19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 30
Tækninám samræmist ekki
kvenímyndinni
Tækniskólinn er ekkert aðlað-
andi og námið ekki aðgengilegt.
Það samræmist ekki kvenímynd-
inni. Stúlkur hafa heldur ekki
fengið næga uppörvun. Við erum
ekki aldar upp við að tækni sé eitt-
hvað fyrir okkur. Uti í Danmörku
háði það mér að ég vissi ekki nafnið
á algengustu verkfærum, hvorki á
dönsku né íslensku. Maður verður
að fara inn í tækniskóla með sér-
stöku hugarfari og það er mikil-
vægt að þekkja konur sem hafa
haft svipaða reynslu, konur sem
skilja mann og vilja ræða málin. —
En ég sé svo sannarlega ekki eftir
því að hafa farið í tækninám og ég
tel mikla ástæðu til að hvetja kon-
ur að leggja út á þessa braut.
Konur spyrja annarra spurninga
Tæknifræði er afstaða hlutar til
hlutar, einkalífi og samfélagi er
haldið utan við. Þetta þýðir að
tækniþróun skeður í tómarúmi,
þar sem enginn spyr hvað hlutirnir
þýða fyrir samfélagið eða fyrir
manneskjuna sjálfa. Þess vegna er
mjög áríðandi að við konur fáum
skilning á tækniþróun og getum
þar með haft áhrif á hana. Konur
hafa i uppeldinu lært að taka tillit
til félagslegra þátta og umhverfis,
og ég er viss um að við komum til
með að spyrja annarra spurninga
en karlar þegar við hönnum götur,
gangstéttir og mannvirki. Við
spyrjum, „Hvar eiga börnin að
vera?“ Við hugsum um manneskj-
una sem á að lifa og hrærast í um-
hverfinu — hvar leiksvæðin eru og
hvernig á að komast áfram með
barnavagn.
Iðnskólinn í Reykjavík
Samanburður á nemendafjölda
Iðnskólans í Reykjavík
Konur Karlar Alls
Skólaárið
1970-71 95 10% 841 90% 936
Skólaárið
1980-81 198 18% 877 82% 1075
Miðar þótt hægt fari
Þegar bornar eru saman skýrslur
Iðnskólans í Reykjavik frá árunum
1970—71 og frá 1980—81, má sjá
að stefnt hefur í rétta átt á þessu
tímabili, þótt sú þróun sé alltof
hæg.
Enn sem fyrr eru konurnar
flestar í hársnyrtingu, þ. e. hár-
greiðslu og hárskurði, eða 90 alls á
móti 7 körlum.
En konur eru að sækja í sig
veðrið og nokkrar hafa farið í iðn-
greinar sem konur hafa ekki
stundað áður, s. s. húsgagnbólstr-
un, málmiðnir, tréiðnir og út-
varpsvirkjun.
Það opnaðist
fyrir mér
nýr heimur
Hrönn Hjaltadóttir.
Rætt við
Hrönn Hjaltadóttur
loftskeytamann og
nema í útvarpsvirkjun
Hrönn er Reykvíkingur, enda
þótt hún sé loftskeytamaður á tog-
aranum á Kaldbaki frá Akureyri.
Eftir jól í vetur fékk hún mann til
að leysa sig af svo hún gæti stundað
nám í útvarpsvirkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík.
Það var greinilega góð regla á
hlutunum á efstu hæð í vestur-
álmu skólans, þar sem nemar í út-
varpsvirkjun voru í verklegum
tímum. Áhuginn lýsti af hverju
andliti, þar sem menn einbeittu sér
við vinnuna. Hrönn var þarna
greinilega í essinu sínu. Blaða-
maður 19. júní þorði ekki að tefja
nema stutta stund svo við mæltum
okkur mót eftir skóla.
Varí 13 ár hjá KRON
Ég lauk prófi frá Kennaraskól-
anum árið 1961 og fór síðan að
vinna á skrifstofu — lengst af hjá
KRON, í 13 ár samfleytt. Ég var
orðin leið á að sitja á skrifstofu, en
endanlega sagði ég upp vegna þess
að seinustu árin vann ég skrif-
stofustjórastörf, þótt ég fengi ekki
það starfsheiti og þar af leiðandi
ekki þau laun sem mér bar. Ég
ákvað því að segja upp og fara í
28