19. júní


19. júní - 19.06.1984, Side 15

19. júní - 19.06.1984, Side 15
Kvennaheimili — Kvennahús Síðastliðinn hálfan annan áratug hefur átt sér stað öflug vitundarvakning meðal kvenna víða um heim. I kjölfar hennar hafa konur tekið að hasla sér völl á æ fleiri sviðum þjóðfélagsins og jafnframt hefur þátttaka þeirra í ýmsum félagsstörfum aukist stórlega. Um 1970 fer þessarar vakningar að gæta hér á landi svo einhverju nemur. Konur tóku að láta margvísleg mál til sín taka í ríkara mæli en áður og fram komu nýjar hreyflngar kvenna. Má í því sambandi benda á Úur, sem voru hópur ungra kvenna innan KRFÍ er starfaði um skeið og stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Síðan hefur hver stórviðburðurinn rekið annan á þessu sviði og er skemmst að minnast öflugrar sóknar kvenna i síðustu bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Það er engin ládeyða í þessum málum og alltaf er eitthvað nýtt á döflnni og verkefni ærin sem ástæða væri til að huga að. Eitt nýjasta málefni sem konur hafa hrundið í framkvæmd er stofnun svonefnds Kvenna- húss í Reykjavík. Hallveigarstaðir — Samtök kvenna eignast athvarf Hugmyndin um „kvennahús“ er reyndar ekki ný af nálinni. 15. des- ember 1925 var stofnað í Reykjavík hlutafélag er bar nafnið „Hlutafélagið Kvennaheimilið“. Tilgangurinn með stofnun þess var „að koma upp sam- komuhúsi í Reykjavík handa íslenzkum konum, þar sem þær geta dvalið um lengri eða skemmri tíma“ eins og stendur í ávarpi sem birtist í 19. JÚNI 1926. Ennfremur var ætlunin að sam- tök kvenna í landinu ættu þar athvarf fyrir starfsemi sína. Ymis atvik urðu þess valdandi að hugmynd þessi komst aldrei í framkvæmd nema að litlu leyti. Um þetta segir Sigríður J. Magnússon fyrrverandi formaður KRFI m.a. í 19. JÚNÍ 1967: „Vitanlega olli það vonbrigðum að hverfa varð frá hinni upprunalegu fyrir- ætlun að í Hallveigarstöðum yrði gisti- heimili fyrir ungar stúlkur utan af landi, sem dveldu hér í Reykjavík við nám. En ómögulegt reyndist að fá bygg- ingarleyfi fyrir svo stóru húsi á lóðinni við Túngötu og Garðastræti, svo að það er fyrir löngu úr sögunni, enda hafa nú á síðustu áratugum verið reistir skólar víðsvegar um landið, svo að þörfin fyrir gistiheimili er ekki eins brýn og hún var fyrir 20 árum. Félagasamtök kvenna hafa aftur á móti eignast öruggan sama stað.“ Bygging hússins dróst mjög á langinn ýmissa orsaka vegna sem ekki verða raktar hér. Reyndar væri það verðugt verkefni að fjalla ítarlega um sögu Hall- veigarstaða. Kristín L. Sigurðardóttir sem var formaður framkvæmdastjórnar Hallveigarstaða 1963 segir m.a. í grein í 19. JÚNÍ sama ár: „Þar sem bygging hússins af óvið- ráðanlegum ástæðum hefur dregist svo Texti: Gullveig Sæmundsdóttir lengi, hefur það leitt til þess, að teikn- ingar og jafnvel hugmyndin um Hall- veigarstaði er orðin úrelt og á eftir Hallveigarstaðir. (Tímamynd Róbert). 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.