19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 41
Virginia Wolf að hafa verið svikin um réttmætan ákerf af reynslunni, líkt og Virginia telur til að mynda Charlotte Broné gefa til kynna í Jane Eyre. (Bls. 103). Eða þá konurnar beygðu sig fyrir ofurvaldi karl- viðhorfanna, breyttu eigin gildismati og viðhorfum til að þóknast skoðunum þeirra, í stað þess að skrifa eins og konur og virða „að vettugi sífelldar áminn- ingar hins eilífa læriföður - skrifaðu þetta, hugsaðu þetta“ (103). Þessir erfiðleikar, skrifar Virginia, voru þó smámunir einir bornir saman við stærsta hjallann, skortinn á kvenlegri hefð. Bókmenntahefð var karla- hefð og nægði ekki konum „því að við hugsum til baka gegn um mæður okkar ef við erum konur.“ (106) Hið nýja bókmennta- form, skáldsagan ( og hún var nýtt form á þeim tímum sem Virginia fjallar þarna um) hentaði konum vegna þess að skáldsagan var ekki „storknuð og fullmótuð“ heldur nógu „ung til að vera mjúk í höndum kvenna." Þegar Virginia svo hættir að líta um öxl en horfir í stað þess fram á við og til eigin tíma, hvaða vonir gerir hún sér um kvennabækur? f svarinu felst gagnrýni, sem við getum fullt eins vel tekið til umræðu núna, hálfri öld síðar: „Lestur og gagnrýni kynnu að hafa víkkað sjóndeildarhring þeirra (kvenrit- höfundanna), aukið næmi þeirra og skilning. Tilhncigingin til að skrifa sjálfsævisögu kynni að vera horfin. Þær kynnu að vera farnar að nota skriftir til listrænnar tjáningar en ekki sem aðferð til að lýsa sjálfum sér.“ (111/112). Virginia Woolf heldur því m.a.s. frant að það sé glötun að vera bara karl eða bara kona, maður verður að vera kven-karllegur eða karl-kvenlcgur. „Það er glötun fyrir konu að leggja minnstu áherslu á nokkur klögumál: að standa í málflutningi, jafnvel þó það sé í þágu réttlætisins: og yfirleitt að tala í vitund þess að hún sé kona“ (bls. 144/5) Líklega þurfi mikill hugur að vera tvíkynja, í heilanum gætu verið tveir hlutir, kvenhluti og karlhluti. „Einhvers konar samvinna verður að eiga sér stað í huganum á milli karls og konu hjónavígsla andstæðnanna." (145) Eitt mikilvægasta frumatriðið í list- sköpuninni er þá „að skrifa eins og kona, sem hefur gleymt því að hún er kona“ - þá hefur verkið þann kynbundna kost „sem því aðeins kemur fram að kynið sé ómeðvitað um sjálft sig.“ (Væri ég hér að leitast við að skrifa gagnrýni á „Sérherbergi" væri þetta sú kenning, sem ég myndi staldra lengst við. En vegna þess að ég ætla mér ekki þá dul að ritdæma bókina, læt ég nægja að vekja máls á þessu!). Því verður ekki haldið fram, að Virginia Woolf fari beina leið að settu marki, þvert á móti leiðir hún lesandann hingað og þangað í rabbkenridunt stíl sínum, endurtekur, stígur stundum tvö skref áfram og eitt aftur á bak, glettin, stríðin, vekjandi, mcinhæðin og fræðandi í senn. Það, sem hérhefurverið sagt um hugmyndir hennar og kenningar er harla yfirborðskennt, því alls staðar liggur ný kveikja í leyni handa lesandanum að velta vöngum yfir. Allt bendir þó í eina átt því allir þræðir koma saman í lokin. Bókinni lýkur svo með hvatningarorðum til þeirra náms- meyja, sem hlýtt hafa á fyrirlestra Virginiu í Cambridge og til allra lesenda bókarinnar. Systir Shakesþeares lifir enn - „í ykkur og í mér og í mörgum konum öðrum, sem eru hér ekki í kvöld vegna þess að þær eru að þvo upp og koma börnunum í rúmið. En hún lifir; því mikil skáld deyja ekki; þau eru alltaf nærvcrandi; þau vantar bara tækifærið til að ganga um á meðal okkar í holdinu. Þetta tækifæri held ég að nú sé ykkar að geta gefið henni.“ „Sérherbcrgi" Virginiu Woolf er ein þeirra bóka, sem opna augun fyrir nærveru tækifæranna. Hafi þýðandi og útgefendur þökk fyrir að færa okkur bókina heint. Þýð- ing Helgu Kress er bráðsnjöll og textinn gerður enn aðgengilegri með greinargóðum skýringum hennar aftast. Allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar: Megi hún lengi lifa og lesast! Ms Málgagn jafnaðarmanna alþýöu- UlEEnm Ármúla 38 Reykjavík - Sími 81866 - Pósthólf 320 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.