19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 15
Kvennaheimili — Kvennahús Síðastliðinn hálfan annan áratug hefur átt sér stað öflug vitundarvakning meðal kvenna víða um heim. I kjölfar hennar hafa konur tekið að hasla sér völl á æ fleiri sviðum þjóðfélagsins og jafnframt hefur þátttaka þeirra í ýmsum félagsstörfum aukist stórlega. Um 1970 fer þessarar vakningar að gæta hér á landi svo einhverju nemur. Konur tóku að láta margvísleg mál til sín taka í ríkara mæli en áður og fram komu nýjar hreyflngar kvenna. Má í því sambandi benda á Úur, sem voru hópur ungra kvenna innan KRFÍ er starfaði um skeið og stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Síðan hefur hver stórviðburðurinn rekið annan á þessu sviði og er skemmst að minnast öflugrar sóknar kvenna i síðustu bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Það er engin ládeyða í þessum málum og alltaf er eitthvað nýtt á döflnni og verkefni ærin sem ástæða væri til að huga að. Eitt nýjasta málefni sem konur hafa hrundið í framkvæmd er stofnun svonefnds Kvenna- húss í Reykjavík. Hallveigarstaðir — Samtök kvenna eignast athvarf Hugmyndin um „kvennahús“ er reyndar ekki ný af nálinni. 15. des- ember 1925 var stofnað í Reykjavík hlutafélag er bar nafnið „Hlutafélagið Kvennaheimilið“. Tilgangurinn með stofnun þess var „að koma upp sam- komuhúsi í Reykjavík handa íslenzkum konum, þar sem þær geta dvalið um lengri eða skemmri tíma“ eins og stendur í ávarpi sem birtist í 19. JÚNI 1926. Ennfremur var ætlunin að sam- tök kvenna í landinu ættu þar athvarf fyrir starfsemi sína. Ymis atvik urðu þess valdandi að hugmynd þessi komst aldrei í framkvæmd nema að litlu leyti. Um þetta segir Sigríður J. Magnússon fyrrverandi formaður KRFI m.a. í 19. JÚNÍ 1967: „Vitanlega olli það vonbrigðum að hverfa varð frá hinni upprunalegu fyrir- ætlun að í Hallveigarstöðum yrði gisti- heimili fyrir ungar stúlkur utan af landi, sem dveldu hér í Reykjavík við nám. En ómögulegt reyndist að fá bygg- ingarleyfi fyrir svo stóru húsi á lóðinni við Túngötu og Garðastræti, svo að það er fyrir löngu úr sögunni, enda hafa nú á síðustu áratugum verið reistir skólar víðsvegar um landið, svo að þörfin fyrir gistiheimili er ekki eins brýn og hún var fyrir 20 árum. Félagasamtök kvenna hafa aftur á móti eignast öruggan sama stað.“ Bygging hússins dróst mjög á langinn ýmissa orsaka vegna sem ekki verða raktar hér. Reyndar væri það verðugt verkefni að fjalla ítarlega um sögu Hall- veigarstaða. Kristín L. Sigurðardóttir sem var formaður framkvæmdastjórnar Hallveigarstaða 1963 segir m.a. í grein í 19. JÚNÍ sama ár: „Þar sem bygging hússins af óvið- ráðanlegum ástæðum hefur dregist svo Texti: Gullveig Sæmundsdóttir lengi, hefur það leitt til þess, að teikn- ingar og jafnvel hugmyndin um Hall- veigarstaði er orðin úrelt og á eftir Hallveigarstaðir. (Tímamynd Róbert). 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.