19. júní


19. júní - 19.06.1984, Page 82

19. júní - 19.06.1984, Page 82
Fjölbreytt starfsemi KRFÍ Skýrsla stjórnar flutt á aðalfundi 21. mars 1984 Á aðalfundi KRFÍ, sem haldinn var 21. mars s.I. kom fram í skýrslu stjórnar er formaður félagsins, Esther Guðmundsdóttir, flutti að starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti s.I. vetur. Stjórn og varastjórn hefur komið saman a.m.k. einu sinni í mánuði, en framkvæmdastjórn semí eiga sæti formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri hafa komið saman reglulega þess á milli. Félagsmenn eru nú um 460 og aðildarfélög 43. Skipulagsbreyting var gerð á skrifstofu félagsins s.l. haust. Skrifstofan hafði aðeins verið opin tvo tíma einu sinni í viku og veitti Júlíana Signý Gunnars- dóttir henni þá forstöðu. Stjórn KRFÍ ákvað að gera tilraun með að hafa skrif- stofuna meira opna og hefur hún nú verið opin í vetur frá mánudegi til fímmtu- dags frá kl. 14-17. Starfsmaður félagsins nú er Ragnheiður Eggertsdóttir. Félagsfundir Félagsfundir hafa veriö haldnir í hádeginu og virðist það fundarform gefast nokkuð vel þó svo að nokkrar óánægjuraddir hafi heyrst frá þeim, sem vegna vinnu sinnar komast ekki í hádeginu. Fyrsti hádegisfundurinn í vetur var hald- inn 29. september s.l. að Hótel Loftleiðum. Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður kom á fundinn og sagði frá störfum nefndar, sem menntamálaráðherra hafði skipað og kanna á möguleika á samfelldum skóladegi og hvernig efla megi tengsl heimilis og skóla. Margt fróðlegt kom fram en því miður var fundurinn mjög illa sóttur. Annar fundur var haldinn 10. nóvember í Lækjarbrekku og var Jóhanna Sigurðardótt- ir, alþingismaður gestur fundarins og talaði hún um launamál kvenna. Þann fund sóttu um 30 manns. Aftur voru launamál kvenna til umræðu á hádegisfundi 16. febrúar og var hann einnig haldinn í Lækjarbrekku. Björg Einarsdóttir sagði frá störfum Framkvæmdanefndar um launamál kvenna og Guðrún Óladóttir sagði frá Samtökum kvenna á vinnumarkaðnum. Fundurinn var líflegur og ágætlega sóttur. Síðasti fundurinn í vetur er fyrirhugaður 17. maí í Lækjarbrekku og verður þá fjallað um aðgerðir hér heima og erlendis í lok kvennaáratugs SÞ. 1985. Ráðstefnur og aðrir fundir Þann 1. október s.l. var haldinn fundur með formönnum aðildarfélaga KRFÍ og 82 félagsmönnum sem búa utan Stór-Reykja- víkursvæðisins. Tilgangurinn með fundi þessum var m.a. að koma á betri tengslum milli aðildarfélaga KRFÍ og félagsins í Reykjavík. Tenglahópur sem í eiga sæti Björg Einarsdóttir, Helga Möller, Hlédfs Guðmundsdóttir og Sigrún Sturludóttir sá um veg og vanda þessa fundar, sem byrjaði með morgunkaffi í sal Bandalags kvenna, því næst voru flutt erindi í húsnæði KRFÍ, og gerði formaður þar grein fyrir starfi félags- ins. Elín Pálsdóttir Flygenring fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs fjallaði um stöðuna í jafnréttismálum og um lög og reglugerðir o.fl. Erna Indriðadóttir frétta- maður fjallaði um kvennabaráttuna og laun- þegahreyfinguna. Hádegismatur var í boði KRFÍ. Þá las Sigrún Valbergsdóttir leikari úr bókinni Önnu eftir Stefaníu Þorgríms- dóttur og Sigrún Eðvaldsdóttir lék einleik á fiðlu. Sérstakir gestir fundarins voru María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasam- bands íslands og Unnu Schram Agústs- dóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og ávarpaði María fundarmenn fyrir þeirra hönd. Eftir hádegi voru um- ræður. Fundinn sátu um 40 konur. Ráðstefna var haldin 28. janúar í tengslum við afmæli félagsins sem er 27. janúar. Ráð- stefnan var haldin að Hótel Loftleiðum og bar hún heitið Endurmat á störfum í þjóð- félaginu. Framsöguerindi fluttu: Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB sem fjallaði um starfsmatskerfi. Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingismaður um Hvers vegna þarf að endurmeta störf og kjör láglauna- hópa? Guðríður Elíasdóttir fulltrúi frá A.S.Í., Kristján Þorbergsson, fulltrúi frá VSÍ, og Þorsteinn Geirsson fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu höfðu framsögu um er endurmat á störfum launþega í þjóðfélag- inu framkvæmanlegt? Björg Þorleifsdóttir stjórnarmaður í Starfsmannafélaginu Sókn, hafði framsögu um Hvernig má meta heimil- isstörf til launa? Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður hafði framsögu um Eru störf kvenna á vinnumarkaðnum vanmetin? Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður hafði framsögu um Ef störf kvenna á vinnumark- aðnum eru vanmetin, hvaða leiðir eru þá til úrbóta? Ráðstefnan tókst með ágætum, en var fremur fámenn miðað við aðrar ráð- stefnur KRFÍ. Hópstarf Fyrir áramót var gerð tilraun með það að hafa opið hús öll miðvikudagskvöld og hafa 5 hópa starfandi sem ræddu afmarkað efni er tengdist konum og atvinnulífinu. Hóparnir voru: Launakjör/launamismunur karla og kvenna, hópstjórar Arndís Steinþórsdóttir og María Ásgeirsdóttir. Hlutastörf og heils- dagsstörf hópstjóri Ásdís Rafnar. Styttri vinnutími fyrir alla hópstjóri Erna Bryndís Halldórsdóttir. Konur og stéttarfélög hóp- stjórar Björg Einarsdóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Áhrif örtölvubyltingar á störf kvenna hóp- stjórar Oddrún Kristjánsdóttir og Elín Páls- dóttir Flygenring. Þetta gekk ekki nógu vel og lá hópstarf niðri eftir áramót.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.