19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 46

19. júní - 19.06.1984, Page 46
Hér fer Ragnhildur höndum um eitt verka sinna „Útrás“. „Mörgum finnst ég hugsa of mikið um dauðann, kannski vegna þess að ég er enn of ung til að eiga að hugsa urn slíkt. Sumir túlka þetta sem bölsýni en það er ekki það sem vakir fyrir mér. Um leið og maður bendir á dauðann er hægt að vekja fólk til umhugsunar um lífið. Líf sprettur upp af dauða og dauði af lífi. Hvorugt getur án hins verið." - Pú sýnir hér fullunnar vinnuteikn- ingar. Hversu mikilvæg er teikningin fyrirþig? „Hún er mjög mikilvæg, það er nauð- synlegt að halda sér vel við og ég hef mikla ánægju af því að teikna. Þegar ég fæ hugmynd forma ég hana fyrst í grófri skissu. Ég sé hugmyndina strax í þrí- vídd og síðan útfæri ég eftir fyrstu skiss- unni mjög svo nákvæma þríviddar- teikningu, eins og þær sem ég sýni hér á sýningunni. Ut frá þeirri teikningu móta ég síðan. Leirinn hentar mér vel, en hann hefur auðvitað sínar takmark- anir. Mér hentar best að vinna með stór form. Þau eru hundrað sinnum áhrifa- meiri. En leirinn setur mér þar nokkrar skorður vegna þess að hann leyfir ekki mjög stór verk. Þetta hef ég leyst með því að nota einingar sem ég síðan raða saman, eins og sjá má á mynd I. í verk- inu „Útrás“.“ - Hvernig á góð höggmynd að vera? „Það skiptir ekki máli hvort hún er falleg eða ljót, en hún verður að vera áhrifamikil. Fegurðin ein er aukaatriði, tjáningin mikilvægust. Góð höggmynd á að orka sterkt á fólk, vekja það og fá það til að hugsa. Þegar fegurð og tján- ing fara saman er höggmyndin full- kornin." - Hver eru þín framtíðaráform? „Að ári ætla ég að fara til Ameríku í framhaldsnám ásamt manninum mínum. Ég vil vinna einhvern tíma áður, umfram allt setjast niður og hugsa um hvað ég vil gera. Auðvitað mótast maður mikið í skóla, það er auðvitað til góðs ef áhrifin eru beisluð undir eigin persónuleika. Með því að rýna inn í sjálfan sig og vera fullkomlega heiðar- legur hlýtur listamaðurinn að geta fundið sinn persónulega stíl, sem hann getur þróað og þroskað í gegnum lífið. Þessi sýning hefur verið mér ómetanleg reynsla, jafnvel þó svo ekkert hefði komið út úr henni.“ 46

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.