19. júní


19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 47
velja beri konur séu þær jafnhæfar körlum í þau störf þar sem karl- menn hafa-verið svo til einráðir áður. Þar hefur einnig gilt sú regla síðan 1975 að velja beri a. m. k. eina konu í hverja nefnd ráð eða stjórnir sem kosið er í hjá hinu opinbera. — Og í Svíþjóð þá verða fyrirtæki sem njóta opinbers fjár- stuðnings að hafa a. m. k. 40% af hvoru kyni í störfum.“ — Gæti það ekki bitnað á kon- um ef lögboðið væri að velja þær í störf með þessum hætti? „Ég hef fundið að nokkurs mis- skilnings gætir í því sambandi að sumir telja að í þessu ákvæði felist að konur þurfi ekki að standa jafnfætis körlum hvað hæfni varð- ar til að veljast tímabundið í störf, Til félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis Háttvirt félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis hefur sent Kvenréttindafélagi íslands (KRFf) til umsagnar frumvarp til laga um breyting á lögum um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976, 261. mál. ásamt breytingar- tillögum á þskj. 552. Stjórn KRFf fagnar framkomnu frumvarpi ásamt breytingartillögum og væntir þess, að umræður á Alþingi verði til þess að vekja athygli háttvirtra alþingismanna og landsmanna allra á þeirri staðreynd, að þótt nú séu senn liðin 5 ár siðan lög um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 voru samþykkt, hefir harla lítið þokast í jafn- réttisátt. Lögin hafa ekki orðið sá breytingavaldur, sem menn gerðu sér vonir um. Stjórn KRFÍ telur orsök þess m. a. vera að stjórnarvöld hafa vanrækt þá skyldu, sem lögin leggja þeim á herðar þ. e. að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Starfsgreinar á hinum almenna vinnumarkaði skiptast enn að miklu leyti í hefðbundin karla- og kvennastörf, þar sem þau síðarnefndu eru undantekningarlítið metin lægst til launa af öllum störfum í þjóðfélaginu. Hjá riki og bæjarfélögum sitja konur að meiri hluta í lægstu launa- flokkunum á meðan karlar eiga greiðari leið í hærri launaflokka og ábyrgðarstöður. Að þessu athuguðu hefir stjórn KRFf varpað fram þeirri spurningu, hvort nauðsynlegt sé að lögbinda tíma- bundin forréttindi konum til handa til að útiloka misrétti í framtiðinni. Stjórn KRFÍ telur nauðsynlegt að lög nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla verði endurskoðuð í heild i ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur á s.l. 5 árum. Við endurskoðun laganna væri eðlilegt að hafa jafn- réttislög nágrannalanda okkar til viðmiðunar og vill stjórn KRFf þá sérstaklega benda á norsku jafnréttislögin, sem stjórnin leyfir sér að láta fylgja umsögn þessari. Um frumvarp til laga um breyting á lögum um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 ásamt breytingartillögum vill stjórn KRFf taka fram eftirfarandi: 1. grein: Lítill merkingarmunur virðist felast i orðalagi frum- varpsins frá 3. gr. laganna eins og hún er nú, en einsýnt er, að orðalag þarf að vera svo skýrt, að ekki leiki nokkur vafi á, hvernig skilja beri. 2. grein: Einn af höfundum frumvarps til laga um jafnrétti kvenna og karla, er urðu lög nr. 78/1976 var Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður og dósent við laga- deild Háskóla fslands. Stjórn KRFf leyfir sér að vitna í ræðu hennar, er hún flutti á 28. norræna lögfræðinga- þinginu í Kaupmannahöfn 1978: „Þegar sett hafa verið lög um jafnrétti kynjanna eins og gert hefur verið á fslandi, þar sem tilgangur laganna er að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla, þá hafa stjórnarvöld þar með tekið að sér að stuðla að þessu jafnrétti. Stjórnarvöldum ber þá skylda til að sjá um, að konur og karlar hafi sömu möguleika til menntunar og starfa. Ef sú staða kemur upp, að karl og kona sækja um starf í starfsgrein þar sem annað kynið er allsráðandi, og bæði tvö hafa sömu hæfileika og menntun til að bera, þá skal veita þeim aðila starfið, sem er af því kynferði, sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein. Ég tel sem sagt, að konur verði að vera sömu hæfileikum búnar og karlar, til þess að fá starf, og að ekki eigi að veita þeim forréttindi eingöngu vegna kynferðis þeirra.“ Greinilegt er, að sá andi jafnréttislaganna, sem Guðrún Erlendsdóttir minnist á, hefir ekki verið túlkaður eins og höfundar frumvarps laganna gerðu sér vonir um. Innan stjórnar KRFl eru skiptar skoðanir um orðalag 2. greinar frumvarps til laga um breyting á lögum um jafn- rétti kvenna og karla og telur stjórnin þörf á ítarlegri umræðu uni hvernig orða beri lögin svo tryggt sé, að markmið þeirra náist. Þess vegna telur stjórn KRFf nauðsynlegt að endur- skoða í heild lög nr. 78:1976 á þann veg, að það tryggi það jafnrétti, sem höfundar frumvarps nefndra laga ætluðu þeim. En ef 2. grein frumvarps til laga um breyting á lögum um jafnrétti kvenna og karla nær fram að ganga, telur stjórn KRF'f eðlilegra að ákvæðin nái jafnt til karla og kvenna, eins og fram kemur í breytingartillögu á þskj. 552. Þá telur stjórn KRFf eðlilegt, að slík ákvæði verði endur- skoðuð að 5 árum liðnum. 3. grein: Stjórn KRFÍ er ljós nauðsyn þess, að atvinnurekendur veiti Jafnréttisráði, ef það óskar þess, upplýsingar um hvað lagt var til grundvallar við ráðningu karls í starf, ef meðaJ umsækjenda er jafn hæf kona og öfugt, svo að það geti metið, hvort um mismunun sé að ræða. 4. grein: Jafnréttisráð hefur frá byrjun búið við alvarlegan fjár- skort og haft of lítið starfslið (sbr. skýrslu Jafnréttisráðs 1976-79). Stjórn KRFf bendir á brýna nauðsyn þess, að ráðinu sé jafnan séð fyrir nægilegu fé til að það geti sinnt þeim verkefnum, sem þvi er falið lögum samkvæmt. Ennfremur styður stjórn KRFf 5. grein breytingatil- lagna á þskj. 552, að málskostnaður greiðist úr rikissjóði. Stjórn KRFf vill að lokum ítreka, að við samþykkt laganna um jafnrétti kvenna og karla nr. 78/1976 hafi stjórnvöld tekið að sér að stuðla að auknu jafnrétti, því beri ráðamönnum þjóðfélagsins skylda til að ganga á undan með góðu fordæmi við að afnema hvers konar misrétti milli kynjanna. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar KRFÍ, Esther Guðmundsdóttir formaður. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.