19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 27
algengt að bæði hjónin vinni úti,
eins og sagt er, en áður fyrr vann
konan næstum eingöngu að heim-
ilisstörfum. Þessi breyting veldur
vaxandi þörf fyrir dagvistunar-
stofnanir.“
Og síðar: „Spurningin um
verkaskiptingu innan fjölskyld-
unnar minnir á að breyting hefur
einnig orðið á hvaða augum við
lítum á sambandið á milli hjóna og á
milli foreldra og barna. Þetta sam-
band er að færast í meiri jafnréttisátt
en áður tíðkaðist. Hví skyldu kon-
ur vera bundnar við matargerð og
barnauppeldi og því skyldu karlar
vera bundnir við að vinna úti? Er
ekki eðlilegra að bæði kynin deili
með sér þeim verkum, sem vinna
þarf bæði innan heimilis og utan?“
Siðar í kaflanum er einnig fjall-
að um einstæða foreldra og börn og
er það mikil framför, því í hefð-
bundnum hugmyndum um fjöl-
skylduna er ekki gert ráð fyrir
annars konar fjölskyldum en þeim
sem um getur í ævintýrunum: Karl
og kona hittast, verða ástfangin,
eignast börn og lifa saman til ævi-
loka. Tæpast hefur verið litið á
einstætt foreldri og barn þess sem
fjölskyldu.
Dæmi sem þetta, gefur vissulega
tilefni til bjartsýni.
Annað dæmi er bókin „Unga
fólkið og eldhússtörfin“. Að vísu er
þar ekki á ferðinni ný bók, heldur
hefur verið breytt um nafn á bók-
inni „Unga stúlkan og eldhús-
störfin“. í formála að þeirri útgáfu
sagði: „Flest störf krefjast þekk-
ingar og eru heimilisstörfin þar síst
undantekning. Konur (!) þurfa að
afla sér hennar á unga aldri og æfa
saman huga og hönd...“ Þessi út-
gáfa var notuð til skamms tíma.
Nýtni tefur þróunina
En því miður heyra slíkar bækur
enn til undantekninga. Yfirleitt
eru sömu bækurnar notaðar í
grunnskólunum árum og jafnvel
áratugum saman og því tekur
breytt hugarfar langan tíma að sí-
ast inn í öll fög.
Ólafur H. Jóhannsson, skóla-
stjóri Æfingaskóla Kennarahá-
skóla Islands, tók fyrir nokkrum
árum saman ritgerð, þar sem hann
kannaði efni um fjölskylduna í ís-
lenskum námsbókum. Þar segir
hann að lítið sem ekkert úrval hafi
verið af námsbókum innan hverrar
námsgreinar og jafnframt hafi
sömu bækurnar verið mjög lengi í
notkun, aðeins endurprentaðar
eftir þörfum.
Sem dæmi nefnir hann lestrar-
bækur i samantekt Freysteins
Gunnarssonar, sem komu út á ár-
unum 1940—1948. íslandssaga
Jónasar Jónssonar er líka komin til
ára sinna, því hún kom fyrst út árið
1910. Vegna þessa telur Ólafur að
bil myndist milli ýmissa þeirra
gilda og viðhorfa, sem fram komi í
bókunum og þeirra, sem viður-
kennd séu í samfélaginu.
í ritgerðinni athugar Ólafur
skólabækur þær, sem notaðar voru
árið 1974 í 4., 6. og 8. bekk grunn-
skólans. I stuttu máli voru niður-
stöður hans þær, að efni um fjöl-
skylduna sé lítið að vöxtum i þeim
bókum, sem athugaðar voru, að sú
fjölskyldumynd sem í efninu birtist
sé fyrst og fremst mynd fjölskyld-
unnar í islensku bændasamfélagi
og að af því leiði að efni námsbók-
anna hafi ekki breyst jafnhratt og
þjóðfélagið, sem leiði svo til mis-
ræmis milli efnisins og hins félags-
lega veruleika barnsins, sem nemur
þetta efni.
Er fjölskyldan aukaatriði?
Á þeim sjö árum, sem liðin eru
síðan Ólafur gerði athugun sína
hefur heldur mjakast í rétta átt. Þó
leiddi óvísindaleg hraðkönnun,
sem ég gerði á nokkrum námsbók-
um í yngri bekkjum grunnskólans,
að sumu leyti það sama í ljós.
Fjölskyldan kemur afar óvíða fyrir
í bókunum og þá ekki síður verka-
skipting kynjanna á vinnumark-
aði. Flestar bókanna gera þvi
hvorki að viðhalda ríkjandi við-
horfum né útrýma þeim.
Og enn eru sums staðar í notkun
Nú er ekki lengur talið útilokað að stúlkur
geti haft áhuga á hefðbundnum „karl-
mannsstörfum" eins og trésmíði. Myndin er
úr bókinni „Komdu í leit um bæ og svelt."
bækur eins og „Lesum og lærum,“
sem ætluð er yngstu krökkunum.
Þar er hlutverk konunnar augljóst í
gegnum alla bókina. Mamma fer
með börnin til læknis og þau
hjálpa mömmu með uppþvottinn.
Pabbi kemur þar hvergi nærri.
Það getur verið að sumum finn-
ist þetta vera smáatriði og að þarna
sé aðeins verið að lýsa hlutunum
eins og þeir séu víðast hvar. En það
eru einmitt svona „smáatriði“ sem
hjálpa til við að viðhalda þjóðfél-
agsmynd, sem annars er á undan-
haldi. Og þótt þau komi ekki í veg
fyrir að konur og karlar nái jafn-
rétti á öllum sviðum þjóðlífsins, þá
geta þau tafið fyrir.
Þess vegna ber því að fagna að
þeir sem sjá um útgáfu námsbóka
fyrir börn, skuli vera vakandi í því
að breyta þessu í nýju bókunum.
25