19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 82

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 82
Fjölbreytt starfsemi KRFÍ Skýrsla stjórnar flutt á aðalfundi 21. mars 1984 Á aðalfundi KRFÍ, sem haldinn var 21. mars s.I. kom fram í skýrslu stjórnar er formaður félagsins, Esther Guðmundsdóttir, flutti að starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti s.I. vetur. Stjórn og varastjórn hefur komið saman a.m.k. einu sinni í mánuði, en framkvæmdastjórn semí eiga sæti formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri hafa komið saman reglulega þess á milli. Félagsmenn eru nú um 460 og aðildarfélög 43. Skipulagsbreyting var gerð á skrifstofu félagsins s.l. haust. Skrifstofan hafði aðeins verið opin tvo tíma einu sinni í viku og veitti Júlíana Signý Gunnars- dóttir henni þá forstöðu. Stjórn KRFÍ ákvað að gera tilraun með að hafa skrif- stofuna meira opna og hefur hún nú verið opin í vetur frá mánudegi til fímmtu- dags frá kl. 14-17. Starfsmaður félagsins nú er Ragnheiður Eggertsdóttir. Félagsfundir Félagsfundir hafa veriö haldnir í hádeginu og virðist það fundarform gefast nokkuð vel þó svo að nokkrar óánægjuraddir hafi heyrst frá þeim, sem vegna vinnu sinnar komast ekki í hádeginu. Fyrsti hádegisfundurinn í vetur var hald- inn 29. september s.l. að Hótel Loftleiðum. Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður kom á fundinn og sagði frá störfum nefndar, sem menntamálaráðherra hafði skipað og kanna á möguleika á samfelldum skóladegi og hvernig efla megi tengsl heimilis og skóla. Margt fróðlegt kom fram en því miður var fundurinn mjög illa sóttur. Annar fundur var haldinn 10. nóvember í Lækjarbrekku og var Jóhanna Sigurðardótt- ir, alþingismaður gestur fundarins og talaði hún um launamál kvenna. Þann fund sóttu um 30 manns. Aftur voru launamál kvenna til umræðu á hádegisfundi 16. febrúar og var hann einnig haldinn í Lækjarbrekku. Björg Einarsdóttir sagði frá störfum Framkvæmdanefndar um launamál kvenna og Guðrún Óladóttir sagði frá Samtökum kvenna á vinnumarkaðnum. Fundurinn var líflegur og ágætlega sóttur. Síðasti fundurinn í vetur er fyrirhugaður 17. maí í Lækjarbrekku og verður þá fjallað um aðgerðir hér heima og erlendis í lok kvennaáratugs SÞ. 1985. Ráðstefnur og aðrir fundir Þann 1. október s.l. var haldinn fundur með formönnum aðildarfélaga KRFÍ og 82 félagsmönnum sem búa utan Stór-Reykja- víkursvæðisins. Tilgangurinn með fundi þessum var m.a. að koma á betri tengslum milli aðildarfélaga KRFÍ og félagsins í Reykjavík. Tenglahópur sem í eiga sæti Björg Einarsdóttir, Helga Möller, Hlédfs Guðmundsdóttir og Sigrún Sturludóttir sá um veg og vanda þessa fundar, sem byrjaði með morgunkaffi í sal Bandalags kvenna, því næst voru flutt erindi í húsnæði KRFÍ, og gerði formaður þar grein fyrir starfi félags- ins. Elín Pálsdóttir Flygenring fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs fjallaði um stöðuna í jafnréttismálum og um lög og reglugerðir o.fl. Erna Indriðadóttir frétta- maður fjallaði um kvennabaráttuna og laun- þegahreyfinguna. Hádegismatur var í boði KRFÍ. Þá las Sigrún Valbergsdóttir leikari úr bókinni Önnu eftir Stefaníu Þorgríms- dóttur og Sigrún Eðvaldsdóttir lék einleik á fiðlu. Sérstakir gestir fundarins voru María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasam- bands íslands og Unnu Schram Agústs- dóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík og ávarpaði María fundarmenn fyrir þeirra hönd. Eftir hádegi voru um- ræður. Fundinn sátu um 40 konur. Ráðstefna var haldin 28. janúar í tengslum við afmæli félagsins sem er 27. janúar. Ráð- stefnan var haldin að Hótel Loftleiðum og bar hún heitið Endurmat á störfum í þjóð- félaginu. Framsöguerindi fluttu: Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB sem fjallaði um starfsmatskerfi. Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingismaður um Hvers vegna þarf að endurmeta störf og kjör láglauna- hópa? Guðríður Elíasdóttir fulltrúi frá A.S.Í., Kristján Þorbergsson, fulltrúi frá VSÍ, og Þorsteinn Geirsson fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu höfðu framsögu um er endurmat á störfum launþega í þjóðfélag- inu framkvæmanlegt? Björg Þorleifsdóttir stjórnarmaður í Starfsmannafélaginu Sókn, hafði framsögu um Hvernig má meta heimil- isstörf til launa? Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður hafði framsögu um Eru störf kvenna á vinnumarkaðnum vanmetin? Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður hafði framsögu um Ef störf kvenna á vinnumark- aðnum eru vanmetin, hvaða leiðir eru þá til úrbóta? Ráðstefnan tókst með ágætum, en var fremur fámenn miðað við aðrar ráð- stefnur KRFÍ. Hópstarf Fyrir áramót var gerð tilraun með það að hafa opið hús öll miðvikudagskvöld og hafa 5 hópa starfandi sem ræddu afmarkað efni er tengdist konum og atvinnulífinu. Hóparnir voru: Launakjör/launamismunur karla og kvenna, hópstjórar Arndís Steinþórsdóttir og María Ásgeirsdóttir. Hlutastörf og heils- dagsstörf hópstjóri Ásdís Rafnar. Styttri vinnutími fyrir alla hópstjóri Erna Bryndís Halldórsdóttir. Konur og stéttarfélög hóp- stjórar Björg Einarsdóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Áhrif örtölvubyltingar á störf kvenna hóp- stjórar Oddrún Kristjánsdóttir og Elín Páls- dóttir Flygenring. Þetta gekk ekki nógu vel og lá hópstarf niðri eftir áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.