldum þótti ekki henta á
sínum tíma að birta þá í heild.
Það kemur hvað eftir annað
fram í bókinni að Bretar neyttu
aflsmunar í skiptum sínum við ís-
lendinga. Finnst mér einmitt fróð-
legasta efni bókarinnar vera stefna
Breta gagnvart Islendingum — að
fá Islendinga með góðu eða illu til
að ganga að kröfum sínum. I nið-
urstöðukaflabókarinnar segir: „I
fyrri heimsstyrjöld höfðu Bretar öll
ráð íslenskrar utanríkisverslunar í
hendi sér. Þótt landið lyti enn
danskri stjórn, var það óumdeilan-
lega á bresku valdsvæði. Aðstöðu-
munur Breta og Islendinga í við-
skiptaviðræðunum var mikill.
Stórveldið hafði allt ráð smáþjóð-
arinnar í hendi sér. Hún varð að
ganga að skilmálum þess eða